Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 36
Gott geðheilbrigði barna og unglinga skiptir miklu máli en það er vellíðan þar sem einstaklingurinn þekkir getu sína og styrkleika, tekst á við streitu sem getur fylgt dag- legu lífi og er virkur í samfélaginu (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, 2014). Erlendar rannsóknir sýna að allt að 20% barna og unglinga fást við vanlíðan eða geðröskun eins og kvíða eða þunglyndi (Pryjmachuk o.fl., 2011). Líklegt er að fjöldi þeirra sem glímir við þennan vanda sé meiri en rannsóknir sýna því ekki segja öll börn frá því ef þeim líður illa (Neil og Christensen, 2009). Um helmingur þeirra sem greinast með geð - röskun greinast fyrir 14 ára aldur (Alþjóðaheilbriðgismálastofnunin, 2013). Stór hluti þeirra sem eru með geðröskun fá ekki viðeigandi meðferð (Bertrand Lauth, 2013) og benda rannsóknarniðurstöður til þess að það sé allt að 30% (Neil og Christensen, 2009) sem er of hátt hlutfall til að geta horft fram hjá því. Ástæður, sem hafa verið nefndar fyrir því að börn fá ekki viðeigandi meðferð, eru m.a. fordómar fyrir geð - röskun og þekkingarleysi á einkennum og úrræðum (DeSocio o.fl., 2006). Ef börn fá ekki viðeigandi aðstoð geta einkennin versnað og orðið að greinanlegum sjúkdómi (Neil og Christen sen, 2009). Ef tekið er mið að því að eitt af hverjum fimm börnum eða unglingum glími við vanlíðan eða geðröskun, helmingur þeirra greinist fyrir 14 ára aldur og stór hluti fær ekki viðeigandi meðferð, er nokkuð ljóst að það þarf að bregðast við þessu. Almenn, valin og sértæk forvörn Sýnt hefur verið fram á mikilvægi forvarna og snemmtækrar íhlutunar til að efla geðheilbrigði barna. Skilgreiningin á forvörn er að hún sé íhlutun sem getur komið í veg fyrir eitthvert tiltekið ástand, dregið úr því eða komið í veg fyrir að það versni (Mrazek og Haggerty, 1994). Innan geðheilbrigðisfræða hefur gjarnan verið notuð skil- greining Robert Gordon (1983) á hugtakinu en hann skipti því í þrjá þætti: almenna forvörn, valda forvörn og sértæka forvörn. Veigamiklir þættir um áhættuþætti og verndandi þætti einstaklingsins eru teknir inn í skilgreininguna og er mikilvægt að þekkja þá þegar unnið er með forvarnir til að efla geðheilbrigði. Almenn forvörn er hugsuð fyrir allan fjöldann, t.d. heilan árgang í grunnskóla. Valin forvörn er fyrir hóp af börnum sem eru í meiri hættu en önnur börn að lenda í geðrænum vanda vegna sameiginlegra einkenna sem setja þá í hópinn, t.d. börn foreldris/foreldra með geðsjúk- dóm, en rannsóknir hafa sýnt að börn sem eiga foreldri með geðsjúkdóm eru líklegri til að fá sjálf geðsjúkdóm (O’Connell o.fl., 2009). Sértæk forvörn er fyrir þá sem sam- kvæmt skimunum eiga mjög á hættu að fá geðröskun og eru jafnvel komnir með einhver einkenni en ná ekki greiningarviðmiðum, t.d. þeir sem fá háar tölur á kvíðakvörðum. Börnin, sem þyrftu valda eða sértæka forvörn, fengju þá íhlutun sem myndi miðast við þeirra vanda. Sýnt hefur verið fram á meiri árangur af valinni og sértækri forvörn en almennri forvörn, og hefur það verið rökstutt með því að þeir sem fá slíka íhlutun 36 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 Kristín Inga Grímsdóttir geðhjúkrunarfræð - ingur. Geðheilbrigði barna og unglinga: Forvarnir og framtíðarsýn Kristín Inga Grímsdóttir „Oft eru óljós skil milli forvarnar og meðferðar en það hefur verið aðgreint með því að segja að forvarnir séu víðtækari en meðferð. Í meðferð er einblínt á sjúkdóminn og fær einstaklingurinn aðstoð við að vinna á honum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.