Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 43
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 41
ráðstefnur, hjúkrunarþing, málþing og
námskeið má fyrst nefna fagdeildir
félagsins sem nú eru 19 talsins. Félagið
telur mikilvægt fyrir faglega þróun
hjúkrunar í landinu að hafa virkar og
öflugar fagdeildir starfandi á sem flestum
sviðum hjúkrunar. Hlutverk fagdeildanna
er að vinna að framgangi hjúkrunar á
viðkomandi sviði í samvinnu við fagsvið
félagsins. Félagið styrkir fagdeildirnar
árlega til að sinna ýmsum verkefnum
bæði innanlands og erlendis auk þess
sem það styður við starfsemi fagdeilda á
ýmsan hátt, bæði hvað varðar húsnæði
og þjónustu. Stór hluti starfsemi fagdeilda
felst í fræðslu félagsmanna sinna og er
það hluti af því að viðhalda fagmennsku.
Þá má nefna sjóði félagsins sem veita styrki
til sí og endurmenntunar og rannsókna
hjúkrunarfræðinga. Starfsmenntunar
sjóður veitir félagsmönnum styrki til sí
og endurmenntunar í tengslum við starf
þeirra og geta félagsmenn sótt í hann
árlega. Vísindasjóði félagsins, sem skiptist
í A og Bhluta, er ætlað að styrkja bæði
sí og endurmenntun hjúkrunarfræðinga
sem og rannsóknir og fræðiskrif. Ahluti
sjóðsins styrkir árlega alla sjóðsfélaga til
sí og endurmenntunar. Bhluti er hins
vegar samkeppnissjóður sem ætlað er
að stuðla að aukinni fræðimennsku í
hjúkrun með því að styrkja rannsóknir
og fræðiskrif félagsmanna. Hefur hann
árlega um 10 milljónir króna til að styrkja
rannsóknir hjúkrunarfræðinga, bæði
meistara og doktorsrannsóknir sem og
vísindarannsóknir sem sífellt fjölgar. Á
hverju ári styrkir sjóðurinn milli 20 og
30 rannsóknir hjúkrunarfræðinga og eru
styrkupphæðir frá 150 þúsund krónum til
rúmlega einnar milljónar króna.
Til að fá aðgang að Mínum síðum þarf að hafa annað
tveggja: Íslykil frá island.is eða rafræn skilríki. Íslykill
er flestum félags mönnum kunnur en hann hefur verið
notaður sem aðgangslykill að orlofsvef félagsins síðan
síðast liðið sumar.
Hafi maður ekki Íslykil er hægt að fá hann sendan í
heima banka, í bréfpósti á lögheimili eða í sendiráð sé við-
komandi búsettur á erlendri grundu. Ef Íslykill týnist þarf
að panta nýjan lykil en það er gert með sama hætti.
Rafræn skilríki er hægt að fá í bönkum, sparisjóðum og
hjá Auðkenni. Hægt er að fá skilríkin í síma og á snjallkort.
Áður er þó mikilvægt að tryggja að símkort símans styðji
rafræn skilríki. Styðji símkortið ekki skilríkin er hægt að fá
slíkt símkort hjá símafyrirtækjum.
Við hvetjum félagsmenn til að verða sér út um Íslykil eða
rafræn skilríki hafi þeir ekki gert það nú þegar.
þar geta félagsmenn sinnt erindum sínum
sjálfir hvenær sem er sólarhringsins. Þetta
er því mikil viðbót við þjónustu félagsins.
Á síðunum verður meðal annars gefinn
kostur á að uppfæra netfang og
símanúmer og þarf því ekki að huga að
því að hringja í félagið eða senda póst til
að koma slíkum upplýsingum á framfæri.
Rafrænar umsóknir félagsins verða fluttar
inn á þetta lokaða svæði, og munu
félagsmenn geta sótt þar um styrki í
starfsmenntunarsjóð og styrktarsjóð. Auk
þess verður hægt að fylgjast með ferli
umsókna á sínu svæði, fá upplýsingar
um nýtingarmöguleika sjóða og eins
sjá hversu mikið búið er að nýta af
styrkjamöguleikum innan almanaksársins.
Aðgangur að Mínum síðum
Áhugaverð viðbót við þjónustuna er
sú að upplýsingar um eldri umsóknir
verða líka aðgengilegar á Mínum
síðum, það er að segja yfirlit yfir
þær upphæðir sem félagsmenn hafa
fengið greiddar úr sjóðum félagsins og
hvenær greiðslurnar hafa átt sér stað.
Þetta á einnig við um vísindasjóð en
árlega er úthlutað úr Ahluta sjóðsins
til allra þeirra hjúkrunarfræðinga sem
eru félagsmenn í FÍH og voru starfandi
samkvæmt kjarasamningi félagsins fyrir
31. desember árið fyrir úthlutun.
Orlofsvefurinn verður óbreyttur að því
undanskildu að aðgengi að honum verður
inni á Mínum síðum. Þetta er þáttur í því
að sameina alla rafræna sjálfsafgreiðslu
undir einum hatti.
Þegar fram í sækir munu auk þess allar
viðhorfskannanir og kosningar á vegum
félagsins fara fram á Mínum síðum
en tilkynningar um slíkar kannanir og
kosningar munu berast félagsmönnum
með tölvupósti. Það verður því æ
mikilvægara að allar upplýsingar, eins og
t.d. netfang, séu réttar í skrám félagsins
en eins og fram kemur hér á undan verður
auðvelt fyrir hvern og einn að uppfæra
slíkar upplýsingar.
Nánari umfjöllun um Mínar síður og
leiðbeiningar varðandi þær verða birtar á
vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og
Facebooksíðu þegar útgáfudagur Minna
síðna nálgast.