Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 93

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 93
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 93 1955 Eimskip. Hann hafði talað við stöðvarstjórann þar og fengið að vita um laust pláss í skipi sem mundi fara frá Halifax. Þorbjörg tók því ferju frá Seattle til Vancouver og þaðan lest þvert yfir Kanada. Skipið var bandarískt herflutningaskip sem Eimskip hafði tekið á leigu en þar var pláss fyrir örfáa farþega. Heim til Íslands kom svo Þorbjörg í byrjun júlí 1946. Skömmu eftir heimkomu var Þorbjörg beðin um að „skrifa eitthvað fyrir blaðið“ og valdi hún að skrifa um hjúkrunarkvennanám í Bandaríkjunum. Greinin birtist í 4. tbl. Hjúkrunarkvennablaðsins 1946. Þar segir hún frá háskólanáminu sem reyndar margar hjúkrunarkonur voru andvígar að taka upp hérlendis. Að hennar sögn álitu margir að bandarískar heilsuverndarhjúkrunarkonur stæðu fremstar í heiminum en hugsanlega væru danskar hjúkrunarkonur þær bestu á sjúkrahjúkrun. Undir lok greinarinnar bendir hún á að bandarískar hjúkrunarkonur sem hafa tekið framhaldsnám í heilsuvernd eða stjórnun hafi oft fengið stöður sem ráðunautar hjá ríkis- eða fylkisstjórn eða stjórnunarstöður á heilbrigðisstofnunum. Hér var hún hugsanlega að auglýsa sjálfa sig þó að hún hafi gert það undir rós. Hún var menntuð í sjúkrahjúkrun í Danmörku en í heilsuvernd í Bandaríkjunum og hafði því sótt það besta úr báðum áttum að hennar mati. Að auki var hún með kennslureynslu og meistarapróf sem var góður undirbúningur til að takast á við ráðgjöf, stjórnun og kennslu heima á Íslandi. Föður hennar og mörgum öðrum karlmönnum, eins og jafnaldra hennar Friðrik A. Friðrikssyni presti á Húsavík, hafði vegnað vel eftir heimkomuna úr Vesturheimi. Sigurður Sigurðsson nánast rann inn í starfið sem berklayfirlæknir þegar hann kom heim frá Danmörku. Það má velta því fyrir sér hvort henni hefði verið boðin stjórnunarstaða við að byggja upp heilsuvernd hefði hún verið karlmaður. Sjálfa vantaði hana kannski áhugann til að vinna úr reynslu og menntun sinni í slíku starfi. Hún var lítillát og ekki mikið fyrir að trana sér fram. Að minnsta kosti beið hennar ekkert embætti. Þorbjörg gerðist eftir heimkomuna stjórnarkona í Félagi íslenskra hjúkrunar- kvenna og tók aftur við ritstjórastarfinu í nokkur ár. Hún skrifaði greinar í blöð og hélt útvarpserindi um heilsuvernd en fyrir utan nokkur ár sem hjúkrunarkona hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkurborgar átti menntun hennar lítið eftir að nýtast í þágu sjúklinga eða hjúkrunarnema. Nafn hennar er því lítið þekkt núorðið meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga. AFMÆLISKVEÐJA TIL HJÚKRUNARFRÆÐINGA STÉTTARFÉLAG SAMSTAÐA STÉTTARFÉLAG VESTURLANDS SUNDABÚÐ HJÚKRUNARHEIMILI SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR SÚÐAVÍKURHREPPUR SVEITARFÉLAGIÐ HORNAFJÖRÐUR SVEITARFÉLAGIÐ ÖLFUS SÆBORG DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIMILI ALDRAÐRA SÆLGÆTISGERÐIN GÓA LINDA UPPSALIR DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIMILI ÚTFARARSTOFA RÚNARS ÚTFARARSTOFA SUÐURNESJA VEIÐIHORNIÐ EHF VERK VEST VERKALÝÐSFÉLAG VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAG SANDGERÐIS VERKALÝÐSFÉLAG AKRANESS VERKALÝÐSFÉLAG SNÆFELLINGA VERKALÝÐSFÉLAG SUÐURLANDS VERKALÝÐSFÉLAGIÐ HLÍF VÉLVÍK EHF VÍSIR FÉLAG SKIPSTJÓRNARMANNA VM FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA Fyrsta verkfall Fíh eftir sameiningu Þorbjörg Árnadóttir í útskriftarbúningi frá Washingtonháskóla.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.