Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 40
Í þessari grein langar mig að velta upp nokkrum punktum til umhugsunar sem byggðir eru á erindi mínu á hjúkrunarþingi 2016. Af og til beinist kastljós okkar að unglinga- drykkju og vímuefnaneyslu unglinga og í framhaldinu ræðum við um forvarnir. Vangaveltur um þessi mál hafa komið reglulega upp í umræðum liðinna vikna, ekki síst vegna umdeildrar tillögu þingmanna um að leyfa áfengi í matvöruverslunum, en þar virðist viðskiptafrelsi vega þyngra en rannsóknir byggðar á lýðheilsuvísindum. En það er önnur saga. Þegar ég hugsa um forvarnir kemur alltaf upp í hugann reykinga- forvarnafyrirlestur sem ég fékk í barnaskóla, líklega 12–13 ára. Af myndvarpa kom margfalt stækkuð mynd af bifhárum reykingamanns, og varnarorð fyrirlesarans: ,,Bif- hárin lamast,“ fylgdu með af miklum þunga. Ég tengdi ekkert við þetta, var skemmt og ekki svo löngu síðar var ég byrjuð að fikta við reykingar ásamt félögum mínum. Myndin af bifhárunum hvarf í reykjarmekkinum og bjargaði okkur ekki. Hvað eru forvarnir og hvar eigum við að byrja? Forvarnir eru eitthvað sem við tölum um þegar komið hefur í ljós í rannsóknum að mörgum unglingum líður illa, þeir reykja kannabis, nota áfengi og fleira. Við hefjum stundum átaksverkefni og teljum okkur trú um að forvarnir geti komið í veg fyrir að unga fólkið okkar fari að drekka eða nota önnur vímuefni. Þeim er einnig oft beitt eftir að ungmennið er byrjað að nota áfengið eða vímuefnin. Stundum koma upp stór- huga slagorð eins og „Vímuefnalaust Ísland árið 2000“. En hvað eru forvarnir og hvar eigum við að byrja? Og eru það vímuefnin eða áfengið sem er mesti skaðvaldurinn? Samkvæmt niðurstöðum rannsókna eru það fyrstu mánuðirnir og árin sem vega þyngst þegar kemur að forvörnum og raunar ættu forvarnir að byrja í móðurkviði. Læknirinn Gabor Maté hélt fyrirlestur í Hörpu um fíkn fyrir nokkrum mánuðum og svaraði því stutt og laggott þegar hann var spurður hvenær ætti að byrja með forvarnir fyrir einstaklinginn: „Í móðurkviði, vinnið með mæðrunum.“ Rannsóknir síðustu tveggja áratuga sýna að ofbeldi og vanræksla gagnvart börnum ýti undir það síðar meir að einstaklingur geti fengið alvarlegt þunglyndi, geðhvarfasýki, áfallastreitu - röskun, leiðist út í áfengis- og vímuefnamisnotkun auk þess að fá aðra líkamlega kvilla (Nemeroff, 2016), og Kari Killén hefur haldið því fram að fátækt eða öfgar í lífs - gæðakapphlaupi íþyngi foreldrum og spilli samskiptum foreldra og barna (Killén, 2014). Við erum einnig með frumkvöðul fyrir þessari snemmtæku íhlutun hér á Ís - landi því Anna María Jónsdóttir geðlæknir hefur verið ötull talsmaður þess að vinna með tengsl foreldra og barns og stöðva það sem stundum hefur verið nefnt milli- kynslóðaflutningur á geðrænum vanda. Hún telur að meiri áherslu þurfi að leggja á geðheilbrigði frá getnaði og vinna með mæðrum og fjölskyldum á meðgöngu, og að vaxtarbroddurinn í geðlæknisfræði sé ekki að útvega betri lyf eða samtalsmeðferð 40 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 „Bifhárin lamast“ – Unga fólkið, áfengis- og fíknivandi og forvarnir Helena Bragadóttir Helena Bragadóttir. „Samkvæmt niðurstöðum rannsókna eru það fyrstu mánuðirnir og árin sem vega þyngst þegar kemur að forvörnum og raunar ættu for- varnir að byrja í móðurkviði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.