Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 37
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 35 við erfiðar aðstæður, það skiptir svo miklu máli hvernig við nálgumst fólk í viðkvæmum aðstæðum. Ég var í rúmt ár á Eir og hóf þá nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.“ Gísli Kort segir að margir hafi talið heppi­ legra að hann færi frekar í læknisfræði, sjúkraþjálfun eða önnur karllægari fög. Hann var hins vegar ekki á því enda átti hjúkrunarfræðin hug hans allan. „Ég sá ekkert annað en hjúkrunarfræðina enda hafði ég lítinn áhuga á hreinum raunvísindum eins og læknanámið er á margan hátt.“ Aðspurður um hvort sú staðreynd, að konur eru í miklum meirihluta í hjúkrunarfræði, truflaði hann segir hann: „Ég pældi lítið í því á þeim tíma, ég vildi bara hjálpa öðrum. Svo hef ég mjög gaman af lífeðlisfræði, líffærafræði og lyfjafræði en heimspeki, félagsfræði, eigindleg aðferðarfræði og sálfræði heilla mig að sama skapi líka. Hjúkrunarfræðin er einstök, þar renna hug­ og félagsvísindin saman við raunvísindin í afar þjónustumiðuðu fagi þannig að þetta var aldrei spurning í mínum huga.“ Að námi loknu lá leiðin á krabbameins­ deild Landspítalans en geðdeildin var alltaf ofarlega í huga Gísla Korts. „Það hefur lengi heillað mig að skynjun okkar á raunveruleikanum virðist oft og tíðum ráða meiru en raunveruleikinn sjálfur um hvernig okkur líður. Ég fór því að starfa á áfengisgeðdeild Landspítalans. Þar kynntist ég vel stigskiptingu sjúkdóma. Það er mér til dæmis mjög minnisstætt að á krabbameinsdeildinni var allt fullt af konfekti löngu fyrir og eftir jól frá aðstandendum en á áfengisgeðdeildinni sást ekkert slíkt. Þetta sýnir ágætlega stigskiptingu mismunandi sjúkdóma og erfiðleikana tengda þeim. Viðhorfin til geðsjúkdóma eru svo ólík miðað við aðra sjúkdóma.“ Gísli segir að starfið á áfengisgeðdeildinni hafi að stórum hluta snúist um að skapa traust og náið meðferðarsamband við sjúklinga. „Þannig er það reyndar í allri hjúkrun held ég, góð og náin tengsl skipta gríðarlega miklu máli. Ég fékk tækifæri til að þróa tvo meðferðarhópa þarna strax í byrjun, þannig að frelsið og sjálfstæðið í geðhjúkruninni hentaði mér mjög vel. Annar hópurinn einbeitti sér að fræðslu um fíknisjúkdóma og hinn hópurinn einbeitti sér að slökun. Fólk var mjög ánægt með þessa hópa og þetta hvatti mig auðvitað til dáða. Staðreyndin er að notendur geðheilbrigðisþjónustunnar eru yfirleitt opnir fyrir öllum leiðum sem gætu hugsanlega stuðlað að einhverjum bata. Grunnnáminu í geðhjúkrun var að mínu viti ágætlega sinnt og mér sýnist að bæði Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri standi sig ágætlega í þessum efnum í dag. Að vísu hefur skort nokkuð á að hjúkrunarfræðingar hafi getað farið í framhaldsnám í geðhjúkrun en úr því er nú verið að bæta.“ Þessu næst hóf Gísli Kort að starfa á BUGL, barna­ og unglingageðdeild Landspítalans. Hann segir að þar hafi opnast fyrir sér allt annar heimur. „Ég trúi á að færa þjónustuna eins mikið og hægt er út í samfélagið og heim til fólks sé þess nokkur kostur. Reynsla mín á BUGL sannfærði mig endanlega um þetta þar sem ég fékk tækifæri til að vinna náið með skjólstæðingum og aðstandendum á þeirra heimavelli. Við eigum langa og svarta fortíð í geðheilbrigðismálum þar sem fólk er beitt valdi, eða öllu heldur hefur valdið verið tekið frá fólki. Þetta hefur til dæmis verið gert með því að safna fólki saman í hvítar stórar byggingar þar sem starfsfólk í hvítum sloppum og með alræði fagmennskunnar að baki sér segir sjúklingunum hvernig þeir eiga að lifa lífi sínu. Það er nauðsynlegt að færa valdið til fólksins, eins og kostur er, þetta fannst mér starfsfólk BUGL gera einkar vel.“ Frekara nám í Bandaríkjunum Gísli Kort vildi læra meira og fjölskyldan tók sig upp og setti stefnuna á Minnesota í Bandaríkjunum. „Við reyndum að velja svæði þar sem menningin er ekki allt of frábrugðin þeirri íslensku og þess vegna varð Minneapolis í Minnesota fyrir valinu. Auk þess er hægt að fljúga beint þangað héðan frá Íslandi. University of Minnesota sinnti mér prýðilega í öllu umsóknarferlinu auk þess sem námið miðaðist við heildræna nálgun í geðhjúkrun þar sem lögð var áhersla á samþætta þjónustu. Öll kennsla byggist á áratuga reynslu enda hefur hjúkrun verið kennd á háskólastigi við skólann síðan 1908. Þá var ekki einu sinni búið að stofna Háskóla Íslands ef út í það er farið.“ Námið heillaði þig sem sagt? „Já, ég heillaðist af náminu enda mjög klínískt. Skólinn notaði afar fjölbreyttar kennsluaðferðir, til dæmis voru leikarar sem léku sjúklinga notaðir við þjálfun okkar, bæði í almennu líkamsmati og geðrænu mati. Þetta var svo tekið upp á myndband og kennararnir fylgdust þannig með okkur nemendum og gátu gefið býsna nákvæma umsögn í öruggu og vernduðu umhverfi. Þetta var afar hjálplegt fyrir okkur óöruggu nemana. Námið var sem sagt í senn spennandi og dýnamískt. En að sama skapi krefjandi. Námið tók liðlega tvö ár og að því loknu fékk ég réttindi til að taka leyfispróf, sem ég náði og gaf mér réttindi í fylkinu til að greina geðsjúkdóma, veita einstaklings­ og hópsamtalsmeðferð og skrifa út lyf. Sérfræðingshlutverkið úti er mun betur skilgreint en hérna heima og það er miður. Hérna má ég til dæmis ekki greina Gísli Kort og konan hans, Auðbjörg Björnsdóttir, með búslóð sína í Minnesota.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.