Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 16
16 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Fræðsla til sjúklinga, aðstandenda og annarra notenda heilbrigðisþjónustu er sjálfsagður hluti hjúkrunarstarfsins og stundum svo óaðgreinanlegur og samtvinnaður öðrum viðfangsefnum að hann nýtur ekki þeirrar athygli sem hann á skilið. Á hundrað ára afmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er vert að staldra við, líta til baka og fram á veginn og íhuga hlutverk hjúkrunarfræðinga í fræðslu og þróun hennar, þar með talið nýsköpun. Tvö sjónarhorn Fræðslu má líta á frá tveimur sjónarhornum, annars vegar sem hluta af allri hjúkrunar- meðferð og hins vegar sem meðferð í sjálfu sér. Í fyrra tilfellinu er fræðslan veitt þegar svokölluð kennslutækifæri (e. teachable moments) gefast, t.d. þegar lyf eru gefin, búið er um sár eða barn slasast. Við þessar aðstæður er fólk yfirleitt mjög móttækilegt fyrir fræðslu. Ef við lítum hins vegar á fræðslu sem meðferð í sjálfu sér er áhugavert að horfa til sögunnar. Saga sjúklingafræðslu sem fræðigreinar spannar ekki lengra aftur en til 7. áratugar síðustu aldar. Fram að því réð læknisfræðilegt módel í heilbrigðisþjónustu þar sem forræðishyggja var ráðandi og hlutverk sjúklingsins var að vera meðferðarheldinn. Róttækar breytingar í samfélaginu bæði vestanhafs og í Evrópu fóru síðan að hafa áhrif, farið var að setja spurningarmerki við forræðishyggjuna, um markmið meðferðar, hugtakið heilsu, heilbrigði og fleira. Hugtakið valdefling kom fram og réttur sjúklinga til fræðslu, svo þeir geti tekið ákvarðanir varðandi eigin heilsu, fór að fá hljómgrunn Meðfram endurskoðun á tilgangi fræðslu fóru heilbrigðisstarfsmenn að líta í eigin barm, og hæfni í samskiptum við sjúklinga komst í brennidepil. Fagið sjúklingafræðsla varð til. Stutt saga Erlendis var farið að gefa út skriflegt fræðslu- efni á heilbrigðisstofnunum á 7. áratugnum. Koma myndbanda og síðar geisladiska á 8. áratugnum varð til þess að hægt var að búa til myndrænt fræðsluefni. Stærsta byltingin varð þó með tilkomu tölva og síðar internetsins í kringum 1990. Í þessu sambandi er vert að nefna nokkur dæmi um framsýni hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Segja má að sjúklingafræðsla hafi fengið byr undir báða vængi í lok 9. áratugarins. Með tilkomu fræðslustjóra og svokallaðra K-staða hjúkrunarfræðinga, sem Hjúkrunarfræðingar sem fræðarar - horft til framtíðar Dr. Brynja Ingadóttir sérfræðingur í hjúkrun og lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ „HELSTU VIÐFANGSEFNI Í SJÚKLINGAFRÆÐSLU FRAMTÍÐARINNAR ERU AÐ ÞJÁLFA BÆÐI HEILBRIGÐISSTARFSFÓLK OG SJÚKLINGA OG AÐ BEITA RAFRÆNUM LAUSNUM (E-HEALTH) Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNI“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.