Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 39
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 37
hátt. Kennararnir voru hins vegar flestir
búsettir á höfuðborgar svæðinu og það
gerði skipu lagið erfitt. Geðheilbrigðis
þátturinn gegnir þó sífellt mikilvægara
hlutverki í heilbrigðisþjónustunni og þetta
nýja námskeið verður 10 eininga nám
sem verður byggt upp með fræðilegri
kennslu og klínískum vinnusmiðjum þar
sem lögð verður áhersla á þverfagleg
inngrip. Annars vegar munum við fá
sérfræðing frá Minnesota, sem mun stýra
einni vinnusmiðjunni um myndun og virkni
meðferðarhópa, og hins vegar munum
við nýta innlenda sérfræðiþekkingu til
að kenna aðferðir um áhugahvetjandi
samtal. Námið verður kennt í fjórum
lotum og inni á milli verður fjarkennsla og
fyrirlestrar. Draumurinn er svo að vorið
2016 munum við samkenna á Akureyri
og í Minnesota námskeið í geðlyfjafræði.
Þetta er á byrjunarreit en er spennandi
möguleiki sem gaman væri að reyna fyrir
alvöru. Sjálfur kenni ég sem aðjunkt við
háskólann í Minnesota héðan frá Akureyri
þannig að þetta er allt saman vel gerlegt.
Tæknin virkar vel og nemendur eru sælir
og glaðir.“
Tekjurnar hrundu
„Já, já, tekjur okkar hrundu ansi hressi
lega við að flytjast aftur heim til Íslands,
það er engin launung. Hjúkrun er vel
borgað starf í Bandaríkjunum enda
eftirspurnin eftir sérfræðiþekkingu okkar
mikil. Eftir að sérfræðiréttindin voru í
höfn hækkuðu tekjurnar enn frekar.
Þar ræður markaðurinn á margan hátt
ferðinni, en hérna er nánast allt rekið af
ríkinu og því er tekjum hjúkrunarfræðinga
haldið falskt niðri. Vonandi breytist þetta
í næstu kjarasamningum ef við látum
ekki yfirlætisfulla orðræðu feðraveldisins
draga kjarkinn úr okkur.“
Þessi auglýsing um lausa stöðu á Eir
hefur á margan hátt verið þín gæfa?
„Já, á margan hátt. Síðustu árin hafa
verið viðburðarík og skemmtileg. Mér
fannst gaman í náminu, bæði hérna
á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þannig
að ég er þakklátur fyrir að hafa álpast
inn á Eir þennan kalda mánudag í
nóvember. Hjúkrunarfræðin er fræðigrein
sem hentar mér einstaklega vel. Ég hef
áhuga á öllu sem viðkemur manninum
og mannlegu eðli og vil gjarnan sjá
og kynnast sem flestum hliðum
mannlífsins. Hjúkrunarfræði veitir manni
margbrotið sjónarhorn á mannlífið, það
gera ekki margar aðrar greinar eins
vel. Þetta er í mínum huga sérstaða
hjúkrunarfræðinnar.“
Í myndböndunum, sem eru innan við mínútu löng,
koma fram nokkrir hjúkrunarfræðingar og nemar og
segja frá námi og störfum. Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir
segir frá einum vinnudegi en hún er deildarstjóri á
geðdeild Landspítalans og kennir við hjúkrunarfræðideild.
Helgi Egilsson er hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild
Landspítalans við Hringbraut og segir áhorfendum hversu
ánægjulegt það sé að hjúkra sjúklingi aftur til lífsins eftir
hjartastopp. Tveir nemar í hjúkrunarfræði, Katla Marín
Berndsen og Sigþór Jens Jónasson, segja frá námi
sínu. Katla Marín hefur meðal annars starfað í Gana á
nematímanum og Sigþór Jens segir hjúkrunarnámið vera
góðan bræðing af félags- og raunvísindum.
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands hefur nýlega birt röð af myndböndum
um hjúkrunarnámið og hjúkrunarstarfið undir heitinu Er framtíð þín í hjúkrun?
Þau eru að finna á heimasíðu heil brigðis vísindasviðs og á Youtube.
MYNDBÖND UM HJÚKRUN