Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 58
58 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Starfið er stórkostlegt Pálína myndi vilja sjá fleiri íslenska hjúkrunarfræðinga í vinnu fyrir alþjóðaráð Rauða krossins í framtíðinni. Hún segir að þeir passi vel í þetta starf, kalli ekki allt ömmu sína og aðlagist venjulega vel. Enn fremur telur hún að reynslan sem sendifulltrúar afla sér skili sér til baka inn á íslenskar heilbrigðisstofnanir. „Mér fannst alltaf gott að finna, þegar ég var að koma og fara á bráðamóttökunni, kannski fyrstu 10-15 árin sem ég var í þessu, hvað það var vel metið af stjórn spítalans, hjúkrunarforstjóra, samstarfsfólki og yfirmönnum. Sú reynsla, sem maður fékk í útlöndum, reyndist mjög vel þegar eitthvað mikið var að gerast, náttúruhamfarir eða stórslys. Ég fann hvernig það hjálpaði í starfinu auk þess að gera mig þolinmóðari, eins og ég vék að áður. Það hjálpar að sjá annað og vera í öðru umhverfi. Maður metur betur það sem maður hefur og stundum lærir maður líka að meta fólk betur. Þegar ég kem heim vonast ég til að geta starfað eitthvað með Rauða krossinum heima og talað við hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga eða eru forvitnir að vita hvernig starfið er og hvernig er best að undirbúa sig. Hjúkrunarfræðingar og menntunin sem þeir hafa nýtist vel í mörgum störfum. Það kemur að hluta til úr náminu en að hluta til úr vinnu á spítölum eða heilsugæslu þar sem unnið er í teymum. Það er ekki bara þessi tæknilega vinna sem við gerum vel heldur reynist menntunin líka vel í stjórnun. Það eru alger forréttindi að hafa unnið við þetta bæði heima og að heiman. Stundum hefur maður þurft að sætta sig við lágu launin en ef maður fær eitthvað út úr starfinu, eins og ég hef alltaf gert, þá er þetta bara stórkostlegt. En auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar samt að fá borgað það sem þeim ber. Launin hafa verið til skammar á undanförnum árum og það er ekkert nýtt þar. En það koma betri tímar inni á milli.“ Skemmtilegast að sjá árangur Að lokum er áhugavert að vita hvað hjúkrunar- fræðingi með jafnvíðtæka reynslu af stjórnun og starfi á vettvangi bráðaþjónustu og hjálparstarfs eins og Pálína, finnst skemmti- legast við starfið. „Ja, líklega væri ég nú ekki enn þá í þessu ef ekki væri búið að vera skemmtilegt. Skemmtilegast er náttúrlega að sjá árangur af vinnunni sinni hvað sem maður er að gera og hvar sem maður er. Maður vill sjá árangur og keppast við sjálfan sig og verða betri og læra meira. Það er líka búið að vera skemmtilegt að kynnast öllu þessu fólki og annarri menningu og vera velkominn á ótrúlegustu svæði. Og síðan eru það alþjóðlegu kollegarnir sem maður er að vinna með sem koma frá öllum heimshornum. Að taka á móti einhverjum sem kemur mjög illa haldinn, veita meðhöndlun við þær einföldu aðstæður sem við vinnum við og horfa svo á eftir þessum einstaklingi ganga brosandi út í lífið á ný gefur manni mikið. Líka þegar maður er að vinna með stjórnvöldum í verkefnum sem byggja upp þjónustu og sjá svo þjónustuna verða betri fyrir borgarana. Það getur verið krefjandi og tekið á þolinmæðina að reyna að gera hlutina sem best, en það er mjög gefandi.“ 2001 — Á Austur-Tímor ásamt samstarfsmanni. Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is fastus.is SOFÐU RÓTT Snúningslök fyrir betri nætursvefn Fastus býður upp á margar gerðir af lökum sem auðvelda snúning og hagræðingu í rúmi. Hafðu samband í síma 580 3900 og pantaðu tíma í ráðgjöf hjá sérhæfðu starfsfólki okkar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.