Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 22
22 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Ég tók við sem formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga á aðalfundi félagsins í maí 2013. Forsaga þess er nokkuð mögnuð. Í kjölfar hrunsins og áranna þar á eftir var mikil ólga meðal hjúkrunarfræðinga. Árið á undan höfðu hjúkrunarfræðingar á Landspítala sagt upp störfum vegna launahækkunar sem þáverandi forstjóri Landspítala fékk. Hjúkrunarfræðingar, líkt og annað starfsfólk Landspítala, höfðu tekið höndum saman um að sjá til þess að heilbrigðisþjónustan héldi velli þrátt fyrir mikinn niðurskurð og sparnað á spítalanum. Fólk hafði lagt sig allt fram til að hlutirnir gengju upp og var áðurnefnd launahækkun forstjórans sem blaut tuska í andlit hjúkrunarfræðinga. Ég ákvað að bjóða mig fram til formannssetu í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga eftir mikla hvatningu frá hjúkrunarfræðingum víðs vegar að. Ég tók þessari hvatningu ekki alvarlega í fyrstu og taldi að um grín væri að ræða. Eftir að fleiri og fleiri hjúkrunarfræðingar hvöttu mig til framboðs fór ég að íhuga málið af alvöru og ákvað að slá til. Æsispennandi kosningabarátta Þegar framboðsfresturinn var liðinn kom í ljós að við vorum sex hjúkrunarfræðingar í framboði. Þar af voru hjúkrunarfræðingar með mikla stjórnunarreynslu og þeir höfðu verið mun meira áberandi í hjúkrunarsamfélaginu en ég hafði verið. Taldi ég því ólíklegt að ég yrði fyrir valinu en leit á þetta sem góða leið til að koma mínum áherslumálum í sviðsljósið og skapa umræðu um þau. Eftir æsispennandi kosningabaráttu, sem endaði á að kjósa þurfti tvisvar, stóð ég uppi sem formaður. Það kom mörgum mjög á óvart og ekki síst mér. Allt í einu stóð ég þarna 33 ára gamall og orðinn formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það var kvíðablandin spenna sem ólgaði innan í mér fyrstu vikurnar eftir að úrslit voru kunn og þar til ég tók við starfinu. Kvíðinn hvarf þó fljótt þegar ég kynntist því frábæra fólki sem er í starfi hjá félaginu. Þar voru allir boðnir og búnir að aðstoða mig og koma mér inn í starfið. Við hjúkrunarfræðingar eigum þessu starfsfólki mikið að þakka. Hækkun grunnlauna og styttri vinnuvika Mín aðaláherslumál voru að reyna að hækka grunnlaun hjúkrunar- fræðinga ásamt því að stytta vinnuvikuna. Mikið af minni formannstíð fór í að gera kjara- og stofnanasamninga og því óvenjumikil áhersla lögð á kjara- og réttindamál félagsmanna. Ég hef sjaldan séð svo góða samstöðu meðal hjúkrunarfræðinga eins og skapaðist árið 2015. Kröfur félagsins voru byggðar á góðum og sanngjörnum útreikningum þar sem við sýndum fram á að þróun launa hjúkrunarfræðinga var ekki í samræmi við þróun launa hjá öðrum stéttum með sambæri- lega menntun. Launin endurspegluðu alls ekki ábyrgðina sem hjúkrunarfræðingar báru né heldur virtust reglur um framboð og eftirspurn eiga við. Mikil barátta hófst og þegar rök ríkisvaldsins voru hrakin hvert af öðru var komin upp pattstaða. Lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og kjör okkar sett í gerðardóm. Gerðardómurinn tók rök hjúkrunarfræðinga gild að mörgu leyti og skilaði okkur um 20% launahækkun en það varð ekki til þess að staða hjúkrunarfræðinga í launamálum batnaði. Allir aðrir fengu svipaða hækkun og hjúkrunarfræðingar og við því enn á röngum stað í launa- röðum miðað við aðrar stéttir, að okkar mati. Formaður á miklum baráttutímum FRÁ FYRRVERANDI FORMANNI Ólafur Guðbjörn Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2013-2016 1915 1915 Hjúkrunarfélagið Líkn stofnað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.