Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 10
Allt frá árinu 1942 hafa farið fram kannanir til að áætla hve marga hjúkrunarfræðinga vantar til starfa og bera saman við fjölda starfandi hjúkrunarfræðinga. Kannanirnar, sem framkvæmdar hafa verið af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og fleiri aðilum, hafa verið gerðar með óreglulegu millibili. Niðurstöðurnar eiga það sammerkt að hafa leitt í ljós langvarandi skort á hjúkrunarfræðingum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gaf í febrúar út skýrsluna Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa, vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga. Meginmarkmið skýrslunnar var að varpa ljósi á vinnumarkað hjúkrunarfræðinga, fá yfirlit yfir mönnun í hjúkrun á heilbrigðisstofnunum, kanna hversu marga hjúkrunarfræðinga vantar til starfa, spá fyrir um stöðu mönnunar í hjúkrun næstu fimm árin, eða fram til ársins 2021, bera saman kjör hjúkrunarfræðinga við aðra opinbera starfsmenn og koma með tillögur til úrbóta. Vantar á fimmta hundrað hjúkrunarfræðinga á næstu árum Samkvæmt greiningu á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga eru 4525 hjúkrunarfræð - ingar með starfsleyfi og á vinnualdri. Einungis 69% þeirra eru félagsmenn í Félagi ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og eru um þúsund hjúkrunarfræðingar að störfum við annað en hjúkrun. Mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga (98%) eru konur og starfa um 94% þeirra á opinberum vinnumarkaði. Um 13% hjúkrunarfræðinga geta hafið töku lífeyris á næstu árum. Niðurstaða könnunar á mönnun í hjúkrun á heilbrigðisstofnunum á Íslandi sýnir að 225 stöðugildi hjúkrunarfræðinga, eða 290 hjúkrunarfræðinga, vantar nú til starfa til að manna fjármögnuð stöðugildi hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum. Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum er 71%. Ef tekið er mið af áætlaðri þörf á hjúkrunarfræðingum samkvæmt mati framkvæmdastjóra hjúkrunar og hjúkrunarforstjóra vantar allt að 405 stöðugildi, eða 523 hjúkrunarfræðinga til starfa. Ár hvert hefja að meðaltali 146 nemendur nám í hjúkrunarfræði og útskrifast að meðaltali 120 þeirra fjórum árum síðar. Brottfall nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga úr starfi var að meðaltali 15% á árunum 2012–16. Að meðaltali hefja því 102 hjúkr- 10 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 Starfshlutfall hjúkrunarfræðinga aldrei verið lægra Lítill hvati að hækka starfshlutfall og lítill hljómgrunnur fyrir breytingum Gunnar Helgason Gunnar Helgason, sviðstjóri kjarasviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga hefur aldrei verið eins lágt en langvarandi skortur hefur verið á hjúkr- unarfræðingum undanfarna áratugi. Er það raunin að hjúkrunarfræðingar vinni að meðaltali 70% starf? Hver eru í raun ársverk hjúkrunarfræðinga og hvert er endanlegt starfshlutfall þeirra þegar öll unnin yfirvinna er tekin með? Eru hjúkrunarfræðingar að reyna að hámarka launin sín og skapa sér meira frelsi og svigrúm varðandi vinnutíma með því að vera í lægra starfshlutfalli? Með auknu starfshlutfalli og minni yfirvinnu væri hægt að draga verulega úr mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum en hverra hagur er það? Ljóst er að lítill hvati er fyrir hjúkrunarfræðinga að hækka starfshlutfall sitt út frá gildandi kjarasamningum og launaumhverfi að mati Gunnars Helgasonar, sviðstjóra kjarasviðs. Hann segir mikilvægt að ræða tillögur til úrbóta innan stéttar - innar en í skýrslunni Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa, sem gefin var út fyrr á þessu ári, eru lagðar fram til- lögur til úrbóta sem eru að megninu til þær sömu og lagðar voru fram 1999 — enda mönnunarvandi hjúkr - unarfræðinga ekki nýr af nálinni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.