Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 23
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 23 Í minni formannstíð lögðum við ríka áherslu á fagleg málefni hjúkrunar. Brann ég fyrir því að hæfni og þekking hjúkrunarfræðinga væri nýtt sem skyldi. Félagið átti nokkra fundi með heilbrigðisráðherra og hóf umræðuna um víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga við heilbrigðisráðuneytið en því starfi var svo viðhaldið af núverandi formanni. Við áttum öfluga fulltrúa hjúkrunarfræðinga í alþjóðlegu samstarfi auk þess sem lagðar voru fram fyrstu hugmyndir að afmælisári Fíh árið 2019. Við unnum mörg önnur verkefni sem hægt er að sjá í ársskýrslum félagsins frá þessum tíma. Miklar breytingar urðu á starfsmannahaldi og skipulagi á skrifstofunni og allri lagaumgjörð félagsins í formannstíð minni. Ekki er hægt að horfa til baka án þess að nefna eitt erfiðasta málið sem við hjúkrunarfræðingar höfum lent í. Það var þegar hjúkrunarfræðingur var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Sem betur fer kom hið sanna í ljós og hjúkrunarfræðingurinn var sýknaður. Þetta atvik varpaði þó ljósi á hversu mikil ábyrgð hjúkrunarfræðinga er við dagleg störf við hjúkrun sjúklinga. Þetta var mál sem snerti okkur öll í hjartastað og situr enn í okkur. Hæfni og þekking hjúkrunarfræðinga Í lokaorðum mínum í þessum pistli langar mig að horfa til framtíðar. Hjúkrunarfræðingar eru, að mínu mati, sú heilbrigðisstétt sem býr yfir þekkingu og hæfni sem ekki er nýtt að fullnustu. Kollegar okkar í Bandaríkjunum eru mun lengra komnir í því að nýta þekkingu og hæfni heilbrigðisstarfsmanna þar sem hennar er best notið. Hér á landi erum við enn föst í sílóum hverrar stéttar sem stendur vörð um sína hagsmuni. Heilbrigðiskerfið getur nýtt hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga betur en nú er gert þannig að það komi sjúklingum til góða, stytti biðtíma í heilbrigðiskerfinu og auki starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Mikið af vanda heilbrigðiskerfisins í dag er hægt að leysa með þátttöku hjúkrunarfræðinga og myndu þær lausnir vafalaust draga þá hjúkrunarfræðinga sem ekki starfa við hjúkrun aftur inn í fagið. Launamálin eru enn í ólestri og ber ég mikla von í brjósti um að breyting verði á því nú í næstu kjarasamningum. Til þess að það takist þarf öfluga samstöðu hjúkrunarfræðinga og það krefst þess að við stöndum þétt við bakið á Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga meðan á baráttunni stendur. Áfram hjúkrunarfræðingar! Mynd úr herferð félagsins „Karlmenn hjúkra“ frá árinu 2017.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.