Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 19
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 19 Í kjölfar efnahagshrunsins voru hugmyndir arkitektanna CF Möller lagðar til hliðar og ákveðið að endurmeta allar forsendur byggingarverkefnisins í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Til þess verks voru fengnir sérfræðingar frá norsku hönnunar- og ráðgjafarfyrirtæki. Til að gera langa sögu stutta þá var í lok ársins 2009 ákveðið að endurvekja verkefnið en nú með þeim formerkjum að stækka spítalann á Hringbrautarlóðinni og byggja nýtt sjúkrahús fyrir alla bráðastarfsemina, rannsóknarhús og sjúkrahótel. Hafist var handa við undir- búning hönnunarsamkeppni fyrir forhönnun nýbygginga Landspítala. Ég átti sæti í dóm- nefndinni vegna þeirrar samkeppni sem var undir forystu Guðrúnar Ágústsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa í Reykjavík. Nefndin tók sér góðan tíma og fannst mér þessi vinna mjög lærdómsrík og skemmtileg. Niðurstaðan var samhljóða, valin var tillaga arkitektahópsins SPITAL og síðar var samið við hann um forhönnunina og tillögu að deiliskipulagi á Landspítalalóðinni. Ávallt voru starfsmenn Landspítala tilbúnir til samstarfs við hönnuði, en á annað hundrað starfsmenn í 16 notendahópum tóku þátt í forhönnuninni að þessu sinni. Áhersla var og er enn á þátttöku starfsmanna Landspítala við hönnun nýs sjúkrahúss. Á þessum tíma var stofnað félagið Nýr Landspítali ohf. (NLSH). Var því falið með lögum að hafa yfirumsjón með byggingar- verkefninu. Arkitektahópurinn SPITAL lauk forhönnun nýbygginga Landspítala árið 2012. Það var svo haustið 2015 sem samið var við hönnunarteymið Corpus um fullnaðarhönnun meðferðarkjarnans og stendur sú vinna enn. Áhugahópur stofnar landssamtökin Spítalinn okkar Að mati margra var lítill áhugi á að drífa verkefnið áfram og lítið heyrðist frá stjórn- völdum allt árið 2013. Það ár hittist lítill hópur fólks sem hefur brennandi áhuga á þróun heilbrigðisþjónustu og ekki síst á velferð Landspítala. Mikill samhljómur var í hópnum og niðurstaðan var að stofna samtök sem hefðu það að meginmarkmiði að nýtt húsnæði Landspítala verði byggt hið fyrsta. Spítalinn okkar – landsamtök um uppbyggingu Land- spítala voru stofnuð í apríl 2014 og var ég kosin formaður á stofnfundinum. Stofnfélagar settu sér það markmið fyrst að auka stuðning og skilning meðal almennings, stjórnvalda og fjárfesta á nauðsynlegri uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala. Samtökin vildu koma af stað umræðu um húsakost Landspítala og hvers vegna ekkert mátti verða til að tefja nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis fyrir starfsemi Landspítala. Meginmarkmið okkar nú er að fylgja eftir því markmiði að ekkert tefji þá uppbyggingu sem er hafin. Það er mikið gleðiefni að í stjórnarsáttmála og ríkisfjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar er uppbygging Landspítala við Hringbraut gerð að forgangsmáli. Óhætt er að segja að fyrri ríkisstjórnir hafi einnig stutt uppbygginguna með margvíslegum hætti. Uppbyggingu Landspítala miðar áfram. Nýtt og fullbúið sjúkrahótel verður tekið í notkun innan fárra vikna. Öll aðstaða þar er til fyrirmyndar. Sjúkrahótelið er mikilvæg viðbót við húsnæði Landspítala og mun bæta þjónustu við fólk sem þarf á þjónustu spítalans að halda án þess að þurfa að leggjast inn. Nú er unnið við undirbúning byggingar- framkvæmda við meðferðarkjarnann. Áætlanir eru um að ljúka byggingu hans árið 2025. Að mínu mati mega engar tafir verða á verkefninu eigi það markmið að nást. Ég nýt þeirra forréttinda að geta fylgst reglulega með framgangi verkefnisins þar sem ég er formaður Spítalans okkar. Sjónarmiðum Spítalans okkar er reglulega komið á framfæri við rétta aðila, stjórnvöld og stjórnendur Nýs Landspítala ohf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.