Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 61
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 61 Undirbúningur að geðheilsuteymum Þegar þróunarverkefninu Geðheilsustöð Breiðholts lauk kom aftur að tímamótum þegar starfsemin fluttist yfir til HH þann 1. mars 2017 og varð að geðheilsuteymi austur. Með flutningi á starfseminni var haft að leiðarljósi samþykkt tillögu um stefnu og aðgerðaráætlun stjórnvalda í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára. Eitt af aðalmarkmiðum áætlunarinnar er að þjónusta við einstaklinga með geðröskun sé samþætt og samfelld. Í því samhengi er tiltekið að fólk sem glímir við geðröskun hafi aðgengi að þverfaglegu teymi heilbrigðis- og félagsþjónustu. Því verði m.a. náð með fjölgun geðheilsuteyma á höfuðborgarsvæðinu og lagt til að teymin vinni á grundvelli þarfagreiningar og valdeflingar. Til að undirbúa starfsemi geðheilsuteymanna var með erindisbréfi skipaður samráðshópur þvert á stofnanir. Meginhlutverk hópsins var að skilgreina starfsemina og hvaða þættir ættu að vera til staðar. Geðheilsuteymi HH Í dag eru starfandi tvö geðheilsuteymi sem vinna eftir sömu verkferlum í Reykjavík austur og vestur og verið er að koma af stað geðheilsuteymum á landsbyggðinni. Þriðja teymið mun innan skamms taka til starfa á höfuðborgarsvæðinu en það mun sinna Kragasvæðinu. Geðheilsuteymin eru þverfagleg 2. stigs geðheilsbrigðisþjónusta. Byggist starfsemi þeirra á nærþjónustu, batahugmyndafræði, gagnreyndum aðferðum og þeim leiðum og stuðningi sem henta eintaklingnum hverju sinni. Geðhjúkrunarfræðingar eru stór hluti af þverfaglegum starfshópi teymanna og hafa þeir forystu sem málastjórar. Í teymunum vinna einnig einstaklingar með reynslu af geðröskun og þétt samstarf er við þjónustumiðstöðvar með þátttöku félagsráðgjafa í teymunum. Lögð er áhersla á einstaklings- og fjölskyldu- vinnu ásamt fræðslu en námskeið eru stór hluti af starfseminni. Innan geðheilsuteymanna starfar atvinnulífsráðgjafi frá Virk (IPS) sem hefur það hlutverk að styðja til atvinnuþátttöku eða náms. Geðheilsuteymin styðjast einnig við hugmyndafræði FACT þar sem sveigjanleiki þjónustunnar er í fyrirrúmi, einstaklingsbundin málastjórn og samvinna þvert á ólík svið (FACT, 2013). Meginmarkmið þjónustunnar er einstaklings- miðuð nálgun þar sem hverjum og einum er mætt þar sem hann er staddur. Lögð er áhersla á að vinna með grunnþarfir einstaklingsins, tilfinningalega líðan ásamt því að efla von, bæta sjálfsmynd, bjargráð, virkni og tengslanet. Með þjónustunni er ávallt haft í huga mikilvægi þess að hver og einn velji sína leið og bati sé einstaklingsbundinn og geti tekið mislangan tíma. Starfsemi geðheilsuteymanna fer fram með viðtölum á starfsstöð eða með heimavitjunum eða hvoru tveggja, eftir því sem þörf er á hverju sinni. Til að tryggja samfellda þjónustu með hagsmuni einstaklingsins að leiðarljósi eiga geðheilsuteymin gott samstarf við aðrar stofnanir ásamt félaga- og notendasamtökum. En stefna geðheilsuteymanna er að vera í stöðugri þróun og horfa til þarfa þjónustuþega hverju sinni. Þeir einstaklingar sem þiggja þjónustu teymanna eru á breiðu aldursbili frá 18 ára aldri og því er mikilvægt að sníða þjónustuna að hverjum og einum. Óumdeilt er að notendur hafa mikilvæg áhrif á þjónustuna en samvinna þeirra innan þverfaglegs teymis við fagfólk úr ólíkum stéttum er mikilvægur hlekkur þjónustunnar. Heimildir FACT (2013). Flexible Assertive Community Treatment: Visjon, modell og organisering af fact-modellen (Karin Blix Flage þýddi). Brumunddal: Nasjonal kompetansetjeneste for samtidig rusmisbrug og psykisk lidelse. Geðheilsustöð Breiðholts (2012). Samþætt þjónusta geðteymis Heimaþjónustu Reykjavíkur og þjónustumiðstöðvar Breiðholts: Lokaskýrsla. Reykjavík: Geðheilsustöð Breiðholts. Geðteymi heimahjúkrunar (2011). Ársskýrsla. Reykjavík: Geðheilsuteymi heimahjúkrunar. „MEGINTILGANGI VERKEFNISINS VAR ÞVÍ NÁÐ MEÐ FÆKKUN Á INNLÖGNUM OG BÆTTUM LÍFSGÆÐUM ÞJÓNUSTUÞEGA“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.