Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 79

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 79
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 79 Forssögu þess að ég varð formaður Félags háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga má rekja til þeirrar félags- legu fagmótunar sem var einkennandi á námsárum mínum í hjúkrunarfræði 1977-1981. Þar var meðal annarra fremst í flokki Ingibjörg R. Magnúsdóttir námsbrautarstjóri sem var mjög hvetjandi, og sýn hennar og viðhorf höfðu mikil áhrif á mig. Í aðdraganda formannskosninga 1985 bauð ég mig fram þar sem ég hafði áhuga á því að leggja mitt af mörkum til að vinna að hagsmunum stéttarinnar. Tíðarandinn þessi tvö ár 1985-1987 sem ég var formaður fyrir Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga var nokkuð sérstakur. Það voru tvö félög hjúkrunarfræðinga í landinu og ákveðin spenna og óvissa ríkti á milli félaganna. Þrátt fyrir það var lögð mikil áhersla á gott samstarf þessara tveggja félaga sem í minningunni gekk mjög vel. Að sjálfsögðu komu upp ágreiningsefni sem þurfti að takast á við, en eftir á að hyggja tel ég það ekki hafa verið stórvægileg málefni. Enda fór það svo að lokum að þessi félög sameinuðust til mikillar farsældar. Barist um bætt kjör og að fá stéttina viðurkennda sem háskólastétt Í formannstíð minni voru helstu baráttumálin kjaramál og að fá stéttina viðurkennda sem háskólastétt. Kröftugar vinnudeilur urðu í minni tíð og verkfall sem tók mikið á sem skiluðu þó verulegum kjarabótum fyrir stéttina. Þá var líka mikið rætt um stöðu stéttarinnar í heilbrigðisþjónustunni og hvað væri farsælt að leggja áherslu á til að efla stéttina enn frekar. Það sem einnig einkenndi þennan tíma var einstakt og framsýnt fólk sem ég fékk tækifæri til að starfa með. Ég á því margar góðar minningar frá þessum tíma sem var bæði í senn mjög lærdómsríkur og krefjandi. Það er margt sem hægt er að minnast á þessu 100 ára afmæli. Ég held samt að það hafi verið einstakt að horfa á þá miklu þróun sem hefur orðið innan stéttarinnar. Þekking hjúkrunarfræðinga nýtist á svo mörgum sviðum í samfélaginu. Þá er líka allt þetta góða og metnaðarfulla fólk sem maður hefur kynnst, verið í tengslum við og starfað með innan stéttarinnar. Frjósamur jarðvegur fyrir áframhaldandi þróun stéttarinnar Síðan ég var formaður hefur gríðarlega margt breyst. Verulega aukin fjölbreytni í störfum hjúkrunarfræðinga og nýjar kynslóðir hafa tekið við með ný viðhorf og sýn. Menntunartækifæri hjúkrunarfræðinga hafa eflst og það gefur ungum hjúkrunarfræðingum ótrúlega fjölbreytt og spennandi tækifæri. Ég hef haft sérstakan áhuga á að fylgjast með þessari þróun þar sem báðar dætur mínar hafa valið sér hjúkrunarfræðina sem ævistarf. Mitt mat er að það að hafa BS-gráðu í hjúkrunarfræði sé gríðarlega innihaldsríkt veganesti fyrir ungt fólk út í lífið og gefi óendanlega mikla möguleika til að rækta eigið áhugasvið með frekari menntun og starfsþróun varðandi starfsframa. Miðað við þá þróun sem hefur orðið á síðustu árum þá virðist mér vera mjög frjósamur jarðvegur fyrir áframhaldandi þróun stéttarinnar. Þar hefur menntun áhrif sem og viðhorf nýrra kynslóða. Þessi þróun sem felst í enn frekari eflingu menntunar og aukinnar fjölbreytni í störfum hjúkrunarfræðinga í samfélaginu. Ég vil þó í lokin taka fram að það eru einkum þrír þættir sem þarf að hafa í huga hvað varðar frekari jákvæða þróun. Í fyrsta lagi eru verulegar og réttlátar úrbætur á kjörum stéttarinnar, í öðru lagi bætt starfsaðstaða hjúkrunarfræðinga í víðum skilningi, sér í lagi innan sjúkrahússkerfisins, og í þriðja lagi að fara í ítarlega ígrundun og aðgerðir varðandi virkari leiðir til að efla enn frekar faglega félagsmótun stéttarinnar í þeim tilgangi að gera starfsvettvang hjúkrunarfræðinga enn áhugaverðari. Til hamingju með 100 ára afmælið Hjúkrunarfræði- menntun er innihaldsríkt veganesti fyrir ungt fólk út í lífið FRÁ FYRRVERANDI FORMANNI Magnús Ólafsson formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1985-1987 1985 1986 Hjúkrunarskóli Íslands hættir störfum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.