Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 7 Frá ritnefnd afmælisritsins Þorgerður Ragnarsdóttir Christer Magnusson Helga Ólafs Þorgerður, Anna Gyða, Christer og Helga Anna Gyða Gunnlaugsdóttir Hvað er hjúkrun? Þótt liðin séu meira en 120 ár frá því fyrsti fullmenntaði hjúkrunarfræðingurinn, Christophine Jürgensen, síðar Bjarnhéðinsson, steig á land á Íslandi 1898 og heil öld frá stofnun Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna, verður þessari spurningu seint fullsvarað. Mörgum hjúkrunarfræðingum vefst tunga um tönn ef þeir eru beðnir um að lýsa starfinu sínu og í hverju sérstaða þess felst. Það hefur örlað á áhyggjum af því að einmitt þetta vandamál standi ímynd stéttarinnar fyrir þrifum. Samt hefur stéttarvitund hjúkrunarfræðinga ávallt verið sterk og þótt Christophine hefði ekki mikla reynslu þegar hún kom til landsins var hún í framvarðasveit þeirra sem stofnuðu stéttarfélag í nóvember 1919. Allar götur síðan hefur barátta fyrir menntun og kjörum hjúkrunar- fræðinga á Íslandi verið kjarninn í starfi félagsins, og ávallt með sjúklinginn í öndvegi. „Hvernig kemur það út fyrir sjúklinginn?“ spurði Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur og síðar forstjóri Landspítala, þegar rætt var um breytingar og uppstokkun á þjónustunni, til að beina athyglinni að því sem máli skipti. Flestum skilgreiningum á hjúkrun, þar á meðal þeirri sem Alþjóða- samband hjúkrunarfræðinga birtir, ber saman um að hjúkrun felist í umönnun fólks, óháð aldri, heilbrigði, fjölskyldum, hópum, samfélögum eða aðstæðum. Þessa umönnun geta hjúkrunarfræðingar veitt sjálfstætt eða í samvinnu við aðra. Starfssviðið spannar heilsueflingu, forvarnir gegn sjúkdómum, aðhlynningu fólks sem er heilsuveilt eða með fötlun, frá fæðingu til dauða. Hjúkrun felur einnig í sér að tala fyrir og stuðla að öruggu umhverfi, rannsóknum, þátttöku í mótun heilbrigðisstefnu, stjórnun heilbrigðisþjónustu, mótun heilbrigðiskerfa og miðlun fræðslu um heilbrigði. Þessa lýsingu, víða og breiða, er erfitt að hemja í knöppum texta sem auðvelt er að skella fram sem hnyttnu svari við spurningunni: Hvað er hjúkrun? Helsti veikleiki getur jafnframt reynst helsti styrkleiki, allt eftir því frá hvaða sjónarhóli er horft. Víddin og breiddin felur í sér töfra og óendanlega möguleika til vaxtar og þroska. Frumkvöðlum hjúkrunar á Íslandi varð það ljóst, löngu fyrir tíma tölvualdar, að miðla þyrfti þekkingu innan stéttarinnar og út til almennings. Það leið ekki á löngu þar til stjórn félagsins ákvað að gefa út tímarit „til að halda áhugamálum sínum vakandi, til þess að útbreiða þau og efla skilning á þeim.“ Fyrsta tölublað tímarits Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna kom út í júní 1925 og í leiðara er undirstrikað: „Við eigum að skrifa það allar. Við eigum að leggja það besta af þekkingu okkar og reynslu, af trú á málstað okkar og framsóknarhug.“ Nú eru hjúkrunarfræðingar orðnir svo margir og störf þeirra, bæði á vettvangi heilbrigðis- og félagsstarfa, svo fjölbreytileg að afmælisritið rúmar aðeins brot af heildinni. Ritnefnd 100 ára afmælisrits Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vildi þó reyna að varpa ljósi á fjölbreytni viðfangsefna hjúkrunarfræðinga á Íslandi í fortíð, nútíð og framtíð með einhverjum hætti og leitaði í þeim tilgangi fanga hjá fjölmörgum einstaklingum. Viðbrögðin voru bæði ánægjuleg og aðdáunarverð þó höfundum væri þröngur stakkur skorinn til að umfang ritsins yrði ekki of mikið. Flestir höfundarnir hefðu líklega glaðir skrifað lengri texta ef þeir hefðu mátt. Að sama skapi hefði verið gaman að geta varpað ljósi á ennþá fleiri hliðar hjúkrunar þótt glögglega megi sjá að angar hjúkrunar liggja víða og að samskiptabrautirnar eru margar og flóknar. Einhvers staðar varð að láta staðar numið. Öllum höfundum eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Meðal efnis í afmælisritinu eru endurlit og hugleiðingar núlifandi formanna félaga hjúkrunarfræðinga og minningar um aðra sem fallnir eru frá. Fleiri gegndu formennsku á mismunandi tímum þó þeirra sé ekki minnst sérstaklega að þessu sinni. Harriet Kjær var formaður fyrstu tvö árin, 1919-1921, Davide Warncke tók við af henni, 1921-1922, Anna Loftsdóttir var formaður 1960-1964, Svanlaug Árnadóttir 1977-1982 og Pálína Sigurjónsdóttir 1987-1988. Það er erfitt að flokka viðfangsefni hjúkrunar í hólf eins og skrúfur og nagla. Ef það væri hægt myndu töfrarnir hverfa. Hjúkrun er lifandi fag, starfsgrein og vísindagrein, sem andar í takt við samtímann, finnur sér nýja farvegi og á framtíðina fyrir sér í mannlegu samfélagi. Það er von ritnefndarinnar að efni afmælisritsins endurspegli að einhverju leyti mikilvægi hjúkrunar á Íslandi undanfarna öld og glæði trú hjúkrunarfræðinga á bjarta framtíð stéttinni til handa um ókomin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.