Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 25
Eitt af meginmarkmiðum IFNA er að efla gæði menntunar á sviði svæfingahjúkrunar í heiminum og hámarka þannig öryggi sjúklinga sem þurfa að fara í svæfingu eða deyfingu. Fulltrúar IFNA komu hingað til lands á lokastigum matsferlisins til úttektar á aðstæðum og funduðu með þeim hjá hjúkrunarfræðideild og Landspítala-Háskóla sjúkrahúsi sem taka þátt í stjórn, kennslu og skipulagningu námsins. Vottunin gildir í 5 ár og verður endurskoðuð í október 2019. Diplómanámið í svæfingahjúkrun við hjúkrunar fræðideild Háskóla Íslands hlaut í október 2014 vottun Alþjóðasamtaka svæfinga hjúkrunarfræðinga (International Federation of Nurse Anesthetists, IFNA). Samtökin mátu það svo að námið uppfyllti æðstu menntunar kröfur og staðla sem samtökin gera til aðildarfélaga sinna. Aðildar félög sam takanna eru 40 talsins frá Norðurlöndunum, Evrópu, Bandaríkjunum, Asíu og Afríku. NÁM Í SVÆFINGAHJÚKRUN HLÝTUR ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNINGU Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 Í námsnefnd um diplómanám í svæfingahjúkrun eru Herdís Sveinsdóttir, Lára Borg Ásmundsdóttir og Þórunn Scheving Elíasdóttir og hefur nefndin umsjón með náminu. Diplómanám í svæfingahjúkrun hefst næst á vorönn 2016 og verður einungis hægt að taka við takmörkuðum fjölda umsækjenda í samræmi við getu sjúkrahúsa til að taka á móti nemendum í klínískt nám. Umsóknarfrestur er til 15. október 2015. 23

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.