Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 24
24 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Á hundrað ára afmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru merkilegir tímar framundan fyrir hjúkrun og hjúkrunarfræðinga, tímar óendanlegra tækifæra og mikilla úrlausnarefna. Eftirspurn eftir hjúkrun á eftir að aukast verulega á næstu árum og áratugum með hækkandi aldri þjóðarinnar og fjölgun einstaklinga sem lifa með langvinna sjúkdóma. Þetta gerist á sama tíma og mikill skortur er á hjúkrunarfræðingum, bæði hér á landi og alþjóðlega. En þetta eru líka tímar örra tækniframfara og samfélagsbreytinga þeim samhliða. Mörgum er tíðrætt um fjórðu iðnbyltinguna og hvaða áhrif hún muni hafa á þróun einstakra starfa. Ljóst er að hjúkrunarfræði er ein af þeim starfsgreinum sem á eftir að lifa af þær miklu breytingar sem tæknibyltingin hefur í för með sér, og ekki aðeins það, þörfin fyrir hjúkrunar- fræðinga á eftir að aukast enn frekar, og spáð er að atvinnutækifærum fyrir hjúkrunarfræðinga fjölgi hraðar en fyrir nokkra aðra starfstétt á næstu tíu árum. Það er hins vegar nokkuð ljóst að störf hjúkrunarfræðinga eiga eftir að breytast með tilkomu aukinnar tækni og að við getum ekki fullnægt vaxandi þörf fyrir heilbrigðisþjónustu með því að gera bara meira af því sem við höfum gert hingað til. Framlag hjúkrunar Alþjóðastofnanir og fagfélög hafa leitað svara við því hvernig hægt verður að takast á við framtíðarþörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Í tímamótaskýrslu, sem unnin var árið 2011 í samstarfi Institute of Medicine í Bandríkjunum og Robert Wood Johnston Foundation, „The Future of Nursing“, var leitað svara við því hvernig hægt væri að bregðast við aukinni þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Meginniðurstöður skýrslunnar voru þær að lykillinn að því að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu fælist í því að efla hjúkrun, fjölga hjúkrunarfræðingum, mennta þá betur, tryggja þátttöku þeirra í ákvarðanatöku um heilbrigðismál og fela þeim fleiri verkefni. Sömuleiðis hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) lagt á það áherslu að efla beri hjúkrun á heimsvísu til að tryggja bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. WHO hefur einnig lagt áherslu á að bæta menntun, útvíkka starfssvið og auka þátttöku hjúkrunarfræðinga í ákvarðanatöku. Í nýlegri skýrslu „All-Party Parliamentary Group on Global Health“ frá Bretlandi er því haldið fram að nauðsynleg forsenda þess að tryggja öllum jarðarbúum aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé að styrkja hjúkrun á heimsvísu. Í því felist ekki aðeins að fjölga hjúkrunarfræðingum heldur líka að tryggja að við skiljum framlag hjúkrunar og að hjúkrunarfræðingar fái að nýta að fullu þekkingu sína. Í skýrslunni er því haldið fram að með því að styrkja hjúkrun sé stuðlað að bættri heilsu, auknu jafnræði kynjanna og sterkari efnahag. Sjúklingamiðuð þjónusta og virk þátttaka í eigin meðferð Almenningur á Vesturlöndum gerir sífellt meiri kröfur um gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu og til þess að vera virkir þátttakendur í eigin meðferð. Slíkt krefst þess að sjúklingar séu nægilega upplýstir til að geta tekið ákvarðanir og að réttur þeirra til sjálfsákvörðunar sé virtur. Aðgengi að upplýsingum er mjög mikið en upplýsingarnar eru misáreiðanlegar. Hjúkrunarfræðingar gegna hér lykilhlutverki enda hefur sjúklingafræðsla alla tíð verið mikilvægur hluti í heildrænni nálgun hjúkrunar. Samhliða áherslu á sjúklingamiðaða þjónustu hefur orðið ör þróun í að efla sjúklinga til sjálfsumönnunar. Þjónusta og þjónustuform eru að breytast þannig að á sjúkrahús koma aðeins þeir sem veikastir eru hverju sinni og megináhersla er á þjónustu á dag- og göngudeildum og inni á heimilum fólks. Þannig er sífellt meiri áhersla á að sjúklingar með langvinna sjúkdóma geti dvalið heima hjá sér þar sem reynir á getu þeirra til sjálfsbjargar. Hjúkrunarfræðingar munu gegna enn mikilvægara hlutverki í að styðja sjúklinga í gegnum langvinn veikindi. Hlutverk þeirra er og verður að vera n.k. leiðsögumenn eða þjónustustjórar sem leiðbeina og styðja sjúklinga í gegnum flókið þjónustuferli á mörgum þjónustustigum. Á sama tíma verða aðeins veikustu sjúklingarnir hverju sinni til meðferðar á sjúkrahúsum en það aftur gerir kröfu til þess að hjúkrunarfræðingar búi yfir nægilegri þekkingu og færni til að sinna svo veikum einstaklingum. Á síðustu árum hefur fjöldi rannsókna rennt stoðum undir tengsl mönnunar í hjúkrun og öryggis sjúklinga. Þannig skiptir ekki aðeins máli sá fjöldi sjúklinga sem hver hjúkrunarfræðingur sinnir heldur einnig hlutfall hjúkrunarfræðinga miðað við annað minna menntað starfsfólk við umönnun. Einnig styðja rannsóknir það að afdrif sjúklinga eru betri eftir því sem hjúkrunarfræðingar eru betur menntaðir. Þarfir sjúklinga og óskir hafa ekki alltaf legið til grundvallar við skipulag heilbrigðisþjónustu Framtíðarsýn fyrir hjúkrun Dr. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala og prófessor við hjúkrunarfræðideild HÍ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.