Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 53
fólks á krabbameinsdeildum Landspítalans varðandi kynheilbrigðismál. Á árunum 2011–2013 sameinaðist hópur fagfólks með stuðningi lyfjafyrirtækjanna Novartis og Sanofi um verkefnið „Kynlíf og krabbamein“. Tilgangur þessa verkefnis var að stuðla að bættri þjónustu við krabbameinssjúklinga og að fræða starfsfólk. Boðið var meðal annars upp á sérhæfða þjónustu kynfræðings fyrir krabbameinssjúklinga sem eiga við kynheilbrigðisvandamál að stríða og er sú þjónusta í boði enn í dag. En betur má ef duga skal því enn þá virðist þetta umræðuefni vefjast fyrir mörgum, jafnt sjúklingum sem heilbrigðisstarfsfólki. Mikilvægt er þó að hefja umræðuna strax við greiningu því upplýst samþykki sjúklings fyrir meðferð á m.a. að fela í sér fræðslu um áhrif sjúkdóms og meðferðar á kynheilbrigði. ▶ VIÐ GETUM — haft áhrif með því að tala um kynheilbrigði, miðlað upplýsingum og verið opin og tilbúin til umræðu ▶ ÉG GET — aflað mér upplýsinga og fræðslu frá fagfólki um kynheilbrigði og rætt um þessi mál á opinn hátt við maka minn og þá sem standa mér næst Heimildir Jonsdottir, J.I., Zoëga, S., Saevarsdottir, T., Sverrisdottir, A., Thorsdottir, T., Einarsson, G.V., Gunnarsdottir, S., og Fridriksdottir, N. (2016). Changes in attitudes, practices and barriers among oncology health care professionals regarding sexual health care: Outcomes from a 2-year educational intervention at a University Hospital. European Journal of Oncology Nursing, 21, 24–30. World Cancer Day http://www.worldcancerday.org/. Þóra Þórsdóttir (2012). Könnun á reynslu hjúkrunarfræðinga og lækna af því að ræða um kynlíf og kyn- lífsheilbrigði við krabbameinssjúklinga. Sótt á http://skemman.is/stream/get/1946/12154/30114/1/ Þóra_Þórsdóttir.pdf. við getum — ég get … tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 53 Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings í útskriftarteymi flæðisdeildar en teymið er starfsfólki, sjúklingum og aðstand- endum til ráðgjafar og aðstoðar við flóknar útskriftir. Í teyminu starfa 8 manns í nánu samstarfi við starfsmenn spítalans og aðrar stofnanir. Við viljum ráða öflugan hjúkrunarfræðing sem er með góða þekkingu á heilbrigðiskerfinu og á auðvelt með að vinna í teymi. Helstu verkefni og ábyrgð » Verkefni tengd innlögnum og útskrift » Stuðningur við legudeildir LSH » Samskipti við aðrar stofnanir » Samhæfing þjónustu Hæfnikröfur » Fjölbreytt starfsreynsla » Góð þekking á heilbrigðiskerfinu » Faglegur metnaður í starfi » Samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum » Góð íslenskukunnátta » Íslenskt hjúkrunarleyfi Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Sótt er um starfið rafrænt á: www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Um- sókn fylgi náms- og starfsferilsskrá ásamt afriti af próf - skírteinum og starfs leyfi. Ráðning byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtöl um. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykil- áherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönd - uð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. Upplýsingar veita: Lovísa A. Jónsdóttir deildarstjóri, sími 824-5885. Bára Benediktsdóttir mannauðsráðgjafi, sími 824-5909. Hjúkrunarfræðingur í útskriftarteymi Landspítala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.