Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 32
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201530 og svefn­ og matarvenjum (Akerstedt, 1990; Bohle og Tilley, 1989; Czeisler o.fl., 1982). Ný langtímarannsókn Marquié o.fl. (2014) sýndi einnig tengsl vaktavinnu og vitsmunaskerðingar. Þeir sem unnu vaktavinnu fengu færri stig á minnisprófum og áhrifin jukust með lengri tíma í vaktavinnu en minnkuðu eftir að henni var hætt. Íslensk rannsókn höfundar benti til þess að tengsl væru milli vaktavinnu og svefnlengdar en vaktavinnufólk átti marktækt oftar erfiðara með að sofna en dagvinnufólk. Sömuleiðis var samband milli þess að vinna vaktavinnu og vakna nokkrum sinnum á nóttu. Þetta bendir til þess að svefn vaktavinnufólks sé að nokkru leyti lakari en dagvinnufólks. Þá var vaktavinnufólk marktækt líklegra til þess að hafa verið greint með síþreytu af sálfræðingi en dagvinnufólk. Fáir aðlagast vel síbreytilegum vinnutíma. Flest bendir þó til að slík vinna verði erfiðari fyrir fólk með hækkandi aldri. Þá er hún óhentug þeim sem þurfa langan svefn og þeim sem eru að eðlisfari árrisulir og kvöldsvæfir (Härmä, 1993; Saksvik o.fl., 2011). Rannsóknir hafa sömuleiðis sýnt að konur eiga almennt erfiðara með að vinna vaktavinnu en karlar. Þær verða frekar fyrir svefntruflunum og finna frekar til þreytu en þeir. Hægt er að rekja hluta þessa munar til lífeðlislegra þátta því vitað er að konur sofa verr í kringum tíðir og á meðgöngu. Líklega er þó að um samspil nokkurra þátta sé um að ræða og ekki útilokað að félagsleg staða spili þar inn í (Vidacek o.fl., 1993). Margir persónubundnir þættir geta haft áhrif á þol við vaktavinnu en kyn, persónu leiki, heilsufar og lífeðlislegir þættir hafa verið nefndir (Harrington, 2001). Vaktavinna hentar þeim síður sem eru kvíðnir og hafa tilhneigingu til að hafa áhyggjur. Einnig reynist vaktavinna þeim sem hafa neikvæð viðhorf til hennar verr en öðrum en hún getur valdið kvíða og depurð hjá ákveðnum einstaklingum (Healy o.fl., 1993). Flestir fræðimenn eru sammála um að sam­ spilið milli vinnufyrirkomulags, svefns og dægursveiflu skipti einna mestu máli þegar kemur að því að meta áhrif vaktavinnu á heilsu og líðan þeirra sem hana vinna (Júlíus K. Björnsson, 2000). Hvað þýðir vaktavinna? Orðið vaktavinna hefur misjafna þýðingu í huga fólks og því getur reynst vandasamt að skilgreina það. Sumir einstaklingar telja vaktavinnu einungis vera næturvinnu, þ.e. vinnu á milli 22:30 á kvöldin og 6:00 á morgnana. Þeir sömu myndu ekki telja þá sem vinna á kvöldin eða snemma á morgnana eða þá sem vinna bæði á kvöldin og morgnana vera vaktavinnustarfsmenn. Aðrir nota hugtakið yfir þá sem vinna utan hefðbundins vinnutíma á daginn. Erfitt er að segja til um hvort yfirvinna flokkast til vaktavinnu eða ekki og hvenær hefðbundinn vinnutími byrjar og endar, oft er þó talað um tímann fyrir 7 að morgni og eftir 18 á kvöldin (Monk og Folkard, 1992). Það hefur sína kosti að skilgreina hugtakið vaktavinnu sem vinnu utan hefðbundins vinnutíma þar sem starfsmenn geta átt við sömu erfiðleika að stríða óháð því hvort þeir vinna næturvinnu eða ekki. Stundum eiga þeir sem vinna ekki næturvinnu við margslungnari vandamál að stríða út af vaktavinnunni en þeir sem vinna slíkar vaktir. Í mörgum tilfellum eru þessi vandamál tengd dægurklukku, svefni og einstaklingsbundnum þáttum. Í öðrum tilfellum ná þau til félags­ og heimilislífs einstaklingsins (Monk og Folkard, 1992). Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (nr. 46/1980) skilgreina vaktavinnu sem „vinnu sem skipt er niður samkvæmt fyrirfram ákveðnu fyrir­ komulagi þar sem starfs maður vinnur á mismunandi vöktum á tilteknu tímabili sem mælt er í dögum eða vikum“. Samkvæmt vinnu tímatilskipun Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands (1996) er vaktavinna skilgreind á svipaðan hátt eða sem „vinna sem skipt er niður í mismunandi vinnutímabil/ vaktir samkvæmt ákveðnu kerfi, þar sem starfs maður vinnur á mismunandi vöktum á tilteknu tímabili sem mælt er í dögum eða vikum“. Ólík vaktakerfi Vaktakerfi gera oftast nær ráð fyrir sex til tólf klukkustunda vöktum þar sem sólarhringnum hefur verið skipt niður í tvær til fjórar vaktir. Á Íslandi er algengt að vaktaskipti séu um klukkan 8, 16 og 24, sérstaklega meðal stærri starfsstétta. Starfsmenn sem vinna að næturlagi, þ.e. næturvinnustarfsmenn og vaktavinnustarfsmenn sem vinna að næturlagi, eiga rétt á heilbrigðismati sér að kostnaðarlausu áður en þeir hefja störf og síðan reglulega á a.m.k. þriggja ára fresti (Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands, 1996). Varðandi daglega hvíld er meginreglan sú að starfsmenn skuli fá a.m.k. 11 stunda hvíld á sólarhring. Vinnutímatilskipunin gerir ráð fyrir því að við tilteknar aðstæður sé heimilt að stytta daglegan lágmarkshvíldartíma við vaktaskipti í allt að 8 klst. Þetta á t.d. við þegar starfsmaður skiptir af dagvakt yfir á næturvakt og öfugt. Á hverju sjö daga tímabili á starfsmaður rétt á einum eða fleiri frídögum sem tengist beint hvíldartíma hans, ef mögulegt er skal hann vera á sunnudegi. Tilskipunin segir til um að hámarksvinnutími á viku, að yfirvinnu meðtalinni, skuli ekki vera meiri en 48 klukkustundir. Almennt er vinnuvika starfsmanns í fullu starfi 40 klukkustundir á viku (Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands, 1996). Að lokum segir í vinnutímatilskipuninni að vinnuveitandi, sem skipuleggur vinnu samkvæmt ákveðnu mynstri, skuli taka tillit til þeirrar meginreglu að laga vinnuna að starfsmanninum, einkum með það í huga að lina áhrif einhæfra starfa og starfa sem unnin eru með fyrirframákveðnum hraða. Vinnuna, sérstaklega vinnutímahléin, þarf að laga að starfsmanninum, sérstaklega ef störfin eru einhæf eða þau hættuleg (Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands, 1996). Aðlögun að vaktavinnu Þekkt er að afköst starfsmanna eru ekki þau sömu á nóttunni og á daginn. Maðurinn er dagdýr því athafnir hans fara að mestu fram í dagsljósi og þar af leiðandi hvílist hann á nóttunni. Þessi hegðun ræðst ekki af tilviljun einni og sér heldur á hún sér líffræðilegar undirstöður, en sveiflur í líkamsstarfsemi (í öndunarfærum, hjarta, meltingarkerfi og nýrum) má finna yfir sólarhringinn og í dægursveiflum. Hitastig er hærra á

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.