Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 29
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 29 endurinnlagna. Einnig var lögð áhersla á þrýstingssáravarnir auk þess sem hugað var að áliti og ánægju aðstandenda. Loks má nefna tvö gæðaverkefni sem snéru að aukinni samvinnu við aðrar deildir spítalans og þar sem hjúkrunarfræðingar skiptu miklu máli. Annars vegar voru afskipti gjörgæsluteymis af sjúklingum á legudeildum, svokallaðs GÁT- teymis, og hins vegar eftirfylgni þeirra veikustu að lokinni útskrift af gjörgæslu. Bæði þau verkefni hafa lifað og eflst. Öryggi og líðan starfsmanna Við heilbrigðisstarfsfólk vinnum mikilvæg og gefandi störf, við að bjarga mannslífum og við að bæta heilsu og líf fólks. Það gerum við með því að beita gagnreyndum vísindum og aðferðum en einnig með því að gefa af okkur til skjólstæðinganna, miðla von og geisla öryggi og trausti. Því þurfum við að vera vel stemmd í vinnunni og hlúa vel að okkur sjálfum. „Við getum ekki gefið það sem við eigum ekki sjálf,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Maureen Bisognano sem nú stýrir einni virtustu stofnun í heimi á sviði öryggis og gæðamála, IHI í Bandaríkjunum. Kulnun starfsfólks í heilbrigðisþjónustu er mikið áhyggjuefni og þarf að beita öllum tiltækum ráðum til að sporna við. Kulnun hefur slæm áhrif á einstaklinginn, vinnustaðinn og getur beinlínis komið niður á gæðum og öryggi meðferðar. Ábyrgð vinnuveitanda er vissulega mikil en við eigum öll að sameinast um að skapa þannig umhverfi að við mætum stolt og glöð til vinnu og förum enn stoltari heim. Við þurfum að hlúa að eigin heilsu og líðan: hreyfa okkur, borða skynsamlega, sofa vel, rækta geðið og viðhafa góð samskipti, efla en líka hvíla andann og umgangast áfengi og lyf með mikilli varúð. Fram undan eru mikil viðfangsefni í heil- brigðiskerfinu og breytingar óumflýjanlegar. Við verðum öll að leggja okkar af mörkum, byrja á að líta í eigin barm og skoða hvað hver og einn getur gert til að stuðla að betri framtíð innan heilbrigðiskerfisins. Efling gæða og öryggis skiptir miklu máli, það er ekki einungis siðferðilega, lagalega og faglega rétt heldur beinlínis fjárhagslega hagkvæmt. Fyrir liggur að innleiða Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til ársins 2030. Sú áætlun, sem meðal annarra var unnin af hjúkrunarfræðingum hjá Embætti landlæknis, byggist á markvissu umbótastarfi, notkun gæðavísa, skráningu og úrvinnslu atvika auk þjónustukannana til að viðhorf notenda komi fram. Ljóst er að hjúkrunarfræðingar verða mikilvægir í þeirri vinnu og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs við stéttina! Sigríður Eiríksdóttir verður formaður Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna „Í STARFI MÍNU SEM YFIRLÆKNIR Á GJÖRGÆSLUDEILD LANDSPÍTALA VIÐ HRINGBRAUT VORU HJÚKRUNAR- FRÆÐINGAR ÖTULIR SAMSTARFSMENN ÞEGAR KOM AÐ ÞVÍ AÐ EFLA GÆÐI OG ÖRYGGI“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.