Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 81
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 81
uppsagnirnar til baka. „Þetta var svo tæpt
og það var kominn svo mikill baráttuhugur
í hjúkrunarfræðinga að þetta voru erfiðir
fundir,“ segir hún. „Ef við hefðum gengið út
hefði verið komin allt önnur staða. Það voru
stórir hópar á báðum stöðunum sem voru
mjög ósáttir þegar við vorum að kynna þessa
samninga. Þetta hafðist en var eiginlega það
erfiðasta sem ég fór í gegnum sem formaður.
En sambandið á milli okkar Ingibjargar og
sambandið niður í ráðuneyti hjálpaði mikið.“
Þær ræða um að þessir samningar 1997 hafi
skilað hjúkrunarfræðingum einhverjum mestu
kjarabótum sem þeir hafi fengið. „Ég fékk svo
símtöl stuttu síðar frá hjúkrunarfræðingum
sem sögðust bara ekki trúa því hvað væri að
koma upp úr launaumslaginu sínu. Þær höfðu
bara aldrei séð svona tölur! Það var náttúrlega
gaman, en þetta náðist fyrst og fremst út af
samstöðu stéttarinnar,“ segir Ásta. „Og nýjum
vinnubrögðum svolítið …,“ skýtur Ingibjörg
inn í.
Ef ekki hefði náðst að semja og víðtækar
uppsagnir orðið að veruleika hefði allt lamast.
Félagið stýrði ekki uppsögnunum, enda
hefði það verið ólöglegt, en stóð með þeim
félagsmönnum sem sögðu upp, t.d. með því að
styrkja trúnaðarmennina.
Þuríður segir að uppsagnirnar hafi ekki
náð út á land en á þeim tíma var hún í
bæjarstjórn á Egilsstöðum. Jafnframt því
vann hún á sjúkrahúsinu á staðnum og sem
fræðslufulltrúi Krabbameinsfélagsins. Það
voru engar uppsagnir á hennar svæði en hún
fylgdist með úr fjarlægð. Eftir að samningar
við stóru sjúkrahúsin í Reykjavík voru í höfn
sneri félagið sér að gerð stofnanasamninga
við sveitarstjórnir og þá sem voru í forsvari
fyrir stofnanir úti á landi. Það var erfitt því
peningarnir voru ekki handbærir.
„En auðvitað var þetta bara það sem þurfti að
gera,“ segir Ásta. „Það var nýbúið að sameina
félögin og allan þennan tíma, þessi 17 ár sem
félögin voru tvö, og ekki síst þegar líða tók á,
þá var því haldið gegn hjúkrunarfræðingum
að þeir væru í tveimur félögum. Þegar
Hjúkrunarfélag Íslands kom og ætlaði að
semja sem háskólastétt þá var sagt: Nei, hvað
eruð þið að segja? Það er hitt félagið! Og svo
komum við og kröfðumst þess að okkar nám
væri metið, menntunin og ábyrgðin og allt það,
til jafns við aðrar háskólastéttir og þá var sagt:
Ættum við að fara að hækka ykkur yfir hina
hjúkrunarfræðingana?“
Úr hjúkrun í stjórnmál
Þuríður segir að þegar hún útskrifaðist 1973
frá Hjúkrunarskóla Íslands hafi hún verið valin
til að halda ræðu fyrir hönd útskriftarnema
og að kjaramálin hafi verið uppistaðan í þeirri
ræðu. „Og það hvernig við værum notuð eins
og ódýrt vinnuafl í náminu í stað þess að við
nytum fræðslu og leiðbeiningar sem nemar. Þá
höfðum við ekki aðgang að lánasjóði eða neinu
slíku. Það var bara eins og þetta snerist um að
láta okkur hlaupa. Í framhaldi af þessu var ég
kosin í stjórn Reykjavíkurdeildar félagsins og
síðan í stjórn
1987 1989
Hjúkrunarfræðinám sett á fót við Háskólann á Akureyri Reykjavíkurborg gefur félaginu sumarbústað við Úlfljótsvatn
Ásta Möller, Ingibjörg Pálmadóttir og Þuríður Backman.
Húsnæði Hjúkrunarfélags Íslands vígt að Suðurlandsbraut 22
Frh. á næstu síðu