Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 44
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201542 Stærstur hluti verknámsins fer fram á Landspítalanum og við verðum að viðurkenna að það kom á óvart hversu fáar fæðingar voru eðlilegar. Þá er átt við fæðingu án inngripa, eins og gangsetningar, belgjarofs í fæðingu, örvunar með hríðaörvandi lyfjum, mænurótardeyfingar, áhaldafæðingar og keisaraskurðar. Fyrir mörgum er fæðing Gerður Eva Guðmundsdóttir og Sigrún Huld Gunnarsdóttir, gerdureva@gmail.com um leggöng „eðlileg fæðing“. Hins vegar getur hugtakið „eðlileg fæðing“ verið varasamt þar sem það gefur til kynna að fæðingar með inngripum séu óeðlilegar og sendir þar með neikvæð skilaboð út í þjóðfélagið. Nýverið birtist grein eftir þekkta persónu á vefmiðli og var fyrirsögnin „Gerðu það sem er best fyrir þig og barnið þitt“. Greinin er um reynslu höfundarins af sinni fyrstu fæðingu. Við getum tekið undir margt í þessari grein, svo sem að konur eigi ekki að bera saman fæðingar sínar, þær séu ekki í keppni og að sú standi ekki uppi sem sigurvegari sem fæðir án deyfingar eða annarra inngripa. Það er upplifun konunnar sem skiptir mestu ÞANKASTRIK SJÚKDÓMSVÆÐUM EKKI BARNEIGNARFERLIÐ Gerður Eva Guðmundsdóttir er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og vinnur í hlutastarfi á skurð­ og þvag færaskurðdeild og á fæðingarvakt Landspítalans. Sigrún Huld Gunnarsdóttir er hjúkrunar fræðingur og ljósmóðir og vinnur á vökudeild Landspítalans. Þegar við hófum nám í ljósmóðurfræði var mikil áhersla lögð á eðlilegt ferli meðgöngu, fæðingar og sængurlegu. Fljótlega eftir að starfsnámið hófst kom í ljós hvers vegna. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.