Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 20
20 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Á hjúkrunarheimilinu sem ég starfa á veitum við afbragðs- þjónustu í dag. Við erum eldklár í að sinna líkamlegum þörfum skjólstæðinga okkar og þegar veikindi eiga sér stað erum við fljót að bregðast við með viðeigandi meðferð. En skjólstæðingar okkar eru ekki bara líkamlegir, þeir eru líka andlegir og félagslegir. Eins og hlutunum er háttað í dag höfum við takmarkaðan tíma til að sinna öllum þörfum þeirra. Þetta er ástand sem stafar að miklu leyti af skorti á starfsfólki, þá sérstaklega með heilbrigðismenntun sem bakgrunn. Með tilkomu nýlegra tækniframfara, hinnar svokölluðu fjórðu iðnbyltingar, gæti skapast tækifæri til að bæta úr þessu. Þegar öllum daglegum verkum er lokið á vaktinni gefst örsjaldan tækifæri til að setjast niður og pústa aðeins. Þá gæti maður ímyndað sér að ætti að gefast tími til að sinna félagslegum og andlegum þörfum íbúanna. En starfsfólkið er þreytt og nánast bugað. Neistinn sem dreif suma áfram er kulnaður. Það er ekkert eldsneyti eftir. Starfsfólkið biður um fjölgun á stöðugildum til að létta álaginu, en fjármunum er varið í annað. Við erum að hugsa um fólkið sem dró vagninn með handafli og skilaði okkur þeirri velferð sem við njótum í dag. Það upplifði skort og harðindi, dró fisk úr sjó með berum höndum og ræktaði landið krjúpandi á knjánum í moldinni. Það sá byltinguna fæðast. Þegar ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að fá tækifæri til að kynnast íbúunum hef ég hlustað á sögur þeirra af fullri athygli. Afi minn sagði mér eitt sinn sögu af manni frá Siglufirði. Hann hafði verið úti á bryggju að saga planka. Eftir að hafa sagað nokkra stund féll hann í sjóinn þegar plankinn hrökk í sundur. Hann hafði víst setið vitlausum megin. Upp frá því var hann kallaður Láki á plankanum. Einn af skjólstæðingum mínum þekkti þennan mann og man vel eftir honum. Við hlógum að sögunni af Láka á plankanum saman. Ég gæti talið upp margar aðrar slíkar sögur. Þetta eru félagslegar og andlegar þarfir. Þegar við sinnum þessum þörfum lærum við að þekkja manneskjuna sem við erum að sinna. Þá verðum við enn færari á okkar sviði. Mun fjórða iðnbyltingin breyta störfum hjúkrunarfræðinga? Gunnar Bergmann Steingrímsson hjúkrunarfræðingur á Höfða, Akranesi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.