Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 57
Árangur fræðslu- og stuðningsmeðferðar fyrir nána aðstandendur einstaklinga með átröskun eða athyglis brest og ofvirkni Doktorsritgerð Margrétar Gísladóttur í hjúkrunarfræði ber heitið: Árangur fræðslu- og stuðningsmeðferðar fyrir nána aðstandendur einstaklinga með átröskun eða at- hyglisbrest og ofvirkni (The Benefit of Psycho-Educational and Support Intervention for Caregivers of Individuals with Eating Disorder or Attention Deficit Hyperactivity Disorder). Markmið rannsóknarinnar var að þróa og meta próffræðilega eiginleika íslenska veikinda-fjölskyldu-viðhorfa-spurningalistans (IS – Viðhorf) og þróa og meta árangur íhlutunar-meðferðarsamræðna fyrir umönnunaraðila barns með átröskun eða með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD). Umönnunaraðilar ungs fólks með át- röskun eða ADHD ganga í gegnum erfiðleika og hafa þörf fyrir stuðning. Íhlutun með þjálfun getur hjálpað umönnunaraðilum að öðlast færni í gagnlegum aðferðum en hún fólst í fræðslu, verkefnum og meðferðarsamræðum varðandi erfiðar tilfinningar, hegðun og gagnlegar aðferðir. Marktækur munur kom fram hjá aðalumönnunaraðila einstaklinga með átröskun í upplifuðum stuðningi, veikinda viðhorf um, lífsgæðum, áliti á eigin færni, umönn- unarálagi og erfiðri hegðun sjúklings. Marktækar breytingar á lífsgæðum komu fram hjá aðalumönnunaraðila einstaklinga með ADHD. Félagsleg virkni var marktækt betri hjá hinum umönnunaraðila einstaklinganna, en fjölskylduvirkni og samvinna var marktækt minni. Rannsóknirnar varpa ljósi á hvernig fagaðilar geta stutt umönn- unaraðila ungs fólks með átröskun eða með athyglisbrest og ofvirkni. Aðalleiðbeinandi Margrétar var dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Auk hennar sátu í doktorsnefnd dr. Rúnar Vil- hjálmsson, prófessor við sömu deild, dr. Helga Zoëga, prófessor við Læknadeild, og dr. Janet Treasure, prófessor við King’s College í London. Andmælendur eru dr. Andrew Estefan, dósent við University of Calgary í Kanada, og dr. Sigurður Páll Pálsson, yfir- læknir á geðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss. Margrét Gísladóttir lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1981, prófi í fjölskyldumeðferð frá UCL í London árið 2000 og MS-gráðu í geðhjúkrun frá Háskóla Íslands árið 2007. Margrét er sérfræðingur í hjúkrun á Landspítalanum og teymisstjóri í átröskunarteymi BUGL. Hún er jafnframt stundakennari við Hjúkrunar fræðideild Háskóla Íslands. nýlegar doktorsvarnir í hjúkrunarfræði tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 57 Margrét Gísladóttir. Á myndinni eru f.v. Helga Zoëga, Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Sigurður Páll Pálsson, Margrét Gísladóttir, Andrew Estefan, Helga Jónsdóttir og Rúnar Vilhjálmsson.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.