Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 29
leiðslu að ræða. Á geðsviði, þar sem við erum með þjónustu - þega í einstaklings við tölum og meðferð, er þetta nauðsynlegt og mikill stuðningur fyrir meðferðaraðila og ýtir undir öryggi og fagmennsku. Ég hef unnið í teymi á geðsviði þar sem var faghandleiðsla í hóp vikulega; var það mjög gagnlegt og ég fann hversu styrkjandi það var fyrir mig persónulega sem með - ferðaraðila og fyrir okkur sem teymi. Tvisvar í mánuði fengum við handleiðara utan teymis en hina vikuna sáum við teymis - meðlimir um hana sjálf (jafningjahandleiðsla). Ég er þess full- viss að ávinningurinn skilaði sér einnig til þeirra sem sóttu þjónustu til teymisins. Mikill hraði er oft í vinnuumhverfinu og auðvitað grípur maður oft kollega eða samstarfsfólk og fær óformlega handleiðslu, með hrökkbrauð í annarri hendi og kaffibolla í hinni, en það er ekki sambærilegt við formlega hand- leiðslu þar sem tími er tekinn frá og búið til rými fyrir hana í starfsumhverfinu. Ég hef einnig reynslu af hóphandleiðslu þegar ég var á svokölluðu starfsþróunarári, en þar vorum við frekar að skoða upplifun okkar af starfinu en einstök mál. Reyndur handleiðari var með hópinn og nýttist það mér vel í því að máta mig í starfi auk þess sem mér fannst það gagnast mér í því að staðsetja mig innan sviðsins en ég var tiltölulega nýbyrjuð á geðsviði á þeim tíma. Ég tel einnig að góð handleiðsla sé mikilvægur þáttur í því að fyrirbyggja kulnun og streitu. Handleiðsla ætti að koma til áður en við erum komin í kulnun og finnst við ekki ráða við aðstæður og búin að missa eldmóðinn. Þetta tel ég að eigi við reynda hjúkrunarfræðinga sem og nýgræðinga. Við þurfum að halda sérstaklega vel utan um þá sem eru að stíga sín fyrstu skref, gæta þess að færa ekki of mikla ábyrgð á herðar þeirra strax og tryggja handleiðslu og stuðning. Það er einnig á okkar ábyrgð að tala sjálf um handleiðslu, skoða það með okkar deildar stjórum og yfirmönnum hvort hægt er að finna henni stað í vinnuumhverfinu og á hvaða formi. Þó að við séum reynd og ,,kunnum allt“ þá getur góð handleiðsla skipt sköpum fyrir vinnugleði okkar, vellíðan, andlega heilsu og fyrir einstak- lingana sem við sinnum dag hvern í okkar starfi. Góðar stundir. Ég skora á Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðing á bráðamóttöku geðsviðs, að skrifa næsta þankastrik. þankastrik — tölum um handleiðslu tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 29 „Handleiðsla ætti að koma til áður en við erum komin í kulnun og finnst við ekki ráða við aðstæður og búin að missa eldmóðinn. Þetta tel ég að eigi við reynda hjúkrunarfræðinga sem og nýgræðinga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.