Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 100

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 100
100 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Fornar íslenskar heimildir greina frá konum og körlum sem fengust við að annast sjúka, aðstoða við fæðingar, binda um sár, bera smyrsl á þrota og bólgur og búa um beinbrot. Fyrir þá iðju að græða menn, eins og það var kallað, hlaut fólk auknefnið læknir þó að verkin sem unnin voru hafi oftar en ekki fallið undir það sem í dag tilheyrir starfssviði hjúkrunarfræðinga. Sú aðgreining sem nú gildir milli lækna og hjúkrunarfólks var þó ekki til staðar á ritunartíma Íslendingasagna. Hugsanlega hafa þær systur hjúkrun og umönnun verið svo snar þáttur í daglegu lífi að ekki hefur þótt ástæða til að sérgreina þær sérstaklega. Fyrir utan almenna umönnun og fæðingarhjálp inni á heimilunum má segja að hjúkrunar- og læknisstörf fornkvenna hafi einkum verið tvenns konar: Að græða áverka og veita sálræna aðstoð. Að „kunna sár að sjá“ Í Sigurdrífumálum Eddukvæða kennir valkyrjan Sigurði Fáfnisbana rúnir þær sem læra þarf „ef þú vilt læknir vera, og kunna sár að sjá“ (Eddukvæði, 245). Má af kvæðinu og öðrum fornbókmenntum ráða að konur hafa átt drjúgan þátt í því að græða menn og lækna þá, ekki síst eftir orusturnar sem fornsagnirnar hnitast margar um. Tekst stundum svo vel til að aðdáun vekur. Þannig segir frá því í annarri Jarteinabók Þorláks helga að kona saumar andlitssár með silkiþræði og bindur um með þeim ágæta árangri að „þrimr nóttum síðarr váru leyst bönd af andliti Orms, ok var svá gróit at trautt mátti á sjá, at sárt hefði verið“ (Ísl.fornr. XVI, 231). Á vígvöllum kom það í hlut hermanna að hlúa hver að öðrum en „læknarnir“ sem tilkvaddir voru reyndust oft og einatt vera konur. Þannig var það í Stiklastaðarorustu árið 1030. Í ýmsum stríðsátökum síðar hafa konur læknað, hjúkrað og annast særða hermenn líkt og Florence Nightingale þegar hún lagði grunn að núgildandi skipan hjúkrunarmála í Norður-Evrópu með því að skipuleggja hjúkrunarsveitir Englendinga í Krímstríðinu 1854–1856 (Vilmundur Jónsson 1949, 117). Konan sem hlúir að særðum mönnum eftir Stiklastaðarorustu árið 1030 hefur átt annríkt eftir orustuna eins og ráða má af Ólafs sögu helga. Er þar lýst aðstæðum í sjúkraskýli sem komið var upp til að annast þá sem bornir voru af vígvelli. Þormóður Kolbrúnarskáld leitar þangað helsærður og þar eru fyrir margir sárir menn: Var þar að kona nokkur og batt um sár manna. Eldur var á gólfinu og vermdi hún vatn til að fægja sárin. […] Hún hafði þar gert í steinkatli, stappað lauk og önnur grös og vellt það saman og gaf að eta hinum sárum mönnum og reyndi svo hvort þeir hefðu holsár […] Hún bar það að Þormóði, bað hann eta. Hann svarar: „Ber brott. Ekki hefi eg grautsótt.“ Með því að gefa særðum mönnum lauksúpu mátti meta hvort lífhimnan var heil eða rofin. Væri himnan rofin barst lauklykt frá sárinu eftir að súpunnar hafði verið neytt. Þormóður ber lítið skynbragð á þessa greiningaraðferð konunnar eins og sjá má. Hann skipar henni að skera til örvarendans sem stendur fastur í honum svo hann geti sjálfur kippt honum í burtu. Hún hlýðir en ekki tekst betur til en svo að þegar Þormóður kippir örinni úr sárinu fylgja með tægjur úr hjartanu, rauðar og hvítar. Hjúkrun og lækning að fornu Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur Ljósmynd af Florence Nightingale frá um 1880.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.