Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 42
Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnaði 20 ára afmæli sínu árið 2016. Af því tilefni var farið af stað með röð greina undir heitinu VIÐ GETUM — ÉG GET í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands sem birtust í Fréttablaðinu síðastliðið ár. Greinarnar voru alls átta og birtist sú fyrsta 4. febrúar sem er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Alþjóðasamtökin gegn krabbameini skora á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini með slagorðinu Við getum — ég get. Mikilvægt er að samfélög og einstaklingar leggi sitt af mörkum til að fækka krabbameinstilfellum og draga úr áhrifum sjúkdómsins en markmiðið með greina - röðinni, sem er endurbirt í þessu blaði, var að upplýsa almenning um krabbamein því það kemur okkur öllum við og einn af hverjum þremur fær það. Að sögn Rannveigar Bjarkar Gylfadóttur, fráfarandi formanns fagdeildar krabba- meinshjúkrunarfræðinga, og Kristínar Sigurðardóttur, núverandi formanns, hafa gríðar- legar framfarir orðið í rannsóknum og greiningum á krabbameini undanfarin tuttugu ár. Fagdeildin er ein af fyrstu fagdeildunum í hjúkrunarfræði sem var stofnuð innan félagsins. Nú eru 182 meðlimir í fagdeildinni enda fjölbreytt svið og fjöldi hjúkrun- arfræðinga hlotið sérmenntun á sviðinu. Þrátt fyrir að fólki, sem greinist með krabba- mein, fjölgi, en um þriðjungur fólks greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni, þá læknast fleiri og fleiri. Það fólk, sem læknast ekki, lifir lengur með sínum sjúkdómi en áður var. Báðir hópar þurfa fjölbreytta og einstaklingshæfða meðferðarþjón- ustu sem og endurhæfingarúrræði sem fer fjölgandi. Hlutverk hjúkrunarfræðinga í krabbameinshjúkrun hefur í kjölfar þessa orðið enn viðameira síða stliðin ár. VIÐ GETUM … • haft áhrif á tíðni krabbameins • stutt aðra, auðveldað þeim að takast á við krabbameinið og átt þátt í að bæta líðan þeirra og lífsgæði • haft áhrif á umræðuna og hafið samtalið um hvað er okkur mikilvægt og hvernig við getum undirbúið dauða okkar • sem samfélag stutt við fólk sem hefur fengið krabbamein til að endurhæfast til dag- legra starfa • sem samfélag lagt áherslu á að krabbameinsrannsóknir séu stundaðar og niður - stöður þeirra nýttar til að efla forvarnir og bæta meðferð og þjónustu • haft áhrif með því að tala um kynheilbrigði, miðlað upplýsingum og verið opin og tilbúin til umræðu • sem samfélag uppfrætt hvert annað um þá breidd sem felst í líknarmeðferð og þannig upprætt lífseigan misskilning um að hún eigi einungis við þegar lífslokin nálgast ÉG GET … • verið meðvitaður/meðvituð um einkennin og brugðist við þeim • leitað eftir stuðningi hjá öðrum til að takast á við krabbameinið • rætt við fjölskyldu mína um hvað er mér mikilvægt og hvað ég myndi vilja forðast ef ég veiktist alvarlega eða slasaðist • endurhæfst til daglegra starfa • sem einstaklingur stutt við og tekið þátt í krabbameinsrannsóknum • verið virkur þátttakandi • verið meðvitaður/meðvituð um einkennin og brugðist við þeim 42 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 Rannveig Björk Gylfadóttir, fráfarandi formaður fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræð inga. VIÐ GETUM — ÉG GET … „Krabbamein kemur okkur öllum við“ Kristín Sigurðardóttir, núverandi formaður og formaður fagdeildar krabbameinshjúkrunar - fræðinga.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.