Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 63
Niðurstöður Samtals tóku 82 einstaklingar þátt í rannsókninni, 37 karlar (45%) og 45 konur (55%). Svarhlutfall í rannsókninni var 70%. Þátttakendur voru á aldrinum 18 til 74 ára og var meðal - aldurinn 42,6 ár (sf 15,0). Ekki var munur á meðalaldri karla og kvenna. Spönnin í aldri karla var frá 18 til 74 ára, en kvenna frá 20 til 69 ára. Tafla I sýnir meðaltal, staðalfrávik og spönn á lýð- og líf eðlis fræðilegum gildum. Ekki reyndist munur á LÞS, blóðþrýstingi eða blóðsykri karla og kvenna. Ekki kom fram marktækur munur á heildarstigafjölda karla (M=6,19, SD=4,7) og kvenna (M=7,73, SD=5,1) úr FINDRISK-matstækinu (t(80)=-1,42; p>0,05). Ekki var marktækur munur á kynjum þegar spurt var hvort ættingjar hefðu fengið sykursýki, en fleiri konur (33%) svöruðu þeirri spurningu játandi á móti 30% karla. Dreifing heildarstiga samkvæmt FINDRISK-mats tækinu Alls voru 27 þátttakendur eða 32,9% með ≥9 í heildarstig úr FINDRISK-matstækinu. Marktækur munur (p>0,001) var á meðalaldri þeirra sem voru með ≥9 í heildarstig (tæplega 51 árs, sf 13,4) og þeirra sem mældust með ≤8 stig (tæplega 39 ára, sf 14,3). Dreifing heildarstiga á FINDRISK-matstækinu hjá körlum var frá núll til 19 stiga en frá núll til 21 stigs hjá konum. Flestir þátttakendur voru með 5 stig (n=9) (11%), sjá mynd 2. Þátt- takendur með heildarstig frá 9 til 14 (miðlungshætta) voru 20 (24,4%), 6 þátttakendur (7,3%) voru með 14 til 20 stig (mikil hætta) og einn þátttakandi var með 21 stig (mjög mikil hætta). Lægra hlutfall karla (18,9%) en kvenna (42,2%) mældist í áhættuhópi á að fá sykursýki 2 (p=0,03). Línuleg aðhvarfsgreining, tafla 2, var gerð til þess að skoða áhrif kyns, blóðsykurs og slag- og hlébilsblóðþrýstings á heildar - stigafjölda FINDRISK-matstækisins. Heildarlíkanið var mark- tækt (F=7,031, p<0,001) og með vitneskju um kyn, blóð sykur og slag- og hlébilsblóðþrýsting má skýra 26% af dreifingu heildar stiga FINDRISK-matstækisins og þar skipta máli hærri slagbilsþrýstingur og blóðsykur. Umræða Þriðjungur þátttakenda (n=27) var með 9 stig eða meira á FINDRISK-matstækinu og eru þeir því taldir vera í áhættuhóp að fá sykursýki af tegund 2 á næstu 10 árum. Meðalaldur þeirra var einungis tæpt 51 ár og gefur það vísbendingu um að fylgjast þurfi með þessum hópi á næstu árum til að reyna að sporna við því að þeir fái sykursýki 2. FINDRISK-matstækið auðveldar markvissara áhættumat þannig að hægt sé að bjóða þeim for- varnir sem fá 9 stig eða meira. Samtök í Kanada um forvarnir í heilbrigðisþjónustu benda á að á árunum 2008 til 2009 hafi greiningum á sykursýki 2 fjölgað um 50% hjá einstaklingum á ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 63 ! 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 19 21 Fj öl di Stig Mynd 2. Stöplarit sem sýnir fjölda þátttakenda eftir heildarstigum FINDRISK. Engin/lítil áhætta frá 0 til 8 stig (bláir stöplar) og frá 9 til 21 (gulir stöplar) sýnir þá sem eru í áhættuhóp. Tafla II. Skýringargildi breyta sem áhrif hafa á heildarstig FINDRISK við línulega aðhvarfsgreiningu Óstöðluð Staðalvilla Stöðluð p-gildi hallatala hallatala Kyn 1,6 1,0 0,16 0,109 Blóðsykur 1,16 0,57 0,20 0,044 Slagbilsþrýstingur 0,095 0,04 0,28 0,025 Hlébilsþrýstingur 0,112 0,07 0,21 0,089 R=0,26. Aðlagað R2=0,23. Tafla I. Meðaltal og staðalfrávik á lýð- og lífeðlisfræðilegum mælingum eftir kyni. Karlar (N=37) Konur (N=45) Meðaltal (spönn) Staðal-frávik Meðaltal (spönn) Staðal-frávik Aldur ár 41,0 (18–74) 15,9 43,91(20–69) 14,76 Hæð í cm 177,5(1,60–1,92) 7,2 164,5 (1,50–1.79) 6,6 Þyngd í kg 82,7 (51,1–108,6) 14,1 70,1(45–92,4) 13,5 Líkamsþyngdar-stuðull 26,0 (19–34,5) 3,8 26,1(17,4–40,7) 5,0 Ummál mittis í cm 91,7 (74–110) 10,7 84,8 (62–116) 11,5 Blóðsykur (mmol/l) 5,4 (4,3–9,3) 0,9 5,8 (4,6–9,0) 0,8 Blóðþrýstingur: Efri mörk (mmHg) 127 (105–165) 13 125 (100–170) 16 Neðri mörk (mmHg) 76 (60–100) 9 74 (55–97) 9,7

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.