Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 23
Umtalsverður og umhugsunarverður fórnarkostnaður vegna niðurskurðar „Eins og titill rannsóknarinnar ber með sér hafði ég áhuga á að skoða fagmennsku- hugtakið og hvar það ætti heima í þeim niðurskurði sem hefur ríkt í heilbrigðiskerfinu. Hjúkrunarfræðingar eru stærsta fagstéttin á Landspítalanum og starfsaðstæður þeirra einkennast nú af miklum niðurskurði, manneklu og veikindaleyfum í röðum þeirra. Þessi fórnarkostnaður er umhugsunarverður og mikilvægt að hver og einn skoði möguleika sína og getu til breytinga,“ segir Klara. Niðurstöður rannsókna hér á landi hafa leitt í ljós að ótímabærar útskriftir sjúklinga og óframkvæmd hjúkrun vegna manneklu og krafna spítalans um afköst ógni öryggi sjúklinga og valdi þeim auknum heilsufarsvanda. Enn fremur bendir hún á að brottfall úr starfi vegna starfstengdra veikinda hjúkrunarfræðinga hafi aukist. „Ég hef sjálf reynslu af því að starfa á Landspítalanum á tímum niðurskurðar og þekki þá klemmu sem hjúkrunarfræðingur lendir í þegar tekin er ákvörðun um meðferð eða útskrift á forsendum sparnaðar og sú ákvörðun stangast á við faglegt mat og siðareglur. Jafnframt varð ég fyrir því að slasast illa í baki við að forða sjúklingi frá falli. Þá hætti ég í fastri vinnu sem hjúkrunarfræðingur og einbeitti mér að því að klára félagsfræðina, en ég hef síðan leyst af á ýmsum stöðum. Það var svo í námskeiði í vinnuvistfræði þar sem við fórum á vinnustaði og mátum aðstæður með hliðsjón af stöðlum Vinnueftirlitsins að þá fyrst áttaði ég mig á því að meiðsli mín voru vinnuslys en þau höfðu ekki verið skráð þannig. Í því námskeiði tók ég viðtöl við hjúkrun- arfræðinga á einni deild sem allir höfðu orðið fyrir stoðkerfishnjaski við störf sín og það ekki verið skráð sem slys. Allir litu í eigin barm, eins og ég gerði, reyndu að finna skýringu hjá sjálfum sér en ekki í manneklu, skorti á stuðningi yfirmanna og öryggis - viðmiðum.“ Klöru lék hugur á að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar samræmi annars vegar kröfur spítalans um afköst og hins vegar eigin faglegu sýn og hvort jafnvægi sé þar á milli. tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 23 Er verið að gjaldfella fagmennskuhugtakið í hjúkrun? — Viðtal við Klöru Þorsteinsdóttur Fagmennska er hugtak sem hefur verið Klöru Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðingi hugleikið eftir að hafa starfað við hjúkrun í fjölda ára og orðið vitni að og verið þátttakandi í þeim breytingum sem orðið hafa á heilbrigðis- kerfinu undanfarin ár. Spurningin um hvað verði um fagmennskuna á tímum niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu varð hvatinn að meistaraverkefni sem hún hefur nýlokið í félagsfræði. Verkefnið ber heitið Vald og fagmennska í hjúkrun á tímum niðurskurðar. Niðurstöðurnar gefa til kynna að hjúkrunarfræðingum sé gert ókleift að starfa eftir faglegum og siðferðilegum viðmiðum sem er í andstöðu við faglega sjálfsmynd. Niðurskurður í heilbrigðis- kerfinu og mannekla hefur í för með sér óeðlilegar kröfur um afköst hjúkrunarfræðinga með tilheyrandi af- leiðingum. Klara Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og MA í félagsfræði. „Algengt er að kvartanir og ábendingar til yfirmanna um vinnuálag og skort á öryggisviðmiðum séu hunsaðar og þaggaðar niður. Fyrir vikið hafa hjúkrunarfræðingar orðið vitni að, og jafnvel átt þátt í, gjörðum sem þeir telja ósiðlegar og ófaglegar, að sögn Klöru.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.