Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 47
Þegar einhver innan fjölskyldu greinist með krabbamein hefur það margs konar áhrif í för með sér, ekki aðeins á hinn krabbameinsveika heldur einnig á maka hans og fjöl- skyldu, vini og vinnufélaga. Áhrifin geta verið af ýmsum toga, t.d. líkamleg með breyttri líðan og einkennum af völdum krabbameinsins, sálræn með áhyggjum, depurð og kvíða og félagsleg með breyttum aðstæðum. Krabbameinssjúklingar geta einangrast og þess vegna er félagslegur stuðningur svo mikilvægur. Öll eigum við okkar föstu hlutverk og skyldur í lífinu sem við sinnum daglega án þess að leiða beinlínis hugann að því. Þegar veikindi koma upp breytast þessi hlutverk og tengsl einstaklinga geta einnig breyst. Um hríð munu einhverjir í fjölskyldunni þurfa að breyta sínum daglegu háttum og taka að sér einhver af hlut- verkum eða skyldum hins veika. Við þessar aðstæður er stuðningur mjög mikilvægur þeim krabbameinsveika og fjölskyldu hans. Það getur stuðlað að öryggi og dregið úr kvíða, létt margvíslegar byrðar, sem fylgja veikindunum, og auðveldað aðlögun að breyttu lífi og hlutverkum og bætt almenna líðan. Stuðningur á vinnustað skiptir miklu máli Stuðningur getur komið víða að, t.d. frá maka eða sambýlingi, fjölskyldu, vinum, vinnufélögum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum, og stuðninginn má veita með ýmsum hætti. Í sumum tilvikum geta stórfjölskylda, vinir og vinnufélagar myndað mikilvægt stuðningsnet og haldið góðum tengslum á veikindatímanum og haft þar með jákvæð áhrif á líðanina. Eðli stuðningsins getur verið mismunandi og í öllum tilvikum getur hann átt þátt í að auðvelda þeim krabbameinsveika og fjölskyldunni aðlögun að marg- víslegum breytingum sem fylgja veikindunum. Sumir veita aðstoð við daglegar athafnir, aðrir hafa það hlutverk að veita aðstoð vegna barna á heimili eða með dægra - styttingu og enn aðrir veita stuðning úr fjarlægð. Stuðningur á vinnustað frá yfir- mönnum og samstarfsfólki er einnig mikilvægur og getur átt þátt í að draga úr kvíða og stuðlað að því að auðveldara verði að snúa aftur til vinnu að loknum veikindum. Fyrir vinnufélaga er mikilvægt að vera vakandi fyrir þörfum og tilfinningum þess krabbameinsveika þegar hann er á vinnustað og halda einnig sambandi við hann þegar hann er frá vinnu. Það getur verið mikilvægt að fá heimild til að aðlaga verkefni og vinnutíma getu hins veika. Þú getur verið þess fullviss að stuðningur þinn er mikilvægur hinum krabbameins- veika og öllum hans nánustu, hver svo sem tengsl þín við sjúklinginn eru. ▶ VIÐ GETUM — stutt aðra, auðveldað þeim að takast á við krabbameinið og átt þátt í að bæta líðan þeirra og lífsgæði ▶ ÉG GET — leitað eftir stuðningi hjá öðrum til að takast á við krabbameinið. við getum — ég get … tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 47 Arndís Jónsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun. Stuðningur við fjölskyldur Arndís Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.