Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 107
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 107
á fót og viðhalda stjórnunarlegri og faglegri þjónustu, innleiðingu
nýrrar þekkingar, menntun hjúkrunarfræðinga, ábyrgð þeirra og stöðu í
heilbrigðisþjónustu þessara ólíku landa.
Það sem einkenndi starfsumhverfið hjá embætti landlæknis var að
þar voru það einvörðungu fagleg gildi sem réðu ákvarðanatöku. Í
ráðuneytunum voru ákvarðanir byggðar á faglegum grunni þó fyrir
kæmi að forgangsröðun og áherslur breyttust vegna stjórnmálaskoðana
eða stefnu og samstarfsyfiryfirlýsinga ríkisstjórna.
Málsvari hjúkrunar á alþjóðavettvangi
Hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni var öll ráðgjöf og stuðningur
við löndin byggð af djúpri faglegri þekkingu. En leiðarljósin voru ávallt
gundvallargildi Sameinuðu þjóðanna, svo sem að viðhalda friði og
öryggi, góðum samkiptum milli þjóða, virðingu fyrir þjóðfélagslegum
HORNBREKKA
óskar hjúkrunarfræðingum
til hamingju með afmælið!
og menningarlegum mun og að stuðla að jöfnum rétti einstaklinga. Það
var ótrúlega gefandi að fá að hafa áhrif á stöðu heilbrigðismála í ólíkum
löndum og ráðgjöfin var alltaf vel þegin. Það eru mikil foréttindi að hafa
fengið að vera málsvari hjúkrunar á alþjóðavettvangi.
Veigamestu störf hjúkrunarfræðinga eru við sjúkrabeð sjúklings, að hlúa
að veikum einstaklingum hvar sem þeir eru staddir, að veita ráðgjöf,
fræðslu og forvarnir og að standa við hlið einstaklinga og aðstandenda
á erfiðum tímum. Kennsla, rannsóknir og vísindastörf eru einnig
mjög mikilvæg því að öðrum kosti menntum við ekki einstaklinga til
hjúkrunarstarfa né eflum fagið, hjúkrunina og heildarsýnina.
En sjónarmið hjúkrunar eiga heima víðar …