Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 28
28 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Ég var beðin um að lýsa reynslu minni af samstarfi við hjúkrunarfræðinga í þessum pistli. Margt kemur upp í hugann enda hafa hjúkrunarfræðingar verið nánir og góðir samstarfsmenn, bandamenn og vinir í gegnum allan minn starfsferil. Sem nemi og sem ungur læknir uppgötvaði ég fljótt að margt var hægt að læra af hjúkrunarfræðingum. Þá hef ég unnið með hjúkrunarfræðingum sem sinnt hafa sérhæfðri hjúkrun og þjónustu á ýmsum deildum Landspítala, verkefnastjórnun, mannauðsmálum, gæðamálum, stjórnun og nú síðast málefnum á nær öllum fagsviðum hjá Embætti landlæknis. Þessi fjölbreyttu verkefni hjúkrunarfræðinga endurspegla hátt menntunarstig, getu og afl stéttarinnar hér á landi. Ég ætla að ræða aðeins nánar um samstarf mitt við hjúkrunarfræðinga við eflingu gæða og öryggis. Gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu Með gæðum í heilbrigðisþjónustu er átt við að öryggi sé haft í hávegum þannig að sjúklingar hljóti ekki skaða af þjónustunni, hún sé rétt tímasett þannig að biðtími sé innan marka og að þjónustan sé árangursrík, það er byggð á bestu þekkingu og aðferðum. Aðrir þættir gæða eru skilvirkni, sem sé að nýting aðfanga sé hagkvæm, jafnræði og notandamiðun þjónustu. Það er að mörgu að hyggja þegar tryggja á gæði og öryggi. Ljóst er að menntun og reynsla skiptir miklu og brýnt er að mönnun hæfi álagi og verkefnum. Hvers kyns skipulag og verkferlar, öll samskipti sem og starfsumhverfi eru einnig afar mikilvægir þættir. Áætlað er að allt að 10% sjúklinga á bráðadeildum verði fyrir óvæntum atvikum og því brýnt að leita allra leiða til að efla gæði og öryggi. Allt frá tímum Florence Nightingale hafa hjúkrunarfræðingar verið lykilstétt í eflingu gæða og öryggis í heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að mönnun starfa hjúkrunarfræðinga og nálægð þeirra við sjúklinga getur haft mikil áhrif á gæði þjónustu og öryggi sjúklinga. Enn fremur hafa hjúkrunarfæðingar verið ötulir við að vinna að stöðugum umbótum í þjónustu. Florence Nightingale lagði einmitt áherslu á að ekki væri nóg að hver einstaklingur velti fyrir sér hvernig hann sjálfur gæti alltaf gert rétt heldur hvernig hægt væri að tryggja að verkið væri ávallt rétt gert. Gæðastarf á gjörgæsludeild Í starfi mínu sem yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut voru hjúkrunar- fræðingar ötulir samstarfsmenn þegar kom að því að efla gæði og öryggi. Árið 2006 var farið í átaksvinnu þar að lútandi. Hjúkrunarfræðingar létu svo sannarlega ekki sitt eftir liggja, ég vil nefna sérstaklega klíníska sérfræðinga og gæðastjóra deildarinnar sem voru lykilaðilar í þessari vinnu. Unnið var út frá markvissri skráningu og úrvinnslu atvika. Haldnir voru mánaðarlegir gæða- og umbótafundir þar sem starfsmenn tóku þátt í að greina atvikin með það að markmiði að bæta ferla til að fyrirbyggja frekari atvik. Ávinningurinn kom fljótt í ljós. Til dæmis fækkaði lyfjaatvikum umtalsvert. Lögð var áhersla á sýkingavarnir, sérstaklega hvernig fækka mætti öndunarvélatengdri lungabólgu og sýkingum vegna æðaleggja. Í kjölfarið voru gerðar kannanir á algengi þeirra sýkinga og var árangur deildarinnar varðandi þá gæðavísa sambærilegur við það sem best þekktist erlendis. Þá var unninn og innleiddur gátlisti varðandi öryggisatriði er tengjast nánasta umhverfi gjörgæslusjúklings og annar gátlisti varðandi mikilvægustu atriði meðferðar og markmið hvers dags. Gefinn var sérstakur gaumur að viðmiðum fyrir útskrift og tíðni Ötulir samstarfsmenn í umbótastarfi Dr. Alma Dagbjört Möller landlæknir 1924 Sigríður Eiríksdóttir verður formaður Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.