Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 52
Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma og þekkja flestir til einhvers sem hefur greinst með krabbamein eða hefur beina eða óbeina reynslu af þeim sjúkdómum. Í árslok 2014 voru um 13.000 einstaklingar á lífi á Íslandi sem greinst hafa með krabba- mein. Krabbamein og krabbameinsmeðferð getur valdið breytingum á lífi og lífs - gæðum þess sem greinist og haft m.a. áhrif á kynheilbrigði einstaklingsins. Með kyn heilbrigði er átt við líkamlega, sálræna og samfélagslega velferð eða vellíðan sem hefur með kynverund (sexuality) að gera. Rannsóknir sýna að um helmingur krabba- meinsgreindra eiga við ýmiss konar kynheilbrigðisvandamál að stríða og er það eitt af algengustu langtímavandamálum þessa hóps. Áhrif krabbameins á kynheilbrigði Mismunandi meðferðarkostir eru í boði fyrir einstaklinga sem greinast með krabba- mein og fer meðferðin eftir eðli sjúkdómsins og er sérsniðin að hverjum einstaklingi. Sjúkdómurinn og meðferð hans tekur toll af einstaklingnum og oft eru aukaverkanir töluverðar af meðferð. Þegar kemur að kynheilbrigði einstaklinga er margt sem getur haft áhrif. Sjúkdómur í kynfærum getur valdið breytingum á kynfærunum sjálfum, taugum eða blóðflæði. Brottnám brjósts eða eistna, breytt útlit skapabarma eftir aðgerð eða ör á líkamanum geta valdið mikilli vanlíðan. Þessar breytingar geta haft áhrif á sjálfsöryggi og vellíðan og þ.a.l. á líkamsímynd og tilfinningu einstaklingsins fyrir sjálfum sér sem kynveru. En meðferð krabbameina, sem ekki eru staðsett í kynfærum, getur einnig haft veruleg áhrif á líkamsímynd og lífsgæði einstaklinga. Þar má telja þætti eins og þurrk í slímhúð, samgróninga í leg- göngum, ristruflanir, getuleysi, verki, hárlos eða hármissi, ógleði, þreytu, þyngdar- breytingar, minni kynlöngun og minni ánægju í kynlífi. Andleg vanlíðan, eins og þunglyndi og kvíði, geta einnig haft mikil áhrif. Í kjölfar krabbameinsgreiningar getur samband sjúklings við maka breyst. Erfiðleikar í samskiptum, óöryggi og jafnvel hræðsla sjúklingsins eða makans við að gera eitthvað rangt getur komið í veg fyrir eðlilegt samband. Mörg pör eru hrædd við að sýna sambandi sínu og kynlífi áhuga í skugga alvarlegs sjúkdóms. Einstaklingar á barneignaraldri þurfa í ofanálag að takast á við þá staðreynd að þeir geti hugsanlega orðið ófrjóir að meðferð lokinni. Umræðan Í marga áratugi hefur kynheilbrigði verið viðurkennt sem hluti af heilbrigði einstak- linga og þ.a.l. eitt af því sem heilbrigðisstarfsfólki ber að sinna. Þrátt fyrir það fá þessi málefni ekki næga athygli. Undanfarin ár hefur orðið vakning meðal heilbrigðisstarfs- við getum — ég get … 52 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 Þóra Þórsdóttir hjúkrunarfræðingur. Kynheilbrigði krabbameinssjúklinga Þóra Þórsdóttir „En betur má ef duga skal því enn þá virðist þetta umræðuefni vefj - ast fyrir mörgum, jafnt sjúklingum sem heilbrigðisstarfsfólki. Mikil - vægt er þó að hefja umræðuna strax við greiningu því upplýst samþykki sjúklings fyrir meðferð á m.a. að fela í sér fræðslu um áhrif sjúkdóms og meðferðar á kynheilbrigði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.