Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 42
Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnaði 20 ára afmæli sínu árið 2016. Af því tilefni var farið af stað með röð greina undir heitinu VIÐ GETUM — ÉG GET í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands sem birtust í Fréttablaðinu síðastliðið ár. Greinarnar voru alls átta og birtist sú fyrsta 4. febrúar sem er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Alþjóðasamtökin gegn krabbameini skora á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini með slagorðinu Við getum — ég get. Mikilvægt er að samfélög og einstaklingar leggi sitt af mörkum til að fækka krabbameinstilfellum og draga úr áhrifum sjúkdómsins en markmiðið með greina - röðinni, sem er endurbirt í þessu blaði, var að upplýsa almenning um krabbamein því það kemur okkur öllum við og einn af hverjum þremur fær það. Að sögn Rannveigar Bjarkar Gylfadóttur, fráfarandi formanns fagdeildar krabba- meinshjúkrunarfræðinga, og Kristínar Sigurðardóttur, núverandi formanns, hafa gríðar- legar framfarir orðið í rannsóknum og greiningum á krabbameini undanfarin tuttugu ár. Fagdeildin er ein af fyrstu fagdeildunum í hjúkrunarfræði sem var stofnuð innan félagsins. Nú eru 182 meðlimir í fagdeildinni enda fjölbreytt svið og fjöldi hjúkrun- arfræðinga hlotið sérmenntun á sviðinu. Þrátt fyrir að fólki, sem greinist með krabba- mein, fjölgi, en um þriðjungur fólks greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni, þá læknast fleiri og fleiri. Það fólk, sem læknast ekki, lifir lengur með sínum sjúkdómi en áður var. Báðir hópar þurfa fjölbreytta og einstaklingshæfða meðferðarþjón- ustu sem og endurhæfingarúrræði sem fer fjölgandi. Hlutverk hjúkrunarfræðinga í krabbameinshjúkrun hefur í kjölfar þessa orðið enn viðameira síða stliðin ár. VIÐ GETUM … • haft áhrif á tíðni krabbameins • stutt aðra, auðveldað þeim að takast á við krabbameinið og átt þátt í að bæta líðan þeirra og lífsgæði • haft áhrif á umræðuna og hafið samtalið um hvað er okkur mikilvægt og hvernig við getum undirbúið dauða okkar • sem samfélag stutt við fólk sem hefur fengið krabbamein til að endurhæfast til dag- legra starfa • sem samfélag lagt áherslu á að krabbameinsrannsóknir séu stundaðar og niður - stöður þeirra nýttar til að efla forvarnir og bæta meðferð og þjónustu • haft áhrif með því að tala um kynheilbrigði, miðlað upplýsingum og verið opin og tilbúin til umræðu • sem samfélag uppfrætt hvert annað um þá breidd sem felst í líknarmeðferð og þannig upprætt lífseigan misskilning um að hún eigi einungis við þegar lífslokin nálgast ÉG GET … • verið meðvitaður/meðvituð um einkennin og brugðist við þeim • leitað eftir stuðningi hjá öðrum til að takast á við krabbameinið • rætt við fjölskyldu mína um hvað er mér mikilvægt og hvað ég myndi vilja forðast ef ég veiktist alvarlega eða slasaðist • endurhæfst til daglegra starfa • sem einstaklingur stutt við og tekið þátt í krabbameinsrannsóknum • verið virkur þátttakandi • verið meðvitaður/meðvituð um einkennin og brugðist við þeim 42 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 Rannveig Björk Gylfadóttir, fráfarandi formaður fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræð inga. VIÐ GETUM — ÉG GET … „Krabbamein kemur okkur öllum við“ Kristín Sigurðardóttir, núverandi formaður og formaður fagdeildar krabbameinshjúkrunar - fræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.