Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 17 veittu rými til verkefnastarfa, var farið að gefa út mikið af skriflegu fræðsluefni fyrir sjúklinga og eitthvað af myndböndum. Þegar opnar hjartaskurðaðgerðir hófust á Íslandi árið 1986 innleiddu hjúkrunarstjórnendur formlega skipulagða fræðslu fyrir hvern sjúkling, en þetta fyrirkomulag markaði ákveðin tímamót í fræðslu skurðsjúklinga og hefur haldist alla tíð síðan. Síðar hófst svo formleg útskriftarfræðsla sem festist í sessi. Á barnaspítalanum var unnið frumkvöðlastarf með stofnun fræðsluhorns fyrir foreldra árið 1993 og a.m.k. þrír hjúkrunarfræðingar hafa prófað tækninýjungar í fræðslu og stuðningi við skjólstæðinga í doktorsnámi sínu, þær Helga Bragadóttir (2008), Anna Ólafía Sigurðardóttir (2014) og Brynja Ingadóttir (2017). Hjúkrunarfræðingar hafa einnig unnið töluvert starf við gerð fræðsluefnis á vefsíðum fyrir ólíka sjúklingahópa, innan stofnana og utan. Það er þó áhyggjuefni að hefðbundin munnleg fræðsla og skriflegt fræðsluefni eru enn ríkjandi aðferðir og miðlar í fræðslu hjúkrunarfræðinga, líkt og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Það er tímabært að taka kennsluaðferðir og miðla til gagnrýnnar endurskoðunar og íhuga hugtök eins og heilsulæsi og valdeflingu í því sambandi. Í fyrsta lagi gætu hjúkrunarfræðingar bætt frammistöðu sína í munnlegri fræðslu með því að læra og nota aðferðina „kenndu-aftur“ (teach-back) sem er gagnreynd aðferð til að meta og tryggja að munnleg fræðsla hafi skilað sér rétt. Í öðru lagi er tímabært að spyrja hvort og hvaða gagnreynd þekking er notuð við gerð fræðsluefnis, þ.m.t. skriflegs efnis, ekki bara varðandi innihaldið heldur einnig við framsetningu efnisins. Hver er það sem metur fræðsluþarfir markhópsins og voru fulltrúar hans hafðir með í ráðum við gerð efnisins? Sjúklingar hafa margvíslegar fræðsluþarfir en fræðsluefni einskorðast gjarnan við upplýsingar um sjúkdóm, meðferð og áhrif á daglegar athafnir. Í þriðja lagi, með tilkomu internetsins og aragrúa vefsíðna sem því fylgir, er komið nýtt verkefni. Hjúkrunarfræðingar þurfa að geta leiðbeint sjúklingum í völundarhúsi internetsins, að þekkja hvaða vefsíður og smáforrit eru til og geta metið gæði þeirra. Ekki er verra að þeir hafi frumkvæði og taki þátt í að móta slíkar upplýsingaveitur. Hvort tveggja gæti verið tilvalið samvinnuverkefni fyrir fagdeildir hjúkrunarfræðinga. Framtíðarverkefni Helstu viðfangsefni í sjúklingafræðslu framtíðarinnar eru að þjálfa bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga og að beita rafrænum lausnum (e-health) í heilbrigðisþjónustunni. Ekki hentar öllum það sama og það skiptir máli fyrir sjúklinga að fjölbreyttar aðferðir við miðlun upplýsinga standi þeim til boða. Vefsíður, spjallþræðir, leikir og smáforrit eru dæmi um möguleika nútímans þar sem gagnvirkni spilar mikilvægt hlutverk og styður við nám einstaklingsins. Auk þess hefur tæknin gert sjúklingum kleift að fylgjast með einkennum sínum og líðan betur og nú er hægt að koma þeim upplýsingum rafrænt áfram til heilbrigðisstarfsmanna. Slík verkefni eru nú í gangi í tengslum við nýja Heilsuveru (lokaðan þjónustuvef landlæknisembættisins og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins) með þátttöku hjúkrunarfræðinga. Líklegt er að hjúkrunarfræðingar fái það hlutverk í framtíðinni að bregðast við slíkum rafrænum upplýsingum frá sjúklingum og aðstoða þá við að draga lærdóm af slíku eftirliti. Á Landspítala eru tvö nýsköpunarverkefni hjúkrunarfræðinga í gangi í tengslum við sjúklingafræðslu. Þau snúast bæði um gerð tölvuleikja, annar er ætlaður fullorðnum og er um verkjameðferð eftir skurðaðgerð, hinn um undirbúning svæfingar fyrir smábörn. Með þessum verkefnum og rannsóknum þeim tengdum er verið að nýta nýja gagnreynda þekkingu og möguleika tækninnar til að koma fræðslu á framfæri. Tölvuleikir, eins og allir leikir, búa yfir eiginleikum sem styðja við nám. Þeir geta örvað áhugann með því að vera skemmtilegir, krefjast lausnar vandamála og veita endurgjöf. Þá má leika margsinnis þar til nám hefur átt sér stað. Síðast en ekki síst eiga leikir það sameiginlegt að einstaklingurinn spilar þá sjálfviljugur. Þannig geta tölvuleikir orðið viðbót við annað fræðsluefni og geta hentað og höfðað betur til sumra sjúklinga en annarra. Möguleikar þeirra í fræðslu barna, þeirra sem ekki kunna tungumálið eða hafa lítið heilsulæsi eru sérstaklega áhugaverðir. Ég hvet hjúkrunarfræðinga til að taka höndum saman og skilgreina fræðslu sem eitt af mikilvægum hlutverkum hjúkrunar til framtíðar, að stjórna þróunarvinnu innan sinna stofnana, að vera djarfir og þora að prófa eitthvað nýtt og nota rannsóknir til að safna þekkingu um áhrif nýrra aðferða í miðlun fræðslu. Áhugasömum bendi ég á félagssamtökin International Association for Communi- cation in Healthcare (each.eu) en innan þeirra er nýstofnuð Íslandsdeild sem mun láta að sér kveða í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.