Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 12
12 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Það var í tíð Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra sem ríkisstjórnin ákvað að bjóða út byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis undir vinnuheitinu „Hjúkrunarheimili í Reykjavík – Einkaframkvæmd.“ Var þetta í fyrsta sinn sem ríkið óskaði eftir aðilum til að reka samfélagsverkefni innan heilbrigðisþjónustu hér á landi af þessari stærðargráðu. Erlendis var það vel þekkt og gekk undir skammstöfuninni PPI eða „Private Public Initiative.“ Einstakt tækifæri Öldungur hf., sem var í eigu Securitas og ÍAV, var stofnað árið 2000 til að bjóða í verkefnið og var ég fengin sem ráðgjafi til að vinna að tilboðinu. Mitt hlutverk var að setja fram hugmyndafræði og stefnu hjúkrunarþjónustunnar, koma að hugmyndavinnu í samráði við arkitekta um hönnun byggingarinnar sem best gæti uppfyllt þær þarfir og kröfur sem gerðar voru til starfseminnar. Þá var mér falið að setja fram mönnunaráætlun sem undirstöðu rekstraráætlunar og gera áætlun um húsbúnað og hjálpartæki, notkun velferðarlausna og upplýsingatækni svo fátt eitt sé nefnt. Eftir á að hyggja var verkefnið einstakt tækifæri til að fá að setja fram draumsýn um fyrirmyndarhjúkrunarheimilið. Hugmyndin sem tilboðið byggðist á vann samkeppnina og var gerður samningur við Öldung hf. um að leggja til og reka hjúkrunarheimili að Sóltúni 2 í Reykjavík og ég var ráðin framkvæmdastjóri Öldungs og hjúkrunarforstjóri hjúkrunar- heimilisins. Einstaklingsmiðuð hjúkrun og velferðartækni Það búa 92 íbúar í Sóltúni og koma þeir að langstærstum hluta frá Landspítala. Þeir eru fjölveikir, með mikið færnistap og hafa því orðið fyrir miklum missi. Þeir þurfa mikla hjúkrun og aðra meðferð. Lykilstefna heimilisins er að stuðla að vellíðan þeirra þrátt fyrir sjúkdómsbyrði og fötlun og skapa þeim sem mest lífsgæði í sinni stöðu. Til þess að svo megi verða leggur Sóltún áherslu á að laða til starfa hæft og umhyggjusamt starfsfólk. Það var metnaðarfullt starfsfólk sem réðst til starfa og vann að undirbúningi að opnun heimilisins. Lögð er áhersla á að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar hafi góða menntun og eru margir þeirra með framhaldsnám. Nokkrir hjúkrunarfræðingar eru með meistarapróf og sérfræðileyfi í hjúkrun. Á þeim 17 árum sem Sóltún hefur starfað hefur starfsfólk verið hvatt til náms og hafa margir menntað sig til starfa í heilbrigðisgeiranum. Til dæmis hafa margir umönnunarstarfsmenn lært til félagsliða og síðan áfram til sjúkraliða og loks til hjúkrunarfæðings. Starfsmannavelta hefur ávallt verið lítil, þrátt fyrir að skortur hafi verið á heilbrigðisstarfsfólki í samfélaginu, og starfsánægjukannanir komið vel út. Við opnun heimilisins 2002 var aðbúnaður íbúa og vinnuumhverfi starfsfólks skipulagt með þeim hætti sem best var hér á landi og er enn. Húsið er svokallað snjallt hús þar sem velferðartækni er innbyggð og upplýsingatækni notuð til hins ítrasta. Hjúkrunarvöktunarkerfið Vökull (Vigil) var fengið frá Norður- Ameríku en það er fullkomið kerfi hannað af verkfræðingum og hjúkrunarfræðingum til að sinna þörfum íbúa á hjúkrunarheimilum sem ekki geta notað hefðbundin bjöllukerfi Einkarekstur í hjúkrunarþjónustu - Sóltúnsþorpið Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Öldungs hf. og framkvæmdastjóri hjúkrunar í Sóltúni „LYKILSTEFNA HEIMILISINS ER AÐ STUÐLA AÐ VELLÍÐAN ÞEIRRA ÞRÁTT FYRIR SJÚKDÓMSBYRÐI OG FÖTLUN OG SKAPA ÞEIM SEM MEST LÍFSGÆÐI Í SINNI STÖÐU“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.