Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 10
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 20158
Tilfelli má nota í kennslu til að tengja
klínískan veruleika við fræðin. Tilfelli
geta verið stök en framhalds eða
framvindutilfelli eru einnig til, en það eru
tilfelli sem þróast smám saman, þ.e.
gefnar eru ákveðnar upplýsingar í upphafi
og síðan bætast nýjar upplýsingar við
eftir því sem kennslunni vindur fram.
Slík tilfelli er einnig hægt að nota á
milli kennslustunda eða þess að hópur
nemenda hittist. Í sumum tilvikum má
nota tilfelli þar sem nemendur þurfa að
leysa ákveðin verkefni fyrir kennslustund,
svo sem að leita að svörum við ákveðnum
spurningum eða kynna sér ákveðna
hjúkrunarmeðferð (Herrman, 2002).
Einnig er hægt að nota raunveruleg,
klínísk tilfelli á sjúkradeild í því skyni að
ræða ólíka meðferðarmöguleika eða til
að læra af. Mikilvægt er að skýr markmið
séu með notkun slíkra tilfella og forðast
þarf að ásaka einstaka starfsmenn svo vel
takist til. Tilfelli geta ýmist verið opin, þ.e.
margir möguleikar á að leysa tilfellið, eða
lokuð, eins og þegar greina á sjúkdóm
(Herreid, 2005; Indiana University, e.d.). Í
töflu 2 er að finna hugmyndir að notkun
tilfella í kennslu.
Kennari getur búið til tilfelli frá grunni
sjálfur en víða má finna góð kennslutilfelli
í tímaritum sem og á netinu (Herreid,
2005), sjá töflu 3. Sömuleiðis er hægt að
nota fréttir, sögubækur, myndbönd o.fl.
sem grunn að góðum kennslutilfellum
(Indiana University, e.d.). Mikilvægt er að
vandað sé til verka þegar kennslutilfelli
eru búin til. Að útbúa gott kennslutilfelli
er tímafrekt og því getur verið heppilegt
að nota tilbúin tilfelli í byrjun. Tafla 4
gefur yfirlit yfir þætti sem einkenna góð
kennslutilfelli.
Notkun á tilfellum í kennslu
Lykilatriði er að vanda til undirbúnings
þegar nota á tilfelli í kennslu, hvort sem
er í fyrirlestri eða í klínískri vinnu. Útskýra
þarf tilganginn með notkun tilfella fyrir
nemendum og hvert hlutverk þeirra í
kennslustundinni er, einkum og sér í
lagi ef þeir þekkja ekki til aðferðarinnar
(Delpier, 2006). Áður en tilfelli er sett
fram þarf að tryggja að nemendur hafi
þann þekkingargrunn sem verkefnið
krefst. Að sama skapi þurfa nemendur
að koma undirbúnir til kennslu þegar
tilfelli eru notuð (Dowd og Davidhizar,
1999; Sandstrom, 2006). Nauðsynlegt
er að skilgreina kennslufræðileg markmið
við notkun tilfella eins og við aðra kennslu
(Herreid, 2005). Skilgreina þarf tilganginn
með notkun tilfellis í kennslunni, hvaða
hugtök er verið að fjalla um og síðast
en ekki síst hvaða þekkingu er verið að
koma á framfæri (Dowd og Davidhizar,
1999).
Mynd 1 sýnir helstu skrefin í notkun
tilfella í kennslu. Eftir að farið hefur
verið yfir markmið kennslunnar er tilfellið
kynnt til sögunnar. Tilfellið er síðan rætt
og tillögur að úrræðum eða meðferð
viðraðar (Dowd og Davidhizar, 1999).
Lausn tilfella felur í sér þrjá meginþætti
(Freidman, 1994, í Dowd og Davidhizar,
1999): Í fyrsta lagi setja nemendur fram
ákveðna hugmynd um lausn á tilfellinu
(thesis); í annan stað er komið fram með
gagnhugmynd, þ.e. hvernig má leysa
tilfellið á annan hátt (antithesis); í þriðja
lagi á sér svo stað samþætting þar
sem tekið er tillit til ólíkra hugmynda og
ákveðin lausn valin (synthesis). Kosturinn
við þessa aðferð er að henni svipar til
klínískrar ákvarðanatöku þar sem kostir
og gallar mismunandi úrræða eru vegnir
og metnir (Dowd og Davidhizar, 1999).
Óháð því hvernig tilfelli kennarar nota
eða hvernig þau eru sett fram, þá
eru markvissar spurningar lykillinn að
gagnlegri umræðu um tilfelli (Delpier,
Tafla 3. Gagnlegar vefsíður fyrir tilfellakennslu.
Vefslóð Innihald síðu
http://library.buffalo.edu/libraries/projects/cases/case.html Heimasíða samtaka um notkun tilfella í kennslu í vísindum. Ath. að
á síðunni er hægt að ná í kennslutilfelli.
http://med.fsu.edu/index.cfm?page=FacultyDevelopment.cases Leiðbeiningar um notkun tilfella í kennslu.
http://www.crlt.umich.edu/tstrategies/tscbt.php Hlekkir á gagnlegt efni tengt notkun tilfella í kennslu.
http://www.wacra.org/ Samtök um notkun tilfella í rannsóknum og kennslu.
http://www.materials.ac.uk/guides/casestudies.asp Leiðbeiningar um notkun tilfella í kennslu.
www.medscape.com Hægt að nálgast kennslutilfelli á margvíslegum sviðum.
Tafla 4. Einkenni góðra kennslutilfella (Kim o.fl., 2006; Herreid, 1997).
Viðeigandi Þarf að passa við það stig sem nemendur eru á
Þarf að endurspegla þekkingu og þarfir nemenda
Þarf að henta markmiðum bæði kennara og nemenda
Raunsætt Raunveruleg tilfelli er oft trúverðugari
Tilbúið tilvik verður að taka mið af raunverulegum aðstæðum
Þarf að skipta nemandann máli
Tengjast því sem er að gerast í núinu (söguleg tilfelli geta þó átt við)
Áhugavert Ríkulegt innihald
Þarf að endurspegla ólík sjónarhorn
Þarf að geta tekið breytingum eftir því hvaða ákvarðanir nemandi tekur
Ögrandi Þarf að innihalda vandamál sem þarf að leysa
Mismunandi lausnir þurfa að vera í boði
Þarf að innihalda óvenjuleg tilvik
Fræðandi Þarf að kenna eitthvað nýtt
Ætti að ýta undir nám
Skýr kennslufræðileg markmið þurfa að vera til staðar