Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 38
Forvarnarstarf skólahjúkrunar fræðinga Hjúkrunarfræðingar, sérstaklega þeir sem starfa í nánasta umhverfi barnanna, eða skóla hjúkrunarfræðingar, geta verið í meginhlutverki við að efla geðheilbrigði barn - anna. Þeir eru á dag legum vettvangi barnanna og þess vegna leita þau gjarnan til þeirra. Hjúkrunarfræðingarnir hafa grunnþekkingu á geð heilbrigðis málum og ættu að þekkja hvað er bráðamál og hvað ekki og vita hvernig þeir bregðast við í hvert skipti, t.d. hvort þeir fylgist áfram með börnunum og fái þau fljótlega aftur í viðtal, eða vísi þeim áfram í sérhæfðari úrræði (Puskar og Bernardo, 2007). En erlendar rannsóknir hafa sýnt að hjúkrunarfræðingana skortir trú á eigin getu til þess að sinna þessu, þeir telja sig ekki hafa næga þekkingu til þess og skortir tíma til þess (Pryjmachuk o.fl., 2011). Undanfarin ár hafa skólahjúkrunar fræðingar beint sjónum sínum meira að geðheilbrigði barna en áður og sinna þá að einhverju leyti almennum forvörnum. Nýverið hefur einnig aukist að þeir sinni sértækum forvörnum í einhverjum mæli, þá aðallega skimunum og meðferð við vægum kvíða (Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, munnleg heimild 5. mars 2017). Ef hjúkrunarfræðingar í skólum og heilsugæslu eiga að sinna þessu betur þarf að efla þekkingu þeirra og færni á þessu sviði enn meira og það mundi sjálfsagt auka trú þeirra á eigin getu sé henni ábótavant. Þá er líka mikil vægt að hjúkrunarfræðingarnir fái aukinn tíma til þess að sinna þessu mikilvæga málefni. Einnig þyrfti heilsugæslan að hafa sérfræðing í barna- og unglingageðhjúkrun innan sinna raða sem gæti sinnt flóknari tilfellum og verið stuðningur við aðra hjúkrunarfræð inga. Ásamt þessu mætti auka samvinnu milli hjúkrunarfræðinga í heilsugæslunni og á BUGL. Með því væri m.a. hægt að miðla fagþekkingu milli stofnana. Á BUGL er meiri sérþekking á geðheil- brigðismálum og gætu hjúkrunarfræðingarnir þar miðlað þekkingu sinni til hjúkr- unarfræðinga í heilsugæslunni og einnig gætu þeir unnið saman að forvörnum hvort sem það er að skipuleggja almennar forvarnir eða íhlutanir sem falla undir valdar eða sértækar forvarnir. Skólahjúkrunarfræðingar ættu líka að gegna veigamiklu hlutverki í Fjölskylduteymi eins og lýst er framar í greininni. Hjúkrunarfræðingar eru staðsettir í nánasta umhverfi barnanna stóran hluta dagsins, þeir eru með faglega þekkingu á geðheilbrigðismálum og eru tenging skóla og heilbrigðiskerfisins. Samvinna mikilvæg til að árangur náist Þegar rætt er um hvernig sé hægt að bæta og efla geðheilbrigði barna og unglinga verður að horfa á það frá öllum hliðum. Það er ekki hægt að taka heilbrigðiskerfið út fyrir og segja að það eigi eitt og sér að sinna þessu verkefni heldur þurfa öll kerfin, sem sinna börnunum, að vinna saman í teymi, s.s. heilbrigðiskerfið, menntakerfið og velferðarkerfið. Börn eyða stórum hluta dagsins í a.m.k. 10 ár í skólanum og því er líka afar mikilvægt að skólakerfið taki þátt í umræðunni um hvernig hægt er að bæta geðheilbrigði barna. Það er mín reynsla, eftir að hafa unnið sem skólahjúkrunar - fræðingur í 10 ár og nú á göngudeild BUGL í rúma 6 mánuði, að hluti af vanlíðan hjá mörgum börnum tengist skólaumhverfinu og þá annað hvort náminu eða félagslegum aðstæðum í skólanum. Álagið þar getur verið mikið fyrir börnin og þarf að bregðast betur við því. Að sjálfsögðu reyna skólarnir að gera sitt besta en það þarf engu að síður að skoða hvað sé hægt að gera betur þar alveg eins og í heilbrigðiskerfinu og velferðar- katrín inga grímsdóttir 38 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 „Hjúkrunarfræðingar eru staðsettir í nánasta umhverfi barnanna stóran hluta dagsins, þeir eru með faglega þekkingu á geðheil- brigðismálum og eru tenging skóla og heilbrigðiskerfisins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.