Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 47
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 47 fyrirlestrum að fyrirbærið slys væri ekki bara eitthvað sem gerðist út af engu. En þetta hafði ég lært á ráðstefnunni þar sem voru birtar niðurstöður rannsókna á margra ára slysavarnastarfi. Og sjálfsagt höfðu allar þjóðir verið búnar að glíma við þetta viðhorf, kannski 20-30 árum fyrr. Ég var sem sagt að spá í það hvernig ég gæti náð til fólks og hafði samband við Heilsuverndarstöðina sem hafði þá það hlutverk að vera ráðgefandi í heilsuvernd fyrir allt landið. Ekki til í orðabókinni minni að hætta og gefast upp Fjármögnun ævistarfs Herdísar virðist aldrei hafa verið almennilega tryggð og verkefnið hefur færst hring eftir hring í kerfinu: frá Slysavarnafélaginu, til Heilsuverndarstöðvarinnar, til ríkisins og loks til einkaaðila þar sem Miðstöð slysavarna barna er núna. En skýtur ekki skökku við að það séu einkafyrirtæki sem haldi lífinu í þessu mikilvæga verkefni en ekki hið opinbera? Jú, það gerir það. En ég er hætt að láta það hafa áhrif á mig. Það sem er líka ákaflega merkilegt er að það er alltaf verið að tala um heilbrigðiskerfið og hvað þrengi mikið að því og allt það, en til þess að skapa gott heilbrigðiskerfi þarf að vera með gífurlega öflugar forvarnir samhliða. Það er svo kjánalegt hvernig kerfið okkar er; við erum annars vegar með meðferðargeirann og hins vegar forvarnageirann og þessir geirar eru aðskildir, en forvarnirnar þurfa að vera hluti af kerfinu. Þannig er hægt að ná árangri. En þetta náttúrlega er ekkert í lagi, sérstaklega af því að það er í lögum að það eigi að stunda slysavarnir. Það er hins vegar ekki til í orðabókinni minni að gefast upp. Í samvinnu við höfuðstöðvar Ikea Og nú ertu á leið með verkefnið út í heim, ekki satt? Ég byrjaði í samstarfi við Ikea árið 2006. Fyrir þremur árum ákváðu forsvarsmenn Ikea á Íslandi að segja frá þessu samstarfi og í framhaldinu var það kynnt í höfuðstöðvunum í Svíþjóð. Það vakti mikinn áhuga og það varð úr að ég fór út og kynnti fyrirkomulagið sem við höfum á þessu hérna heima. Í kjölfarið komu fulltrúar þeirra í heimsókn hingað. Þeir urðu voða hrifnir af því sem ég var að gera. Ég var alveg á nálum fyrir þessa heimsókn, fannst ég ekki hafa mikið annað að sýna þeim en herbergi fullt af Ikeavörum. En svo sýndi ég bara það sem ég hafði verið að vinna með í mörg ár og sagði frá og þau fóru héðan ofsalega ánægð og fannst þetta alveg stórmerkilegt. Í kjölfarið var haft samband við mig og óskað eftir samstarfi. Í þessu samstarfi finn ég að við erum að tala sama tungumálið. Nú er svo komið að við erum meðal annars búin að þróa app út frá námskeiðunum sem ég hef verið að halda. Þetta þýðir það að ég er farin að flytja þekkingu mína út. Þegar ég var að byrja í þessu stefndi ég alltaf á að verða best í heimi í slysavörnum barna. Ég hafði náttúrlega enga samkeppni hérna heima og þá var eðlileg hvatning fyrir mig að hafa þetta markmið. Þannig að það er langt síðan ég fór að hugsa um að færa út kvíarnar og fara að sinna slysavörnum úti í heimi. Það er fullt af löndum sem hafa ekki gert neitt í slysavörnum barna og það eru þúsundir foreldra sem fá engar upplýsingar. Þannig að þetta var búið að veltast um í höfðinu á mér lengi vel þegar ég fór að ræða við fólkið hjá Ikea. Appið er nú í prófun hér á Íslandi og í Ástralíu. Eftir prófunina verður tekin afstaða til þess hvort haldið verði áfram með verkefnið og þá fer þetta líklega að vinda allsvakalega upp á sig. Það er ofsalega spennandi að sjá það sem varð til í höfðinu á mér fyrir mörgum árum verða að veruleika. Aldur er afstæður Hverju spáir Herdís svo um framtíð slysavarna barna á Íslandi? Stjórnvöld þurfa að fara að viðurkenna að þetta er nauðsynlegt starf. Núna stöndum við til dæmis frammi fyrir því að efnið sem ég skrifaði fyrir heilsugæsluna, bæði kennslan fyrir fagfólk og upplýsingar fyrir foreldra sem heilsugæslan notar á sínum vef, er allt meira eða minna að verða úrelt. Það vantar einhvern til að sinna þessu. Að sjálfsögðu væri frábært að fá einhvern sem myndi taka við af mér þannig að þetta starf héldi áfram inn í framtíðina. Það er svo kjánalegur hugsanaháttur að halda að það þurfi ekkert að gera meira vegna þess að árangur hefur náðst og dauðaslysum fækkað á meðal barna. Ástæðan fyrir því að svona vel hefur gengið í slysavörnum barna er að ég stend og horfi í augu foreldra í hverri viku og hef gert í mörg ár. Nú er hins vegar komið að því að einhver annar fari að taka við keflinu. Þetta er mín ástríða. Það er heilmikið verk eftir og ég vona að ég haldi áfram að fá styrki og hafi heilsu til að halda áfram að sinna þessum verkefnum sem ég held að ég geri þó svo að ég hætti að vinna einn daginn. Aldur í dag er svo afstæður. Herdís Storgaard á heimili sínu. Sonur hennar Sebastian tók myndina. Fyrsta íslenska hjúkrunarkonan lýkur meistaraprófi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.