Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 8
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 20156
Viðfangsefni okkar hjúkrunarfræðinga eru
margvísleg, flókin og síbreytileg, óháð
vinnustað. Hjúkrunarfræðingar þurfa
daglega að takast á við fjölbreyttar og
stundum framandi klínískar aðstæður.
Til þess að veita örugga og árangursríka
hjúkrun þurfa hjúkrunarfræðingar, auk
þess að hafa yfirgripsmikla þekkingu
og kunna að beita henni, að búa yfir
gagnrýninni hugsun og leikni til að takast
á við fjölbreytt vandamál (Kaddoura,
2011). Símenntun er því og þarf að vera
samofin starfinu.
Sigríður Zoëga og Hrund Scheving Thorsteinsson, szoega@landspitali.is
Notkun kennsluaðferða, hvort sem er í
grunn eða símenntun, sem auðvelda
nem andanum að tileinka sér námsefnið
og þjálfa sig í að beita þekkingunni,
eru líklegri til að skila þeim árangri sem
sóst er eftir. Dæmi um slíka aðferð er
kennsla þar sem raunsönn, klínísk tilfelli
eru lögð til grundvallar umfjölluninni um
námsefnið (hér eftir kölluð tilfellakennsla,
e. casebased teaching). Með því að
styðjast við klínísk dæmi (tilfelli) og brjóta
þau til mergjar má gefa raunsanna mynd
af flóknum veruleika hjúkrunar, virkja
nemendur, örva gagnrýna hugsun og
þjálfa greiningu vandamála og klíníska
ákvarðanatöku (Yoo og Park, í prentun).
Með þessari grein vilja höfundar kynna
tilfellakennslu og hvetja til notkunar
aðferðarinnar við menntun hjúkrunar
fræðinga og nemenda í hjúkrunarfræði,
þar með talið við klíníska kennslu. Fjallað
verður um grunn tilfellakennslu, hagnýt
ráð við notkun aðferðarinnar eru kynnt og
í síðari hluta greinarinnar er lýst reynslu
af notkun aðferðarinnar við kennslu um
verki og verkjameðferð.
Kynning
Fjölmargir þættir hafa áhrif á nám, svo
sem hvernig nemendur læra, áhugi á
námsefninu, mikilvægi námsefnis að
SEGÐU MÉR SÖGU OG ÉG HLUSTA:
TILFELLAKENNSLA Í HJÚKRUN
Það er gömul aðferð og ný að nota tilfelli við
kennslu. Aðferðin vekur áhuga nemenda og hún
virðist skila góðum árangri.