Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 23
Umtalsverður og umhugsunarverður fórnarkostnaður vegna niðurskurðar „Eins og titill rannsóknarinnar ber með sér hafði ég áhuga á að skoða fagmennsku- hugtakið og hvar það ætti heima í þeim niðurskurði sem hefur ríkt í heilbrigðiskerfinu. Hjúkrunarfræðingar eru stærsta fagstéttin á Landspítalanum og starfsaðstæður þeirra einkennast nú af miklum niðurskurði, manneklu og veikindaleyfum í röðum þeirra. Þessi fórnarkostnaður er umhugsunarverður og mikilvægt að hver og einn skoði möguleika sína og getu til breytinga,“ segir Klara. Niðurstöður rannsókna hér á landi hafa leitt í ljós að ótímabærar útskriftir sjúklinga og óframkvæmd hjúkrun vegna manneklu og krafna spítalans um afköst ógni öryggi sjúklinga og valdi þeim auknum heilsufarsvanda. Enn fremur bendir hún á að brottfall úr starfi vegna starfstengdra veikinda hjúkrunarfræðinga hafi aukist. „Ég hef sjálf reynslu af því að starfa á Landspítalanum á tímum niðurskurðar og þekki þá klemmu sem hjúkrunarfræðingur lendir í þegar tekin er ákvörðun um meðferð eða útskrift á forsendum sparnaðar og sú ákvörðun stangast á við faglegt mat og siðareglur. Jafnframt varð ég fyrir því að slasast illa í baki við að forða sjúklingi frá falli. Þá hætti ég í fastri vinnu sem hjúkrunarfræðingur og einbeitti mér að því að klára félagsfræðina, en ég hef síðan leyst af á ýmsum stöðum. Það var svo í námskeiði í vinnuvistfræði þar sem við fórum á vinnustaði og mátum aðstæður með hliðsjón af stöðlum Vinnueftirlitsins að þá fyrst áttaði ég mig á því að meiðsli mín voru vinnuslys en þau höfðu ekki verið skráð þannig. Í því námskeiði tók ég viðtöl við hjúkrun- arfræðinga á einni deild sem allir höfðu orðið fyrir stoðkerfishnjaski við störf sín og það ekki verið skráð sem slys. Allir litu í eigin barm, eins og ég gerði, reyndu að finna skýringu hjá sjálfum sér en ekki í manneklu, skorti á stuðningi yfirmanna og öryggis - viðmiðum.“ Klöru lék hugur á að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar samræmi annars vegar kröfur spítalans um afköst og hins vegar eigin faglegu sýn og hvort jafnvægi sé þar á milli. tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 23 Er verið að gjaldfella fagmennskuhugtakið í hjúkrun? — Viðtal við Klöru Þorsteinsdóttur Fagmennska er hugtak sem hefur verið Klöru Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðingi hugleikið eftir að hafa starfað við hjúkrun í fjölda ára og orðið vitni að og verið þátttakandi í þeim breytingum sem orðið hafa á heilbrigðis- kerfinu undanfarin ár. Spurningin um hvað verði um fagmennskuna á tímum niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu varð hvatinn að meistaraverkefni sem hún hefur nýlokið í félagsfræði. Verkefnið ber heitið Vald og fagmennska í hjúkrun á tímum niðurskurðar. Niðurstöðurnar gefa til kynna að hjúkrunarfræðingum sé gert ókleift að starfa eftir faglegum og siðferðilegum viðmiðum sem er í andstöðu við faglega sjálfsmynd. Niðurskurður í heilbrigðis- kerfinu og mannekla hefur í för með sér óeðlilegar kröfur um afköst hjúkrunarfræðinga með tilheyrandi af- leiðingum. Klara Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og MA í félagsfræði. „Algengt er að kvartanir og ábendingar til yfirmanna um vinnuálag og skort á öryggisviðmiðum séu hunsaðar og þaggaðar niður. Fyrir vikið hafa hjúkrunarfræðingar orðið vitni að, og jafnvel átt þátt í, gjörðum sem þeir telja ósiðlegar og ófaglegar, að sögn Klöru.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.