Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 77

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 77
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 77 stjórnanda, sem oftar en ekki er hjúkrunarfræðingur, meta sjúkraliðar viðeigandi áhrifaþætti góðrar mannauðsstjórnunar. Þá er lagt mat á færni í mannlegum samskiptum, þekkingu og nýtingu á námi sjúkraliða, hvatningu af hendi stjórnandans til aukinnar þekkingar og þjálfunar á sértækum störfum við hjúkrun, nýtingu stjórnandans á reynslu og hæfileikum sjúkraliða, hvort stjórnandinn kynni sér störf starfsmanna, sýni sveigjanleika, hafi þekkingu á kjarasamningum og stofnanasamningum, hvort viðkomandi hrósi og hvetji samstarfsfólk sitt og stuðli að bættum vinnuaðstæðum og virkri teymisvinnu. Okkar afstaða er að vel skipulögð teymisvinna í hjúkrun, þar sem allir sinna vel skilgreindu hlutverki, hafi marktæk jákvæð áhrif á starfsánægju. Vellíðan starfsmanna speglast svo í bættum árangri í starfi. Í þessu samhengi er vert að undirstrika að rannsóknir benda til að þar sem unnið er í teymum sé hjúkrunarfólkið almennt ánægðara í starfi og fleiri ánægðir með starfsgrein sína. Gildir einu hvort um er að ræða sjúkraliða eða hjúkrunarfræðinga. Teymisvinna er því ákjósanlegt starfsform og mikilvæg forsenda þess að auka ánægju starfsfólks í hjúkrun. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar eykst eftirspurnin eftir vel menntuðu og færu starfsfólki í hjúkrun. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir hindrunum, áhrifaþáttum og mikilvægi öflugrar teymisvinnu. Starfsfólkið þarf enn fremur að deila sameiginlegri sýn á tilgang og markmið þjónustunnar, skipulag hennar til framtíðar og hvernig best sé að haga vinnunni þannig að skilvirkni verði sem mest á öllum sviðum. Í öllum þessum efnum er ekki hægt að leggja of mikla áherslu á gildi aukinnar menntunar og aðgengi að símenntun. Vel menntað og hæft starfsfólk er einfaldlega forsenda fyrir góðum árangri heilbrigðisþjónustunnar. „ÖRYGGI OG GÆÐI UMÖNNUNAR OG HJÚKRUNAR VERÐA ÞVÍ AÐEINS TRYGGÐ AÐ MARKVISS SAMVINNA OG GÓÐ SAMSKIPTI MILLI SJÚKRALIÐA OG HJÚKRUNARFRÆÐINGA SÉU Í FYRIRRÚMI“ Tímarit Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga tekur til starfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.