Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 50
50 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Ég heyrði viðtal við Diddú þegar ég var að hefja mín fyrstu spor í söngnum en þar sagði hún að sér „liði oft eins og hjúkrunarkonu þegar hún væri að syngja!“ Þau orð lýsa vel þeim tilfinningum sem hún leggur í sönginn og sem ég þekki sjálf, að með söngnum erum við að næra, hlúa að, jafnvel líkna og græða, einmitt það sem við gerum í störfum okkar sem hjúkrunarfræðingar. Það er mér því kært og auðvelt að skrifa hér nokkur orð um það hvernig störf mín við hjúkrun og söng fara saman. Eitt áheyrnarpróf við erlendan skóla Ég útskrifaðist 1988 frá Háskóla Íslands og starfaði á Landspítalanum í 2 ár. Ég flutti svo til Akureyrar og segja má að hrein tilviljun hafi ráðið því að ég var „uppgötvuð“ með sérstaka sönghæfileika en það var á árshátíð FSA árið 1990. Ég skráði mig í framhaldinu í söngnám og ætlaði mér sosum ekkert sérstakt með það – var í starfi sem aðstoðardeildarstjóri á sjúkrahúsinu og lektor við Háskólann á Akureyri og gekk vel, elskaði störfin mín. En sönggyðjan togaði alltaf í mig og beindi mér meira og meira inn á söngbrautina. Árið 1995 varð svo örlagaríkt ár í lífi mínu þegar faðir minn féll skyndilega frá aðeins 53 ára gamall. Þá fékk tilveran nýja ásýnd. Ég hafði rétt áður lofað söngkennaranum mínum að fara í eitt áheyrnarpróf við erlendan tónlistarháskóla án þess svo sem að hugsa það eitthvað lengra, féllst á að kanna hvar ég stæði. Pabbi hafði svo haft milligöngu fyrir mig um gistingu og praktísk mál við ferðina í gegnum aðstandendur konu sem hann hafði nýlega jarðsett. Í sorginni reynir maður að halda áfram og standa við allt sitt, halda sínu striki þó dofinn sé. Það er skemmst frá því að segja að ég fór í þetta áheyrnarpróf einum og hálfum mánuði eftir andlát föður míns og ári síðar var ég flutt til Manchester á Englandi í framhaldsnám í óperu- og ljóðasöng. Ég velti því fyrir mér enn þann dag í dag hvernig það í ósköpunum gerðist – en trúi því að mér hafi verið ætlað að feta þennan veg, hann hafði einhvern æðri tilgang fyrir mig. Söngurinn nærir, líknar og græðir Björg Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítala og sópransöngkona „ÞAÐ HEFUR ÞVÍ VERIÐ MÉR AFAR DÝRMÆTT AÐ FÁ TÆKIFÆRI TIL AÐ TENGJA SAMAN ÞESSA TVO ÞÆTTI Í LÍFI MÍNU“ Ég nam, bjó og starfaði í Englandi í 11 ár en árið 2007 flutti ég heim og kom þá næstum beint í „hrunið“. Það er nú þekkt meðal söngvara að fæstir lifi einvörðungu af söngstörfum hér á okkar litla landi og flest okkar hafa aukabúgrein. Ég hafði síðustu fjögur árin mín í Englandi dustað rykið af hjúkrunarfræðingnum og starfaði í lausamennsku þrjá til fjóra daga í mánuði. Ég fann hvað ég hafði saknað þess að hjúkra, hvað starfið var stór hluti af mér, hvað ég hafði mikla þörf og ánægju af að vera í þessari nánu snertingu við fólk og reyna að bæta líðan þess ásamt því að nýta þekkingu mína og reynslu. Þegar ég flutti hingað heim ákvað ég því að gera það sama, starfa við hjúkrun samhliða söngstörfum. Og það hef ég gert allar götur síðan, í mismiklum mæli þó. Mér hefur tekist að láta þetta fara vel saman praktískt séð, hef mætt skilningi og sveigjanleika og elskusemi samstarfsfólks og yfirmanna. Svo býður hjúkrunarstarfið upp á vissan sveigjanleika er varðar starfsprósentu og vaktafyrirkomulag og það hefur komið sér vel. Tónlistin snertir sálir En það hefur ekki síður gefið mér sjálfri mikið að syngja fyrir sjúklingana mína. Segja má að einir mínir eftirminnilegustu tónleikar hafi verið á líknardeildinni á Landakoti á jóladag 1950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.