Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 110

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 110
110 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Ég kom upphaflega inn í stjórn Hjúkrunarfélags Íslands sem meðstjórnandi vorið 1970 en var að mestu óvirk frá hausti 1971 vegna framhaldsnáms og starfa í Skotlandi þar til kom að formennsku í október 1974. Þegar María Pétursdóttir, formaður til margra ára, vildi hætta fékkst enginn til að taka við embættinu. Mikil óánægja og sundrung ólgaði í félaginu því verulega stór hluti hjúkrunarstéttarinnar taldi sig svikinn þegar sett var á stofn, í samræmi við stefnu félagsstjórnar HFÍ, grunnnám í hjúkrun í Háskóla Íslands árið 1973 en ekki komið til móts við óskir um framhaldsnám í HÍ fyrir hjúkrunarkonur/menn – eins og talið var að stefnt væri að. En einmitt það töldu félagsmenn brýnast mála. Nú var grunnnám skyndilega komið á tvö mismunandi skólastig og engan veginn ljóst hve lengi sú skipan myndi vara. Að hér yrðu tvær stéttir hjúkrunarkvenna var áhyggjuefni margra. Forysta félagsins hafði ekki kynnt stofnun háskólanámsins fyrr en rétt um sama leyti og fyrstu nemarnir hófu nám – og þá eiginlega tilneydd. Eftir Skotlandsdvölina féllst ég á að taka við af Maríu þegar eftir lifðu tvö og hálft ár af fjögurra ára kjörtímabili hennar. Ég var sem sagt aldrei kosin formaður. Ásamt formennskunni var ég í hlutastarfi á Kleppsspítalanum. Fagnað af mörgum en öðrum var ekki skemmt Fyrst framan af fylgdi stjórnin menntastefnu þeirrar fyrri, en snemma árs 1976 hafði hún söðlað um og tók nú undir og samræmdi sjónarmið allra þeirra sem vildu aukið og bætt nám í Hjúkrunarskóla Íslands, grunnnám á einu skólastigi að loknu stúdentsprófi, nám í sérgreinum hjúkrunar á vegum Nýja hjúkrunarskólans og framhaldsmenntun í rannsóknum, kennslufræði og stjórnun í HÍ. Þessu var vel fagnað af miklum fjölda félagsmanna – en helstu kanónum stéttarinnar í menntunarmálum var ekki skemmt. Og raunar benti fátt til að einhverju yrði breytt eins og komið var. Endanlegar lyktir þessara mála eru kunnar, hjúkrunarskólarnir voru lagðir niður 1986 og 1989. Stjórnin hvatti ásamt fleirum menntamálayfirvöld eindregið til þess að koma á fót framhaldsnámi í sérgreinum hjúkrunar. Á árinu 1976 hafði Nýi hjúkrunarskólinn tekið að sér skipulegt nám í nokkrum greinum. Þá beitti stjórnin sér gegn því að hjúkrunarnám færi á framhaldsskólastig eins og hugmyndir voru uppi um. Þó ég hafi síðar horfst í augu við að allt hjúkrunarnám væri best komið í háskóla er ég á því að það hvernig staðið var að grundvallarbreytingum á menntun hjúkrunarfræðinga á sínum tíma hlaut að valda uppnámi innan stéttarinnar. Skiptar skoðanir um verkfallsrétt hjúkrunarfræðinga Kjaramálin voru fyrirferðarmikil. HFÍ var í BSRB og aðalmarkmið samninganna árið 1976 var samningsréttur með verkfallsrétti. Ekki hugnaðist öllum að hjúkrunarfræðingar fengju verkfallsrétt en stjórn félagsins stóð fast á þeirri kröfu. Mikil vinna var lögð í að sannfæra aðra um að félagið myndi valda þessu verkfæri ef til kæmi. Tímamótasamningar tókust, opinberir starfsmenn fengu verkfallsrétt. Sérkjarasamningar félagsins enduðu fyrir kjaranefnd en úrskurður hennar misbauð hjúkrunarfræðingum og kom til hópuppsagna sem skiptar skoðanir voru um innan félagsins. Skammt var í að samningsbundnu uppsagnarákvæði yrði beitt og vildi stjórnin láta reyna á það. Að beiðni næstu félagsstjórnar drógu hjúkrunarfræðingarnir uppsagnir sínar til baka. Annað tengt kjaramálum: Stjórninni þótti eðlilegt að háskólahjúkrunarfræðingar myndu ganga í HFÍ en taldi einboðið að samið yrði um sömu kjör fyrir þá og hjúkrunarfræðinga úr HSÍ. Allir væru þeir með sömu starfsréttindi og starfssvið. Sameining þessara tveggja hópa lukkaðist loks nærri tveim áratugum síðar. Önnur viðfangsefni stjórnar og nefnda voru auðvitað fjölmörg, af þeim mætti nefna að trúnaðarmannakerfið var endurreist, velheppnaður fulltrúafundur SSN var haldinn hér og Tímarit félagsins fagnaði 50 ára afmæli. Svo má geta þess, án þess ég eigni okkur heiðurinn, að starfsheitið hjúkrunarfræðingur var lögfest og fært inn í ársgömul hjúkrunarlög árið 1975 en áfram heimilt að nota starfsheitin hjúkrunarkona og hjúkrunarmaður og reglugerð um sérfæðileyfi í hjúkrun tók gildi 1976. Það er orðið langt síðan ég fylgdist náið með félagsmálum hjúkrunarfræðinga og óralangt síðan ég áttaði mig á að það klæðir mig ekki að hafa miklar meiningar um menntunarmál stéttarinnar. En mér þykir brýnt að fá aftur í fagið hjúkrunarfræðinga sem nú starfa á öðrum vettvangi og tek undir kröfur um nauðsynlegar úrbætur á starfskjörum, svo sem styttingu vinnuvikunnar og hækkuð laun. Ég vildi gjarnan sjá launastigann þannig að mestar launahækkanir kæmu á fyrstu 5-10 árum í starfi en síðan mætti draga úr aldurstengdum hækkunum. Og fleiri karlmenn í hjúkrun – takk. Ég óska Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga allra heilla á aldarafmælinu. Verkfallsréttur náðist FRÁ FYRRVERANDI FORMANNI Ingibjörg Helgadóttir formaður Hjúkrunarfélags Íslands 1974-1977
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.