Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 85

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 85
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 85 Ekki varð það beint ætlun mín að taka að mér formennsku Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga (Fhh) þegar ég mætti á aðalfund félagsins 6. október 1983. Þannig var að ég hafði eiginlega gleymt fundinum en þar sem ég ók fram hjá Lágmúlanum mundi ég allt í einu eftir honum, tók U-beygju, mætti á fundinn og kom út af honum sem formaður félagsins til næstu tveggja ára. Fhh var þá ungt félag, aðeins fimm ára gamalt, og voru félagsmenn um 100 talsins. Þetta var áhugasamur hópur sem vildi taka þátt í starfi félagsins og gera veg þess sem mestan. Rúmur fjórðungur félagsmanna starfaði þá í stjórn og nefndum þess. Mitt fyrsta embættisverk sem formaður var að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af fimm ára afmæli félagsins. Þeirra tímamóta var minnst meðal annars með veglegri ráðstefnu þar sem fjallað var um fræðsluhlutverk hjúkrunarfræðinga. Á ráðstefnunni voru allir tíu fyrirlesararnir íslenskir hjúkrunarfræðingar með BS-próf og þar af voru fjórir einnig með MS-gráðu. Markmið félagsins var þá líkt og nú að vinna að bættu heilbrigði landsmanna. Það skyldi gert með því að veita íslenskum hjúkrunar- fræðingum ávallt bestu menntun sem völ væri á á hverjum tíma, vinna að umbótum og endurmati á hjúkrunarnámi í Háskóla Íslands, efla möguleika hjúkrunarfræðinga til sí- og framhaldsmenntunar bæði innan lands og utan, bæta aðstöðu hjúkrunarfræðinga til vísindalegra starfa, auka skilning á gildi hjúkrunarrannsókna fyrir þróun hjúkrunar í landinu og stuðla að sem bestri nýtingu menntunar þeirra í starfi. Síðast en ekki síst var markmið félagsins að gæta hagsmuna félagsmanna í hvívetna. Allir þessir þættir hljóma kunnuglega enn þann dag í dag og má segja að misvel hafi gengið að ná þeim og komast á þann stað sem vonir stóðu til. Þar sem félagið var ungt fór mikill tími og orka í að skapa því tilverurétt og þroska það og efla sem fag- og stéttarfélag. Eitt af markmiðum stjórnarinnar, sem sett var í upphafi míns formannsferils, var að auka tengsl og samstarf við Hjúkrunarfélag Íslands (HFÍ). Sett var á fót samstarfsnefnd beggja hjúkrunarfélaganna sem í sátu sex fulltrúar, þrír frá hvoru félagi. Af þessum sex fulltrúum voru formenn beggja félaganna, þ.e. ég fyrir hönd Fhh og Sigþrúður Ingimundardóttir, þáverandi formaður HFÍ. Samstarfsnefndin sendi meðal annars frá sér sameiginlega grein um hjúkrun í dagblöðin í tilefni alþjóðadags hjúkrunarfræðinga 12. maí 1984 og á vordögum 1985 gekkst hún fyrir vinnudegi Fhh og HFÍ þar sem tilgangurinn var að ræða og fá fram hugmyndir félagsmanna um frekara samstarf félaganna og sameiginlega stefnumörkun í málefnum hjúkrunar á Íslandi. Í lok vinnudagsins var samþykkt ályktun þess efnis að fela samstarfsnefnd og stjórnum félaganna að undirbúa tillögur um sameiningu þeirra. Það tók síðan 10 ár að ljúka því ferli en sameining félaganna í eitt félag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, varð loks að veruleika hinn 15. janúar 1994. Þegar ég lít til baka finnst mér það sem stendur upp úr frá formannstíð minni vera það að hefja vinnuna við sameiningu félaganna. Það sem ég vil sjá í nánustu framtíð er að forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar sjái tækifærin í því að nýta menntun og þekkingu hjúkrunarfræðinga betur en nú er gert í þágu þjóðarinnar, þekkingu sem byggð er á háskólanámi, bæði grunn- og viðbótarnámi innan einstakra sérsviða hjúkrunar, meistaranámi og doktorsnámi, rannsóknum í hjúkrun og gagnreyndri þekkingu. Þetta er þekking sem spannar allt frá forvörnum til sérhæfðar hjúkrunarmeðferðar til handa öllum landsmönnum frá vöggu til grafar. Mikilvæg skref hafa verið stigin í þá átt en enn er langt í land. Sameiningarformaður eftir U-beygju FRÁ FYRRVERANDI FORMANNI Aðalbjörg J. Finnbogadóttir formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1983-1985 „ÞEGAR ÉG LÍT TIL BAKA FINNST MÉR ÞAÐ SEM STENDUR UPP ÚR FRÁ FORMANNSTÍÐ MINNI VERA ÞAÐ AÐ HEFJA VINNUNA VIÐ SAMEININGU FÉLAGANNA“ 1994 Sameining hjúkrunarfélagana tveggja, Hjúkrunarfélags Íslands og Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, í Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Hrím hönnunarhús • Laugavegi 25 og 1. og 2. hæð Krin glunni • Sími 553 3003www.hrim.iswww.hrim.i s ... og erum stolt af því s. 554 4260 Vesturvör 11 200 Kópavogur Blöð, bækur, tímarit eða bara hvað sem er, við prentum...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.