Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 31
Aukin vellíðan, bætt geðheilsa og virkari samfélagsþátttaka Meginmarkmið stefnu og aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðis- málum er að stuðla að aukinni vellíðan og betri geðheilsu lands manna og virkari samfélagsþátttöku þeirra sem glíma við geðröskun. Undirmarkmið fela í sér að þjónusta við sjúklinga sé samþætt og samfelld, að uppeldisskilyrði barna stuðli að vel - líðan þeirra og að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli geðheilsu. Ýmsar aðgerðir eru settar fram til að ná þessum markmiðum. Má þar nefna aukna geðræna þjónustu innan heilsugæslunnar, fjölgun geðheilsuteyma, styrkingu barna- og unglingageðdeildar Land spítala og aukinn stuðning við börn sem eiga foreldra með geðvanda. Að mati félagsins og fag- deildar geðhjúkrunarfræðinga eru þetta allt atriði sem geð - hjúkrunarfræðingar og sérfræðingar í geðhjúkrun geta og eiga að taka þátt í. Einnig er þar að finna tillögu um að efla þekkingu starfsfólks á hjúkrunarheimilum vegna þjónustu við íbúa með geðröskun sem að mati félagsins ætti að vera í umsjá hjúkrun- arfræðinga og sérfræð inga í öldrunar- og geðhjúkrun. Einnig eru settar fram aðgerðir varðandi bætt uppeldisskil - yrði barna sem byggjast einkum á forvörnum. Lagt er meðal annars til að teymi verði stofnað til að sinna ráðgjöf og styðja foreldra og aðra aðstandendur, stuðlað verði að markvissri geðrækt í skólum, skimað verði eftir kvíða og þunglyndi meðal grunnskólabarna og viðeigandi meðferð veitt eftir þörfum og leitað verði árangursríkrar meðferðar til að draga úr sjálfsvígum meðal ungmenna. Allt eru þetta þættir sem hjúkrunarfræð - ingar innan heilsugæslunnar, skólahjúkrunarfræðingar og geðhjúkrunarfræðingar, gætu lagt lið með þekkingu sinni og reynslu og því nauðsynlegt að hafa þá með í þeim starfs- hópum og teymum sem mynduð verða til að fylgja verkefn- unum eftir. Stefna félagsins í geðhjúkrun er mikilvægt innlegg hjúkrunar - fræðinga til bættrar geðheilsu landsmanna og geðheil brigðis - þjónustu sem vonandi nýtist í aðgerðum stjórnvalda í geð - heilbrigðismálum. Væntanleg skýrsla fagsviðs og fagdeildar geð hjúkrunar fræðinga verður kynnt heilbrigðisráðherra um leið og hún verður tilbúin. geðheilbrigði til framtíðar: hlutverk geðhjúkrunarfræðinga í geðrækt, forvörnum og merðferð tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 31 „Lagt er meðal annars til að teymi verði stofnað til að sinna ráðgjöf og styðja foreldra og aðra aðstandendur, stuðlað verði að markvissri geð - rækt í skólum, skimað verði eftir kvíða og þung- lyndi meðal grunnskólabarna og viðeigandi meðferð veitt eftir þörfum og leitað verði árang- ursríkrar meðferðar til að draga úr sjálfsvígum meðal ungmenna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.