Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 36
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201534 „Á unglingsárunum vann ég ýmis verka­ manna störf, málaði olíutanka, var handlangari í múrverki og kaupamaður í sveit, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef alla tíð verið bókhneigður og fór fyrst í háskólanám í bókmenntafræði og íslensku. Ég fann hins vegar ekki sjálfan mig í þessum fræðum og ákvað því að gefa námið upp á bátinn. Þetta var í nóvember 1999. Ég fletti blöðunum og komst fljótlega að því að fólk vantaði til starfa á hjúkrunarheimilinu Eir við almenn umönnunarstörf og ákvað að sækja um vinnu þar. Fyrst var ég ráðinn til reynslu í tvær klukkustundir. Sá reynslutími var framlengdur í tvær Karl Eskil Pálsson, karlesp@simnet.is klukkustundir til viðbótar og eftir nokkra daga var ég orðinn sannfærður um að vera kominn á rétta hillu. Ég sem sagt gjörsamlega heillaðist af starfinu, þetta var eins og að verða ástfanginn. Móðir mín var hjúkrunarfræðingur og ég fór oft með henni í vitnanir, þegar slíkt var hægt og viðeigandi, þannig að ég hafði fengið nasasjón af starfinu. Það hafði hins vegar aldrei hvarflað að mér að staður á borð við öldrunarheimilið Eir yrði þar sem ég fyndi mína köllun,“ segir dr. Gísli Kort Kristófersson, sérfræðingur í geðhjúkrun. Hann er nýlega fluttur til Akureyrar frá Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni og hefur verið ráðinn lektor við heilbrigðis­ deild Háskólans á Akureyri. Í haust fer þar af stað viðbótarnám í geðheilbrigðisfræði sem Gísli Kort mun sinna. Þá starfar hann einnig við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sem sérfræðingur í geðhjúkrun. Hjúkrunarfræðin er einstök „Ég veit ekki hvað þetta var nákvæmlega en upplifði sterka gagnsemi á Eir og sú staðreynd skipti mig miklu máli. Eftir þetta sá ég aldrei neitt annað en hjúkrunarfræði, framtíðin var sem sagt ákveðin þarna á Eir hjá liðlega tvítugum piltinum. Mér fannst ég vera ágætur í því að hjálpa fólki að halda reisn og virðingu „HJÚKRUNARFRÆÐIN VEITIR MANNI MARGBROTIÐ SJÓNARHORN Á MANNLÍFIГ – viðtal við Gísla Kort Kristófersson

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.