Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 42
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201540
hjúkrunarfræðingana getur þá skipulagt
símenntun þeirra með hliðsjón af þörfum
hvers hjúkrunarfræðings, deildar, sviðs
eða stofnunarinnar í heild. Símenntunina
má skipuleggja á margvíslegan hátt sem
bæði gefur hjúkrunarfræðingum mögu
leika á að eflast í starfi og stofnuninni
að sinna sínu hlutverki varðandi öryggi
og gæði.
Að framansögðu er ljóst að þó að
hjúkrunar fræðingar búi lengi að fyrstu
gerð þá dugar það ekki alla tíð. Hjúkrunar
fræðingar sem og annað heilbrigðis starfs
fólk þarf að sinna stöðugri símenntun
og starfsþróun til að fullnægja þörfum
sjúklinga, heilbrigðisþjónustunnar og
síðast en ekki síst eigin fróðleiksfíkn, það
er þekkingarþörf fagmannsins.
Með skuldbindingu fagmannsins um að
vera sífellt með á nótunum má tryggja
frekar öryggi sjúklinga og auka gæði og
skilvirkni þjónustunnar. En til að svo megi
verða þurfa allir aðilar að axla sína ábyrgð.
Þjóðfélagið verður að skapa möguleika á
símenntun með skipulagi og fjármagni
sem styður við símenntun, fagmennirnir
verða að axla sína ábyrgð varðandi það
að efla þekkingu sína og færni allan
sinn starfsferil, vinnuveitendur þurfa að
styðja starfsmenn sína og skapa þeim
tækifæri til starfsþróunar og símenntunar
og fagfélögin, í samvinnu við ofangreinda
aðila, þurfa að leggja sitt af mörkum til
að hvetja og styðja félagsmenn sína til
símenntunar.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur
að því að efla fagmennsku hjúkrunar
fræðinga og þróa hjúkrun sem fræðigrein
með ýmsu móti. Auk þess að halda
Á vormánuðum munu Mínar síður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga líta
dagsins ljós en um er að ræða lokaðar síður félagsmanna þar sem rafræn
sjálfsafgreiðsla fer fram.
Til að fá aðgang að slíku lokuðu svæði
þarf Íslykil eða rafræn skilríki en margir
félagsmenn hafa þegar orðið sér úti um
lykil til þess að komast á orlofsvefinn.
Síðurnar verða aðgengilegar á vef
félagsins og munu allir fullgildir félags
menn FÍH geta nýtt sér þær. Við hönnun
útlits hefur sérstaklega verið hugað að
því að viðmótið sé aðgengilegt á öllum
skjástærðum og verður því einnig auðvelt
að nýta sér þjónustuna á snjallsímum
sem og spjaldtölvum. Viðmótið lagar sig
einfaldlega að því tæki sem nýtt er.
Mínar síður verða þó nokkur aukning
við sjálfsafgreiðslumöguleika á vefnum
en hingað til hefur verið mögulegt að
sækja þar um styrki á rafrænu formi.
Með Mínum síðum verða allir rafrænir
möguleikar sameinaðir á einum stað, og
Herdís Lilja Jónsdóttir, herdis@hjukrun.is
MÍNAR SÍÐUR – LOKAÐ SVÆÐI Á VEF FÉLAGSINS