Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 11
unarfræðingar í 72 stöðugildum störf eftir útskrift ár hvert sé tekið mið af meðalstarfshlutfalli. Spá um mönnun í hjúkrun á árunum 2017–21 sýnir að áfram mun vanta um 420 hjúkrunarfræðinga til starfa á næstu árum þar sem nýliðun í hjúkrun mun rétt halda í við þann fjölda sem hefur töku lífeyris á næstu árum. Um varfærna spá er að ræða sem tekur ekki tillit til hugsanlegrar fjölgunar á hjúkrunar rýmum eða öðrum breytingum sem aukið geta þörf fyrir hjúkr unarfræðinga. Algengustu byrjunarlaun hjúkrunar - fræð inga eru 359 þúsund krónur fyrir fullt starf og meðal - dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga eru 526 þúsund krónur. Launa munur á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega mennt un og ábyrgð í starfi hjá hinu opinbera er um 20%. Ljóst er að fjölda hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á heil- brigðisstofnunum á Íslandi. Til að tryggja næga mönnun í hjúkrun og þar með öryggi sjúklinga og draga úr dánarlíkum þeirra er nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða hjá hinu opin- bera og öðrum heilbrigðisstofnunum. Samkvæmt mannfjölda - spá mun íbúum 60 ára og eldri fjölga umtalsvert á komandi árum og eykur það enn frekar eftirspurn eftir heilbrigðisstarfs- fólki. Hvað er til ráða? Í skýrslunni leggur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fram ýmsar tillögur að því hvað hægt sé að gera til þess að bregðast við mönnunarvanda í hjúkrun. Tillögurnar ná til náms, hvað hægt sé að gera til þess að halda hjúkrunarfræðingum í starfi, launa hjúkrunarfræðinga og vinnuumhverfis. Tillögurnar eru að uppruna til 18 ára gamlar þar sem mjög svipaðar tillögur voru lagðar fram í skýrslu sem félagið gaf út árið 1999 og fjölluðu um könnun á skorti á hjúkrunarfræðingum og lausnir til að leysa mönnunarvanda. En hvað er hægt að gera til þess að fylgja þessum tillögum betur eftir? Þegar skýrslan var gefin út vöktu niðurstöður hennar mikla athygli. Skýrslan var kynnt fyrir heilbrigðisráðherra og velferðarnefnd, auk þess sem mikil umfjöllun skapaðist í fjölmiðlum. En eins og með ýmsa aðra umfjöllun og skýrslur dettur umræðan fljótt niður og bíður umfangsmikið verkefni félagsins í framhaldinu að fylgja skýrsl unni eftir. Félagið áætlar að gera það með því að vekja máls á málefninu reglulega við ráðamenn, þar sem tækifæri gefst til, og ná athygli fjölmiðla til að halda umræðunni gang- andi og til þess að knýja á um að tillögurnar, sem félagið leggur fram, nái fram að ganga. Grein eins og þessi er liður í þessari veg ferð. Fjölmargar spurningar hafa vaknað þegar niðurstöður skýrsl unnar liggja fyrir og ætlar greinarhöfundur hér á eftir að velta upp einni stærstu spurningunni: Hvers vegna er starfs- hlutfall hjúkrunarfræðinga svona lágt og fer lækkandi? Inn í þá um ræðu verða tengd atriði eins og ársverk hjúkrunarfræðinga, yfir vinna og hvort hægt sé að hækka grunnlaun hjúkrunar - fræðinga án þess að til þurfi að kosta miklum fjárhæðum. Með þessu vonast greinarhöfundur til að skapa umræðu og skilja eftir hjá lesendum punkta til umhugsunar þannig að umræðan og lausnir á mönnunarvanda í hjúkrun þokist eitt hvað áfram. Næst þegar skýrsla um vinnumarkað hjúkrunar fræðinga birtist verður þá myndin vonandi eitthvað örlítið breytt frá því sem nú er. Ljóst er að ekki verða allir sammála greinarhöfundi um það sem fram kemur hér á eftir en mikilvægt er að hefja þessar umræður innan stéttarinnar. Lágt starfshlutfall hjúkrunarfræðinga! Heilbrigðiskerfið gengur illa þegar marga hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Umræður um mikið vinnuálag, yfirfullar deildir, lokun deilda og fráflæðisvanda af Landspítala koma reglulega fram í fjölmiðlum. Lausnir á þessum vanda eru ekki einfaldar og eru að mati flestra samtvinnaðar því að fjölga hjúkrunarfræðingum í starfi eða fá þá sem starfa til þess að vinna í hærra starfshlutfalli. Meðalstarfshlutfall hjúkrunar - fræðinga er um 70% og fer lækkandi. Árið 2007 var það 76% en 1999 var það um 80%. Helstu hugsanlegu skýringar á lágu starfshlutfalli eru álag vegna vaktavinnu, síbreytilegur vinnu- tími og starfsumhverfi. Samkvæmt niðurstöðum Vinnueftir- litsins er helsti ókosturinn við vaktavinnu talinn vera sá að erfitt sé að samræma fjölskyldulíf, frítíma og vaktavinnu. Talið er að hærri greiðslur fyrir vaktaálag og færri vinnu- stundir að baki fullu starfi geti hvatt vaktavinnufólk til að halda áfram í vaktavinnu. Í Evrópu hefur víða verið tekin upp styttri vinnuvika meðal hjúkrunarfræðinga sem vinna vakta- vinnu, og er það þekkt til að mynda í Noregi, Svíþjóð, Írlandi og Bretlandi. starfshlutfall hjúkrunarfræðinga aldrei verið lægra tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 11 „Ljóst er að fjölda hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á heilbrigðisstofnunum á Íslandi. Til að tryggja næga mönnun í hjúkrun og þar með ör- yggi sjúklinga og draga úr dánarlíkum þeirra er nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða hjá hinu opinbera og öðrum heilbrigðisstofnunum.“ „Fjölmargar spurningar hafa vaknað þegar niðurstöður skýrslunnar liggja fyrir og ætlar greinarhöfundur hér á eftir að velta upp einni stærstu spurningunni: Hvers vegna er starfs- hlutfall hjúkrunarfræðinga svona lágt og fer lækkandi? Inn í þá umræðu verða tengd atriði eins og ársverk hjúkrunarfræðinga, yfirvinna og hvort hægt sé að hækka grunnlaun hjúkrunar - fræðinga án þess að til þurfi að kosta miklum fjárhæðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.