Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 14
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201512 Hefur þú áhuga á að efla þig og vinna þvert á ólík svið heilbrigðisvísinda? Þá gæti þverfaglegt diplóma­ eða meistaranám í heilbrigðisvísindum við HA verið eitthvað fyrir þig. Lögð er áhersla á umræður og virkni nemenda. Að jafnaði eru verkefni í stað prófa. Kennt er í lotum og námið skipulagt þannig að stunda megi vinnu með því. Námslotur eru fjórar á hverju misseri, ein í mánuði, að jafnaði rúmlega einn dagur fyrir hvert námskeið. Í tengslum við mörg námskeið eru haldin opin málþing eða ráðstefnur. Áherslur námsins Í náminu eru nokkur skyldunámskeið. Að öðru leyti skipuleggja meistaranemar námið í samráði við leiðbeinanda sinn og nýta meistaranámskeið við Háskólann á Akureyri eða aðra háskóla, innanlands eða erlendis, sem samræmast áherslu þeirra í náminu. Ef þú hefur áhuga á einhverju tilteknu sérsviði er einnig boðið upp á mörg sérfræðisvið. Meistaranámið veitir prófgráðuna Sigríður Halldórsdóttir, sigridur@unak.is MS­gráða í heilbrigðis vísindum (120 ECTS) og diplómanámið veitir prófgráðuna Diplómagráða í heilbrigðisvísindum (45 ECTS). Markmið námsins er að þeir sem útskrifast úr náminu verði gagnrýnir greinendur, ígrundandi fagmenn, breytingarliðar og víðsýnir og skapandi leiðtogar. Þetta eru þeir námskrárþættir sem eru rauðu þræðirnir í uppbyggingu og innihaldi námskeiða og leiðarljós í kennsluháttum og námsmati. Fyrir hverja er námið? Krafa er að umsækjendur hafi lokið BS­námi á sviði heilbrigðis­ vísinda með fyrstu einkunn frá viðurkenndri háskólastofnun. Margvíslegir möguleikar að námi loknu Nemendur, sem hafa útskrifast með meistara gráðu í heilbrigðisvísindum, vinna á ýmsum sviðum og oftast á því sérsviði sem þeir hafa valið sér í framhalds náminu. Þá hafa sumir haldið áfram námi og farið í doktors nám. Margir starfa við stjórnun innan heilbrigðis kerfisins, starfa sjálfstætt eða eru í stöðum sérfræðinga á sínu sérsviði. Upplýsingar um námið veitir Ingibjörg Smáradóttir, skrifstofustjóri heilbrigðis vísindasviðs, í síma 460 8036 eða á netfanginu ingibs@unak.is. Umsóknar frestur er til 5. júní nk. Í boði er: • Viðbótarnám, 45 eininga (diplóma) • Viðbótarnám, 60 eininga (diplóma, heilsugæsla í héraði ­ klínísk áhersla) • Meistaranám, 120 eininga • Stök námskeið FRAMHALDSNÁM VIÐ HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ HA Boðið er upp á eftirfarandi áherslusvið: Almennt svið Krabbamein og líknarmeðferð Fötlun og endurhæfing Geðheilbrigðisfræði Heilsugæsla í héraði – fræðileg áhersla Heilsugæsla í héraði – klínísk áhersla Langvinn veikindi og lífsglíman Sálræn áföll og ofbeldi Stjórnun í heilbrigðisþjónustu Öldrun og heilbrigði

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.